Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Print iconPrenta alla viðburði

Dagskrá miðvikudaginn

 • Kl. 00:00

  The Night of Lights

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  As the bright nights of summer give way to the shorter days of autumn, the first Saturday of September sees the staging of the highly popular Night of Lights, Reykjanes family and cultural festival. Now a fixed event in Iceland's cultural calendar, the event, which despite its name is now staged over four days from Thursday to Sunday, offers guests a taste of the very best in local culture, culminating in a spectacular fireworks display. An ever-growing celebration of local culture the Night of Lights offers something for everyone, ranging from art, theatre and music performed by groups and individuals, to a spectacular finale under a blaze of fireworks. This is the official website for the festival and it provides information about all events as well as practical information. Highlights: 31 August, 10:30, Opening ceremony, Myllubakkaskoli, Sólvallagata. 31 August, 18:00, Art Exhibitions opening, Duus Museum and all over town. 01 Sept, 19:00, Free traditional Icelandic meat soup and music, The marina at Duusgata. 02 Sept, 13:30, Árgangangan/Parade, Hafnargata/downtown. 02 Sept, 20:30, Outdoor live concert, Hafnargata, main stage. 02 Sept, 22:15, Fireworks, Hafnargata/downtown. Further information available at ljosanott@ljosanott.is
 • Kl. 00:00

  Styrktaraðilar Ljósanætur

  Staðsetning:

  Flokkur: Almennt

  Ljósanótt þakkar þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem leggja hátíðinni lið með einum eða öðrum hætti. Án þeirra væri ekki hægt að halda þessa frábæru hátíð sem lífgar svo sannarlega upp á tilveruna. Aðalstyrktaraðili hátíðarinnar er Landsbankinn. Helstu styrktaraðilar eru Isavia, Skólamatur, Nettó, Lagardére, Toyota Reykjanesbæ og Securitas. Aðrir styrktaraðilar eru um 30 talsins.
 • Kl. 00:00

  Hagnýtar upplýsingar

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri Ljósanætur er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, netfang menningarfulltrui@reykjanesbaer.is. Dagskrárviðburðir á Ljósanótt: Dagskrá er sett inn á vefinn jafnóðum og hún tekur á sig mynd og eru allir þátttakendur hvattir til þess að skrá sína viðburði beint inn á vefinn www.ljosanott.is. Undir flipann "Skrá viðburð," sem er í appelsínugulu stikunni efst til hægri, eru settar inn viðeigandi upplýsingar og mynd. . Ef skráning hefur tekist fær viðkomandi skilaboðin "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn er þá yfirfarinn og samþykktur á vefinn. Ef viðkomandi fær ekki þessi skilaboð hefur skráning ekki tekist og þá þarf að yfirfara skráninguna betur og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar vantar. Sala á Ljósanótt: Öll sala á hátíðarsvæði er í höndum körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Allar upplýsingar er að finna í appelsínugulu stikunni hér fyrir ofan undir Valmynd. Stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna verða á tveimur stöðum, annars vegar við Myllubakkaskóla og hins vegar verður hægt að tjalda á grasflöt norðan við hátíðarsvæðið í nágrenni við smábátahöfnina í Gróf en þar er ekki boðið upp á rafmagn eða aðra þjónustu utan salerni. Stæðin við Myllubakkaskóla verða opnuð kl. 16.00 fimmtudaginn 31. ágúst . Þar er boðið upp á rafmagn. Gjaldtaka fyrir húsbíla/ferðavagna við Myllubakkaskóla er kr. 2.000 fyrir nóttina og 1.500 krónur fyrir rafmagn (gildir alla helgina). Wc losun er í Skólpdælustöðinni við Fitjabraut 1a. Minnt er á reglugerð um tjaldstæði sem sjá má hér. Ljósanæturstrætó - Notum strætó á Ljósanótt Reykjanesbær minnir á að strætó heldur ferðaáætlun á föstudag - AUKAFERÐIR - ATH aukaferð verður farin á föstudagskvöldið sem hér segir. Frá Miðstöð R1 - kl.21.00 , R2 kl.21.30, R3 kl.21:30 og R4 (Hafnir) 21:30 Á laugardeginum er keyrt sem hér segir: Frá Krossmóa á klukkutíma fresti frá kl. 11:00 - 24:00 laugardag. Ath. ferð kl. 19:00 laugardag fellur niður. Strætó ekur leiðina: Mínútur yfir heila tímann: Frá Krossmóa (00) - Grænásbraut 1220 (07) - Engjadalur (15) - Akurskóli - (17) - Krossmói (30) - Holtaskóli - Vatnsholt (36) - Heiðarsel (41) - Norðurtún (45) - Krossmói (50). Stoppað á öllum stoppistöðvum á leiðinni. Minnum á að í Reykjanesbæ er frítt í Strætó. Leigubílar Söfnunarstaður leigubifreiða á laugardag og aðfararnótt sunnudags er við Tjarnargötutorg (Tjarnargötu 12). Bílastæði Bent er á bílastæði neðan Hafnargötu við Ægisgötu og bílastæði við Tjarnargötu 12. Lokanir gatna Takmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði á föstudagskvöldi og laugardegi. Lokað verður neðan Kirkjuvegar og Sólvallagötu frá Gróf og að Aðalgötu á laugardeginum. Íbúar eru hvattir til þess að skilja bílana eftir heima og ganga að hátíðarsvæði. Íbúar í lokuðum hverfum geta ekið inn og út um Norðfjörðsgötu. Einnig er hægt að aka upp Suðurgötu og út að Skólavegi. Salerni Salerni verða staðsett við Öryggismiðstöð á Norðfjörðsgötu og á Ægisgötu við smábátahöfn. Einnig eru salerni á tjaldsvæðum við Myllubakkaskóla. Upplýsingasími Ljósanætur er 891-9101. Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila. Geymum hundinn heima Munum eftir dýrunum og gerum ráðstafanir þeim til verndar á meðan flugeldasýningunni stendur. Hundar verða ekki leyfðir á hátíðarsvæði á laugardeginum. Geymum hundinn heima á Ljósanótt. Sumir eru hræddir við hunda og mörgum hundum líður ekki vel í margmenni og hávaða. Drónaflug Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hef­ur gefið út til­mæli um að flug hvers kyns ómannaðra loft­fara eða flygilda, svo­nefndra dróna, verði ekki yfir byggð eða þar sem mann­fjöldi er sam­an­kom­inn á Ljósa­næt­ur­hátíð í Reykja­nes­bæ. Bent er á að ákveðnar regl­ur gildi um loft­för hér á landi. Þó ekki sé sér­stak­lega fjallað um dróna í lög­um nr. 60/​1998 um loft­ferðir sé þar engu að síður að finna ákvæði sem heim­ili ráðherra að tak­marka eða banna loft­ferðir al­mennt eða að hluta á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði eða yfir því vegna al­manna­ör­ygg­is eða alls­herj­ar­reglu. Einnig er vísað í lög­reglu­lög nr. 90/​1996 um hlut­verk lög­reglu við að tryggja ör­yggi borg­ar­anna og að koma í veg fyr­ir að því sé raskað. Göngum vel um bæinn Ruslafötur eru staðsettar víða á hátíðarsvæði - göngum vel um bæinn okkar á Ljósanótt. Ljósanæturfánar Hægt er að fá fyrirtækjafána á ljósastaura hjá Logoflex s. 577 7701. Merkiprent gerir annað markaðsefni og aðra fána sem og Plexigler. Öryggi í fyrirrúmi á Ljósanótt Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur Öryggisráð Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu. Öryggisráðið, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt. Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra. Ýmislegt hefur komið í ljós og hafa verið gerðar úrbætur og áætlun um viðeigandi ráðstafanir. Öryggisráð Ljósanætur minnir á Öryggismiðstöð/Upplýsingaþjónustu, þar sem fulltrúar frá slökkviliði og sjúkrahúsi eru í beinum samskiptum við alla viðbraðgsaðila og er Öryggismiðstöðin beintengd Lögreglu, Slökkviliði og Neyðarlínu. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Lögreglan verða með aukinn útkallsstyrk á tímabilinu 12 á hádegi og fram eftir nóttu. Með notkun TETRA fjarskiptakerfisins verður beint samband við Neyðarlínu og samræmt fjarskiptasamaband við viðbragðsaðila s.s. Slökkvilið, Lögreglu, Björgunarsveit Suðurnesja og Sjúkrahús. Því verður hægt að virkja hópslysaáætlun með stuttum fyrirvara. Hlutverk viðbraðsaðila er víðtækt en skilgreint eins og kostur er. Þá er ákveðið að fulltrúar viðbragðsaðila mæti í Öryggsimiðstöð á hádegi til að fínstylla verkþætti og yfirfara stöðu mála, prófa fjarskipti o.fl. Björgunarsveitin Suðurnes verður með björgunarbátinn Njörð allann daginn, en báturinn verður mannaður köfurum í viðbragðsstöðu og er fulltrúi þeirra í beinu sambandi við Öryggismiðstöðina. Þá verður einnig gæsla á svæðinu og bílar á ferðinni. Öryggisráð Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ljósanætur Bjarney Annelsdóttir, Lögreglan á Suðurnesjum Jón Guðlaugsson, Brunavarnir Suðurnesja Bjarni Rafnsson, Björgunarsveitin Suðurnes Hera Ósk Einarsdóttir, Fjölskyldu og félagsþjónusta Hafþór Barði Birgisson, Útideild Bjarni Þór Karlsson, Þjónustumiðstöð Dagskrá er birt með fyrirfara um breytingar. Allar upplýsingar um Ljósanótt eru veittar í gegnum netfangið ljosanott@ljosanott.is, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í síma 421 6700 og í upplýsingasíma Ljósanætur Ljósanæturhelgina 891 9101.
 • Kl. 08:00 - 24:00

  Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Með mikilli eftirvæntingu leggjum við upp í átjándu Ljósanóttina, dagana 30. ágúst – 3. september 2017. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum viðburðum frá miðvikudegi til sunnudags og í ár verður engin undantekning frá því. Hefð hefur skapast fyrir þjófstarti á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötuna með dúndurtilboðum og almennum skemmtilegheitum. Sama kvöld er frumsýning á tónleikunum Með blik í auga í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þar sem tónlistarsagan er rakin með skemmtilegum hætti. Formleg setning er á fimmtudeginum með þátttöku allra grunnskólabarna bæjarins auk elstu barna leikskólans. Seinnipartinn opna listsýningar í Duus Safnahúsum og í framhaldi um allan bæ með tilheyrandi stemningu. Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus Safnahús og þá er öllum gestum hátíðarinnar boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Þetta kvöld eru líka heimatónleikar í gamla bænum og unglingaball auk ýmissa annarra uppákoma. Á laugardeginum rís hátíðin hæst. Dagurinn er pakkaður. Árgangagöngunni má enginn missa af. Að henni lokinni er standandi dagskrá og nóg um að vera fyrir börn og fullorðna m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði og tónleikadagskrá í Duus Safnahúsum. Um kvöldið eru stórtónleikar á útisviði og botninn sleginn í dagskrána með björtustu flugeldasýningu landsins. Á sunnudag eru allar sýningar opnar og sömuleiðis sölutjöld og tívolítæki og síðasti séns fyrir fólk að sjá allt það sem það hefur ekki komist yfir alla helgina. Alla dagskrá er að finna í tímaröð á þessari vefsíðu og eins er hægt að leita að einstökum viðburðum eftir leitarorðum. Dagskráin birtist hér á vefnum eftir því sem hún tekur á sig mynd. Þátttakendur skrá sjálfir sína viðburði inn á vefinn. Þeir sem standa fyrir viðburðum skrá viðburðinn ásamt ljósmynd beint á síðuna. Það gera þeir með því að smella á flipann "Skrá viðburð" í appelsínugulu stikunni efst til hægri á síðunni. Ef skráning hefur tekist fær viðkomandi skilaboðin "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn er þá yfirfarinn og samþykktur á vefinn. Ef viðkomandi fær ekki þessi skilaboð hefur skráning ekki tekist og þá þarf að yfirfara skráninguna betur og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar vantar. Á síðunni ljosanott.is er einnig hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar með því að smella á flipann "Valmynd" efst í hægra horni. Þá birtast upplýsingar um: - sölupláss á Ljósanótt - stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna - strætó - salerni - ljósanæturfána o.fl. Umsjón með allri sölu á svæðinu hefur Karfan, ungmennaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, og er allar upplýsingar um sölu að finna hér á vefnum undir valmynd/sölupláss á Ljósanótt. Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar s. 421 6700.
 • Kl. 09:00 - 23:00

  Sala á Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt 2017  eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is  eða í síma 847 2503 og tilkynna um þátttöku. Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum 31. ágúst til sunnudagsins 3. september.

  Ítarlegri upplýsingar um sölupláss á Ljósanótt, m.a. yfirlitsmynd af svæðinu, má fá með því að smella á "Valmynd" á appelsínugulu stikunni efst í hægra horninu.

 • Kl. 10:00 - 24:00

  Skráðu viðburðinn þinn

  Staðsetning:

  Flokkur: Almennt

  Ert þú með viðburð á Ljósanótt? Sýningu, kynningu, tónleika, uppákomu, atriði eða eitthvað slíkt sem þú vilt vekja athygli á? Þá skaltu endilega skrá viðburðinn þinn, svo hann birtist í dagskrá Ljósanætur. Skilyrði er að um viðburð sé að ræða sem er ekki hluti af reglubundinni starfsemi. Athugið að sala á vöru eða þjónustu telst ekki til viðburðar. Það er einfalt að skrá viðburðinn. Smelltu á "Skrá viðburð" á appelsínugulu stikunni efst til hægri. Skráðu þar inn allar nauðsynlegar upplýsingar og sendu inn viðeigandi mynd. Ef skráning hefur heppnast birtast skilaboðin: "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn mun svo birtast á vefnum þegar hann hefur verið samþykktur. Ef þessi skilaboð birtast ekki á skjánum þarf að yfirfara og ganga úr skugga um að engar upplýsingar vanti. Stundum reynast myndir of stórar og þá þarf að minnka þær og hlaða þeim inn aftur.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Ljósanæturtilboð og kvöldopnun í verslunum og veitingahúsum

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Kvöldopnun í verslunum á Hafnargötunni. Opið til klukkan 22 frá miðvikudegi til laugardags. Opið frá klukkan 13-18 á sunnudegi. Frábær Ljósanæturtilboð, léttar veitingar og góð stemming.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja. Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má finna ýmsan varning tengdan rokksögunni s.s. ævisögur um íslenska tónlistarmenn, bækur sem rekja sögu tónlistar á Íslandi, geisladiska, vínylplötur, íslenskar heimildarmyndir um tónlist, varning frá Sigur Rós, Björk, Of Monsters and Men, Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni og mörgum fleiri, trommukjuða, gítarstrengi, gítarneglur, gítarsnúrur, heyrnartól, hátalara og svo auðvitað vinsælustu vöruna okkar - boli sem eru merktir Rokksafni Íslands - og margt margt fleira. Við mælum eindregið með heimsókn í Rokk-búðina. Á Rokksafni Íslands hafa verið settar upp tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, þá Björgvin Halldórsson og Pál Óskar Hjálmtýsson. ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD um Björgvin Halldórsson Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar stóð yfir í tæpt ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta! EINKASAFN POPPSTJÖRNU um Pál Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin „Einkasafn poppstjörnu“ sterkur vitnisburður um það. Á meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". AÐGANGSEYRIR á Rokksafn Íslands : 1500 kr. OPNUNARTÍMI :11-18 alla daga. Aðgangseyrir fyrir eldri borgara/öryrkja: 1200 kr. Frítt er fyrir 16 ára & yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Eins og undanfarin ár verð ég með skartið mitt til sýnis og sölu í Gallerí Keflavík á Ljósanótt. Hlakka til að sjá ykkur . Kveðja Maja
 • Kl. 12:00 - 17:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhúsið

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin í gallerýið okkar á Ljósanótt. Við erum með til sölu fallegt handverk eftir 22 listamenn og fjölbreytt úrval af vöru t.d. leir, ullarpeysur, fugla, perlur, skart, tré, steina, föt, hálsmen, myndir, leðurveski o.fl.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Ljósanæturhlaup Lífsstíls 2017

  Staðsetning: Lífsstíll líkamsræktarmiðstöð Vatnsnesvegi 12

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer fram miðvikudaginn 30. ágúst kl 18.00. 500 kr. af hverri skráningu renna til BARNASPÍTALA HRINGSINS til minningar um Björgvin Arnar. Ljósanæturhlaup Lífsstíls (Áður Reykjanes Maraþon) er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem er ein stærsta fjölskylduskemmtun landsins. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km. Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaup Lífsstíls í 7 og 10 km Ljósanæturhlaup Lífsstíls er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi. Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ Dagskrá og tímasetningar • Skráning á Hlaup.is lýkur kl 22.00 þriðjudaginn 29. ágúst • Skráningu á keppnisstað lýkur kl 17.00 (gæti verið fyrr ef uppselt verður) og er gjaldið 500 kr. hærra sé skrá á keppnisstað.(gæti verið fyrr ef uppselt verður) • Ræsing í allar vegalengdir kl 18:00 • Verðlaunaafhending verður um kl. 19:30 Hlaupaleiðir Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Hægt er að skoða kort af leiðunum í öllum vegalengdum á hlaup.is. Einnig verða upplýsingar um hlaupaleiðir aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu á staðnum. Verðlaun Hlaupið er aldursflokkaskipt í 7 og 10 km. og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Einnig eru verðlaun eru fyrir besta árangur í 3 km. Glæsileg útdráttarverðlaun þar sem dregið er úr nöfnum allra þátttakenda. Þátttökugjald • 3 km: 1.500 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 1.000 fyrir 14 ára og yngri (2.000/1.500 ef skráð á staðnum) • 7 km og 10 km: 2.500 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri (3.000/2.000 ef skráð á staðnum) Skráning Forskráning er hér á hlaup.is og lýkur kl 22:00 þriðjudaginn 29. ágúst. Einnig er hægt að skrá sig í Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík)Vatnsnesvegi við rásmark til kl. 17.00 (gæti verið fyrr ef uppselt verður). Við hvetjum alla til að tryggja sér skráningu á hlaup.is til að forðast óþarfa stress. Ekki er hægt að ábyrgjast að þeir sem skrá sig á hlaupadag komist að, því er best að vera tímanlega með skráningu. Athugið að skráningargjald hækkar um 500 fyrir alla flokka ef skráð er á staðnum. Umsjón og nánari upplýsingar Vikar Sigurjónsson sími 899-0501.
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Með SOUL í auga

  Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú

  Flokkur: Tónlist

  Með SOUL í auga -Stuð tregi og urrandi ástarjátningar SOUL tónlist allra tíma er viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með blik í auga" þetta árið sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Ljósanótt í Reykjanesbæ undanfarin 6 ár. Sálartónlistin er allstaðar; í diskó, blús og rokki. Það verður því stuð, tregi og urrandi ástarjátningar í boði tónlistarmanna eins og Stevie Wonder, Arethu Franklin, Otis Redding og Van Morrison, svo fáeinir séu nefndir. Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni og eru söngvarar í ár þau Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns. Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir er að venju ólíkindatólið Kristján Jóhannsson sem farið hefur á kostum hingað til. Sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og er frumsýning 30. ágúst kl.20:00. Tvær sýningar verða sunnudaginn 3. september kl. 16:00 og 20:00.

Dagskrá fimmtudaginn

 • Kl. 00:00

  The Night of Lights

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  As the bright nights of summer give way to the shorter days of autumn, the first Saturday of September sees the staging of the highly popular Night of Lights, Reykjanes family and cultural festival. Now a fixed event in Iceland's cultural calendar, the event, which despite its name is now staged over four days from Thursday to Sunday, offers guests a taste of the very best in local culture, culminating in a spectacular fireworks display. An ever-growing celebration of local culture the Night of Lights offers something for everyone, ranging from art, theatre and music performed by groups and individuals, to a spectacular finale under a blaze of fireworks. This is the official website for the festival and it provides information about all events as well as practical information. Highlights: 31 August, 10:30, Opening ceremony, Myllubakkaskoli, Sólvallagata. 31 August, 18:00, Art Exhibitions opening, Duus Museum and all over town. 01 Sept, 19:00, Free traditional Icelandic meat soup and music, The marina at Duusgata. 02 Sept, 13:30, Árgangangan/Parade, Hafnargata/downtown. 02 Sept, 20:30, Outdoor live concert, Hafnargata, main stage. 02 Sept, 22:15, Fireworks, Hafnargata/downtown. Further information available at ljosanott@ljosanott.is
 • Kl. 00:00

  Hundasúrur á Ljósanótt

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Hundasúrur á Ljósanótt er listsýning barnanna á Vesturbergi. Listaverk sem framleidd voru í Pakkhúsinu okkar af börnunum á Vesturbergi. Sýningin í K-sport er haldin í sjötta skiptið og er alltaf jafn mikil spenna að skoða í gluggann á Hafnargötu 29.
 • Kl. 08:00 - 24:00

  Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Með mikilli eftirvæntingu leggjum við upp í átjándu Ljósanóttina, dagana 30. ágúst – 3. september 2017. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum viðburðum frá miðvikudegi til sunnudags og í ár verður engin undantekning frá því. Hefð hefur skapast fyrir þjófstarti á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötuna með dúndurtilboðum og almennum skemmtilegheitum. Sama kvöld er frumsýning á tónleikunum Með blik í auga í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þar sem tónlistarsagan er rakin með skemmtilegum hætti. Formleg setning er á fimmtudeginum með þátttöku allra grunnskólabarna bæjarins auk elstu barna leikskólans. Seinnipartinn opna listsýningar í Duus Safnahúsum og í framhaldi um allan bæ með tilheyrandi stemningu. Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus Safnahús og þá er öllum gestum hátíðarinnar boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Þetta kvöld eru líka heimatónleikar í gamla bænum og unglingaball auk ýmissa annarra uppákoma. Á laugardeginum rís hátíðin hæst. Dagurinn er pakkaður. Árgangagöngunni má enginn missa af. Að henni lokinni er standandi dagskrá og nóg um að vera fyrir börn og fullorðna m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði og tónleikadagskrá í Duus Safnahúsum. Um kvöldið eru stórtónleikar á útisviði og botninn sleginn í dagskrána með björtustu flugeldasýningu landsins. Á sunnudag eru allar sýningar opnar og sömuleiðis sölutjöld og tívolítæki og síðasti séns fyrir fólk að sjá allt það sem það hefur ekki komist yfir alla helgina. Alla dagskrá er að finna í tímaröð á þessari vefsíðu og eins er hægt að leita að einstökum viðburðum eftir leitarorðum. Dagskráin birtist hér á vefnum eftir því sem hún tekur á sig mynd. Þátttakendur skrá sjálfir sína viðburði inn á vefinn. Þeir sem standa fyrir viðburðum skrá viðburðinn ásamt ljósmynd beint á síðuna. Það gera þeir með því að smella á flipann "Skrá viðburð" í appelsínugulu stikunni efst til hægri á síðunni. Ef skráning hefur tekist fær viðkomandi skilaboðin "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn er þá yfirfarinn og samþykktur á vefinn. Ef viðkomandi fær ekki þessi skilaboð hefur skráning ekki tekist og þá þarf að yfirfara skráninguna betur og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar vantar. Á síðunni ljosanott.is er einnig hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar með því að smella á flipann "Valmynd" efst í hægra horni. Þá birtast upplýsingar um: - sölupláss á Ljósanótt - stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna - strætó - salerni - ljósanæturfána o.fl. Umsjón með allri sölu á svæðinu hefur Karfan, ungmennaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, og er allar upplýsingar um sölu að finna hér á vefnum undir valmynd/sölupláss á Ljósanótt. Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar s. 421 6700.
 • Kl. 09:00 - 21:00

  Litla ljósmynda- sýningin

  Staðsetning: SoHo - Hrannargata 6 - 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar myndir frá Reykjanesi sem minna á okkar á haustið og veturinn sem koma einn daginn eins og þruma úr heiðskíru :)
 • Kl. 10:30 - 11:00

  Setning Ljósanætur 2017

  Staðsetning: Myllubakkaskóli, Sólvallagötu

  Flokkur: Almennt Börn

  Það eru grunnskólabörn bæjarins ásamt elstu börnum leikskólanna, alls um 2.500 börn, sem setja Ljósanæturhátíðina ár hvert. Þau koma fylktu liði í skólalitum hvers skóla, til tákns um fjölbreytileika mannkynsins, og syngja sig fullum hálsi inn í Ljósanæturhátíðina.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Eins og undanfarin ár verð ég með skartið mitt til sýnis og sölu í Gallerí Keflavík á Ljósanótt. Hlakka til að sjá ykkur . Kveðja Maja
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Ljósanæturtilboð og kvöldopnun í verslunum og veitingahúsum

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Kvöldopnun í verslunum á Hafnargötunni. Opið til klukkan 22 frá miðvikudegi til laugardags. Opið frá klukkan 13-18 á sunnudegi. Frábær Ljósanæturtilboð, léttar veitingar og góð stemming.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja. Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má finna ýmsan varning tengdan rokksögunni s.s. ævisögur um íslenska tónlistarmenn, bækur sem rekja sögu tónlistar á Íslandi, geisladiska, vínylplötur, íslenskar heimildarmyndir um tónlist, varning frá Sigur Rós, Björk, Of Monsters and Men, Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni og mörgum fleiri, trommukjuða, gítarstrengi, gítarneglur, gítarsnúrur, heyrnartól, hátalara og svo auðvitað vinsælustu vöruna okkar - boli sem eru merktir Rokksafni Íslands - og margt margt fleira. Við mælum eindregið með heimsókn í Rokk-búðina. Á Rokksafni Íslands hafa verið settar upp tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, þá Björgvin Halldórsson og Pál Óskar Hjálmtýsson. ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD um Björgvin Halldórsson Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar stóð yfir í tæpt ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta! EINKASAFN POPPSTJÖRNU um Pál Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin „Einkasafn poppstjörnu“ sterkur vitnisburður um það. Á meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". AÐGANGSEYRIR á Rokksafn Íslands : 1500 kr. OPNUNARTÍMI :11-18 alla daga. Aðgangseyrir fyrir eldri borgara/öryrkja: 1200 kr. Frítt er fyrir 16 ára & yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 12:00 - 20:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 13:00 - 00:00

  Ljósberar á Ljósanótt

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við strandlengjuna í innri Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Sýning á listaverkum elstu barna á Holti þar sem unnið hefur verið með liti, ljós og gegnsæi. Ljósberarnir eru skemmtilegar fígúrur þar sem barnið hefur fengið tækifæri til að láta ímyndunaraflið ráða för.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhúsið

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin í gallerýið okkar á Ljósanótt. Við erum með til sölu fallegt handverk eftir 22 listamenn og fjölbreytt úrval af vöru t.d. leir, ullarpeysur, fugla, perlur, skart, tré, steina, föt, hálsmen, myndir, leðurveski o.fl.
 • Kl. 13:00 - 14:00

  Ljósanætur púttmót við Mánagötu

  Staðsetning: Púttvöllurinn við Mánagötu

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Ljósanætur púttmót Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsilegum púttvelli við Mánagötu. Mótið hefst kl 13.00 fimmtudaginn 31. ágúst og er í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir.
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Setning listsýningar FFF og finnsku listakonunnar Kaiju frá vinabæ okkar Kerava

  Staðsetning: Krossmói 4 / önnur og þriðja hæð.

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning finnsku listakonunnar Kaiju Huhtinen og fullorðinsfræðslu fatlaðra. Kaija sýnir verk sem hún hefur endurunnið úr gömlum fatnaði og eru verkin úr ýmsum efnum svo sem ull, gömlum gallabuxum og stuttermabolum. Hún notar bútasaumstækni við sína listsköpun. Kaija kemur frá vinabæ okkar Kerava í Finnlandi. Sýningin er tileinkuð 100 ára lýðveldisafmæli Finna. Meðlimir fullorðinsfræðslu fatlaðra hafa verið að vinna verk úr lituðum sápukúlum og einnig hafa þau fengist við þæfingu á þessu námskeiði sem er í tilefni af Ljósanótt. Leiðbeinandinn á námskeiðinu er Alda Sveinsdóttir. Sýningin verður opin á opnunartíma Krossamóa 4 frá fimmtudeginum 31. ágúst til septemberloka.
 • Kl. 16:00 - 22:00

  RYK Íslensk hönnun

  Staðsetning: Hafnargata 26, kjallari (fyrir neðan kaffihúsið)

  Flokkur: Almennt

  Glæsilegur og praktískur kvenfatnaður fyrir öll tilefni. Hannað og framleitt í vinnustofu RYK í Kópavogi. RYK hefur verið með verslun á höfuðborgarsvæðinu í um 10 ár. Verslunina má finna að Bæjarlind 1-3 Kópavogi.
 • Kl. 17:00 - 20:00

  Skotdeild Keflavíkur býður fólki á opinn dag !

  Staðsetning: Í æfingaaðstöðu Skotdeildar í Vatnaveröld við Sunnubraut 31

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Við verðum með opinn dag fimmtudaginn 31. ágúst fyrir þá sem vilja koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark á milli klukkan 17:00 til 20:00 í loftaðstöðunni okkar á Sunnubraut (Vatnaveröld). Allar helstu skotgreinar verða kynntar og farið verður yfir unglingastarfsemina sem skotdeildin er með í gangi og hægt verður að skrá þá unglinga sem vilja æfa í haust. En það er vert að geta þess að unglingar greiða hvorki félags- né æfingagjöld og á föstum æfingum í loftgreinum eru unglingar ekki að greiða fyrir skot eða skífur. Vonumst eftir að sjá sem flesta, vana, óvana og áhugasama. Kveðja, Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.
 • Kl. 17:00 - 19:00

  Ljósanæturdiskó fyrir 5. – 7. bekk

  Staðsetning: Fjörheimar/88 Húsið - Hafnargötu 88

  Flokkur: Börn Íþróttir & tómstundir Tónlist

  Ljósanæturdiskó fyrir 5. – 7. bekk í Fjörheimum/88 Húsinu, Hafnargötu 88 fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 17.00 – 19.00. Hæfileikakeppni, diskó, leikir, kappát, þythokkí, borðtennis, billiard og fótboltaspil. Frítt inn. Til að skrá sig í hæfileikakeppnina þarf að smella á heimasíða viðburðar hér til hliðar.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Leirameira á Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistamaðurinn Fannar Bergsson (Listamannsnafn: Leirameira) verður með sölusýningu á verkum sínum á Park Inn By Radisson í Keflavík á Ljósanótt. Sýngardagar eru sem hér segir: Fimmtudagur kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00 Komið og skoðið nýjustu verkin hjá Leirameira og kannski finnið þið eitthvað sem er ykkur að skapi. Endilega deilið viðburðinum. :)
 • Kl. 17:00 - 23:00

  Jóhann Örn - Myndlistasýning

  Staðsetning: Austurgata 12

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Jóhann Örn verður með málverkasýningu á Ljósanótt að Austurgötu 12 (heimili ömmu hans og afa). Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau langflest unnin með olíu á striga.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Brot úr Skúmaskoti

  Staðsetning: Park Inn By Radisson, Hafnargata 57.

  Flokkur: Sýningar

  Fluga design, Gola & Glóra, Tíra reflective accessories og Nadine glerperlur kynna vörur sýnar.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  GUPdesign

  Staðsetning: Park inn by Radisson

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Nú eins og undanfarin ár verð ég á Ljósanótt með fatnað fyrir konur á öllum aldri sem ég hanna og sauma. Alltaf með eitthvað nýtt og tilboð á Ljósanótt. Endilega kíkið á okkur á Park Inn By Radisson
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Leðurvörur Spírunnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Leðurvörur Spírunnar verða með leðurvörurnar sínar til sýnis og sölu á Park Inn By Radisson á ljósanótt dagana 31. ágúst til 3. september. Töskur, fatnaður og armbönd og hálsmen úr leðri.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna olíuverk sem flest eru unnin á þessu ári. Opnunartímar: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Monro Design - Íslensk fatahönnun

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Íslensk fatahönnun, kjólar, peysur ofl.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Kynning á nýjum vörum geoSilica

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  geoSilica hefur nú þróað þrjár nýjar vörur þar sem kísill er í aðalhlutverki, auk annarra steinefna. Um er að ræða Renew, Repair og Recover sem hafa mismunandi virkni. Renew er ætlað fyrir fyrir húð, hár og neglur en það inniheldur kísil, sink og kopar. Recover hefur góð áhrif á vöðva og taugakerfið en auk kísils er það magnesíumríkt. Það hentar því vel fyrir fólk sem hreyfir sig mikið og er gott gegn vöðvakrampa. Repair er hugsað fyrir liðina og beinin en það innheldur kísil og mangan. Nýju vörurnar frá geoSilica: Renew, Repair og Recover eru allar í vökvaformi og bragðist líkt og vatn, sem mörgum finnst mikill kostur en aðeins þarf að taka eina matskeið á dag. geoSilica mun vera með kynningarafslátt alla Ljósanótt, ekki láta þetta fram hjá þér fara.
 • Kl. 17:00 - 23:00

  Opnun sýninga um allan bæ

  Staðsetning: Miðbærinn

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar myndlistarsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn. Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.
   
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Allt að gerast á Park Inn By Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Park Inn by Radisson Keflavík býður til myndlistar- og hönnunarveislu á Ljósanótt, Meðal þeirra sem taka þátt: Alrún Nordic Design - https://www.facebook.com/AlrunNordicDesign/ Bambaloo - Icelandic Design https://www.facebook.com/bambalooiceland/ Bath & Body mosó - https://www.facebook.com/bathandbodymoso/ Engilberts-hönnun ehf - https://www.facebook.com/engilbertshonnun/ Fjóla Jóns og Trausti Trausta - myndlistarsýning https://www.facebook.com/wild.art.iceland Fluga design https://m.facebook.com/Fluga-Design-260168495169/ geoSilica Iceland - https://www.facebook.com/geoSilica Gola & glóra https://www.facebook.com/golaglora/ Leira meira - https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/ Leðurvörur Spírunnar - https://www.facebook.com/Le%C3%B0urv%C3%B6rur-Sp%C3%ADrunnar-101409313302399/ Mýr - https://www.facebook.com/myrdesigniceland/ Nadine glerperlur https://www.facebook.com/NadineGlerperlur/ SKINBOSS - https://www.facebook.com/skinboss.is/ Taramar https://www.facebook.com/absolutelysafe/?fref=ts Tíra reflective accessories https://www.facebook.com/T%C3%8DRA-reflective-accessories-203304993813/ Opnunartímar á sýningum verða eftirfarandi: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 17:00 - 22:00

  SkinBoss íslenskar húðvörur

  Staðsetning: Park Inn by Radisson hafnargötu

  Flokkur: Almennt

  Kynning á SkinBoss verðlauna húðvörum sem eru framleiddar í Keflavík. Frábær tilboð og nýjung í boði. •Kaffiskrúbburinn okkar er nýsköpun en hann er 24 stunda formúla sá eini sinnar tegundar, einnig hlaut SkinBoss nýsköpunarstyrk og Gullstjörnuna í Snyrtivöruverðlaunum Hjá Nýtt Líf. •Það verður einnig veglegt happdrætti.
 • Kl. 17:00 - 19:00

  Keflavík - NES stórleikur !

  Staðsetning: Nettóvöllurinn aðalvöllur Keflavík

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Meistaraflokkur Keflavíkur í knattspyrnu tekur á móti Íþróttafélaginu NES á Nettóvellinum. Leikurinn byrjar klukkan 17:00 fimmtudaginn 31.ágúst. Leikir þessara liða hafa ávallt verið mjög fjörugir og ekkert gefið eftir.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Bambaloo Icelandic Design

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Bambaloo Icelandic Design verður staðsett á Park Inn by Radisson með hálsfestar fyrir auðkenniskort eða lykla, alls konar fallegar hálsfestar og armbönd og lyklakippur. Séstakt Ljósanæturtilboð verður á öllum vörum.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Horfur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Listasalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum er boðið upp á einkasýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar sem búsettur er í Höfnum. Helgi (f. 1968) kláraði listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sótti síðan nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Dusseldorf 1991-92, AKI í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum. Helgi rak sýningarrýmið 20 fermetrar um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu. Verk Helga eru í safneign helstu safna hér heima og í eigu safnara og safna erlendis.
 • Kl. 18:00 - 23:00

  Flugdýr á flugi.

  Staðsetning: Hafnargata 36

  Flokkur: Sýningar

  Flugdýrin verða til sýnis og sölu á Hafnargötu 36 í húsnæði Tourist in Iceland Booking Center og Happdrætti Háskóla Íslands. Flugdýrin eru búin til úr pappír, perlum, tölum, vír og öllu mögulegu sem höfundi dettur í hug. Sjón er sögu ríkari. Aðeins verður opið fimmtudag frá 18-23, föstudag 13-18 og laugardag 13 -18. Hlakka til að sjá ykkur. Kær kveðja Hildur H.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Pastelpaper

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  • Pastelpaper fagnar Ljósanótt • Mætum með pastelfegurðina á Ljósanótt og málum Reykjanesbæ bleikan. Okkur langar að bjóða ykkur að fagna Ljósanótt með okkur, það verður gleði, glamúr og jafnvel smá glimmer, léttar veitingar, afslættir, fuglar til sölu og við munum kynna fyrir ykkur æsispennandi Instagram leik. Endilega komið og fagnið með okkur. Pastelkveðjur, Pastelpaper
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Glyttur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Einkasýning listakonunnar og Keflvíkingsins Elísabetar Ásberg verður í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra."
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Listasalur: Horfur Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Gryfjan: Einkasýning Elísabetar Ásberg. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfra veröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra." Bíósalur: Blossi Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Stofan: Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Málverkasýning Böggu

  Staðsetning: Hafnargata 27 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Bagga verður með málverkasýningu á nýju Hárfaktory stofunni að Hafnargötu 27 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Próf / Tests

  Staðsetning: Duus Safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi. Málverkin bera því heiti þess mánaðar og árs sem hvert þungunarpróf var tekið, allt frá febrúar 2012 til októbers 2016. Verkin eru persónuleg en um leið lýsa þau reynsluheimi margra. Sýningin Próf/Tests er fyrst og fremst hugsuð til að finna tilfinningum og erfiðri reynslu farveg og í leiðinni vekja athygli á málefnum sem varða ófrjósemi í formi myndlistar."
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Flóðey

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  - Flóðey á Ljósanótt - Listsýning á hringverkum eftir Drífu Reynisd. Verkin eru engu öðru lík, hvert verk er einstakt og aldrei endurskapað. Endilega komið og kíkið við. Hlakka til að sjá ykkur! -Drífa
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Blossi

  Staðsetning: Duus Safnahús, Bíósalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Blossi verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa hefur áður málað myndir út frá ljóðum úr bókum Antons en málverkin á þessari sýningu urðu til eftir að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum undirtóni. Efniviðinn í málverkin hefur Sossa sótt í ljóð eftir Anton sem fæst hafa komið fyrir augu annarra og sum reyndar orðið til upp úr samstarfi þeirra. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svipuðum blossa. Þannig vilja listamennirnir láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Sýningin stendur til 15. október.
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Lina Rut, vinnustofa.

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ. (Gamli Grágás)

  Flokkur: Sýningar

  Málverk, skúlptúr og hönnun.
 • Kl. 19:00 - 22:00

  Bland í poka

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, Hafnargötu 2, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
 • Kl. 19:00 - 22:00

  Fylgjendur og Götuljóð

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargata

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Fylgjendur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð á Ljósanótt í Fischershúsinu. Á sama tíma mun listamaðurinn kynna sína fjórðu ljóðabók Götuljóð og lesa nokkur ljóð. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúrar.
 • Kl. 19:00 - 22:00

  Opin vinnustofa hjá Helgu Láru

  Staðsetning: Studio 33, Hólagötu 33 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður Helga Lára Haraldsdóttir myndlistarkona með opna vinnustofu í Studio33 . Hólagötu 33. 260 Reykjanesbær
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Sundlaugarpartý!!

  Staðsetning: Sundmiðstöð Sunnubraut

  Flokkur: Börn

  Sundmiðstöð Reykjanesbæjar býður öllum krökkum í 5.-10. bekk í sundlaugarpartý í tilefni Ljósanætur. Það verður DJ á staðnum sem sér um að halda uppi dúndur stemningu í lauginni. Allir að mæta og hafa gaman. Krakkar í 5.-7. bekk, um að gera að taka sundfötin með á Ljósanæturdiskóið í Fjörheimum og skella sér að því loknu í meira fjör í lauginni. Hvernig væri að hvetja bekkjarsytkinin til að mæta saman? Höfum gaman saman!
 • Kl. 19:00 - 22:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagsins.
 • Kl. 20:00 - 01:00

  Ljósanótt á Kaffi Duus 2017

  Staðsetning: Kaffi Duus Duusgata10

  Flokkur: Tónlist

  Hlynur Snær Trúbador slær á létta strengi í Tjaldi við Kaffi Duus. Kaffi Duus Kvöldseðill inná Kaffi Duus.
 • Kl. 20:00 - 21:00

  Hjólbörutónleikar

  Staðsetning: Keflavíkurkirkja

  Flokkur: Tónlist

  Hinir sívinsælu Hjólbörutónleikar verða á sínum stað á Ljósanótt í ár en þar munu gleðigjafarnir Arnór B. Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og Kjartan Már Kjartansson bregða á leik og taka við óskalögum tónleikagesta. Flutt verða lög af 100 laga lista samkvæmt óskum tónleikagesta og má því segja að efnisskráin verði til á staðnum. Hvert lag hefur númer og sá sem galar hæst getur átt von á því að fá lagið sitt flutt. Það verður fróðlegt að sjá hvaða lög fá flest atkvæði tónleikagesta. Miðaverð er kr. 1.500 og fer miðasala fram við innganginn.
 • Kl. 21:00 - 01:00

  Tósi&Ingólfs Útgáfutónleikar ásamt Kíló á Paddy's - Ljósanótt

  Staðsetning: Paddy's Irish Pub - Keflavík Hafnargata 38

  Flokkur: Tónlist

  Fyrir akkúrat ári síðan ákváðu strákarnir Tósi&Ingólfs, með tveggja vikna fyrirvara, að henda í smáskífuna "Fuck The Game Up" og spila hana live á eftirsóttasta bar Keflavíkur. Nú eru strákarnir búnir að klára aðra smáskífu með akkúrat sama fyrirvara og ætla þeir að spila hana live fimmtudaginn 31. ágúst á Paddy's. Með þeim í liði er Ethorio á trommum og John Atomic Thunderlungs á saxophone. Tónlistarstefnan á seinustu plötu var mest allt dankass Hiphop taktar. Núna í ár verður flest allt spilað á accoustic hljóðfæri og er stefna plötunar allt frá Funk, R&B, Jersey Club yfir í Hiphop. Þetta er kvöld sem má alls ekki fara framhjá neinum tónlistaráhugarmanni, þar sem þessi plata verður örugglega bara spiluð einu sinni live. Einn besti rappari landsins ætlar að kíkja við og starta kvöldinu. Kiló er er rísandi stjarna í íslenskri tónlist og ein af vinsælustu Snapchat-stjörnum landsins. Þann 10. ágúst kom út fyrsta platan hans, „White Boy of the Year“. Kiló ætlar að kikja við og hita upp fyrir strákana. Tósi&Ingólfs verða svo með b2b dj set þanga til húsið lokar. -1000kr inn.
 • Kl. 22:00 - 01:00

  Konukvöld með Eyjólfi Kristjánssyni á Ránni

  Staðsetning: Veittingarhúsið Ráin

  Flokkur: Tónlist

  Hinn eini sanni Eyjólfur Kristjánsson mun halda konukvöld á Ránni fimmtudaginn 31. Ágúst. Eyfi er einn af okkar bestu söngvaskáldum og eftir Eyfa liggja fjölmargir smellir, sem slegið hafa í gegn og má þar t.d. nefna "Ég lifi í draumi", Álfheiður Björk", "Danska lagið", "Nína", "Ástarævintýri ( á Vetrarbraut )", "Allt búið", "Dagar", "Góða ferð", "Breyskur maður" og mörg fleiri. Koppaberg kynning og skemmtileg tilboð. Frítt inn fyrir konur en 1000kr fyrir karla

Dagskrá föstudaginn

 • Kl. 00:00

  The Night of Lights

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  As the bright nights of summer give way to the shorter days of autumn, the first Saturday of September sees the staging of the highly popular Night of Lights, Reykjanes family and cultural festival. Now a fixed event in Iceland's cultural calendar, the event, which despite its name is now staged over four days from Thursday to Sunday, offers guests a taste of the very best in local culture, culminating in a spectacular fireworks display. An ever-growing celebration of local culture the Night of Lights offers something for everyone, ranging from art, theatre and music performed by groups and individuals, to a spectacular finale under a blaze of fireworks. This is the official website for the festival and it provides information about all events as well as practical information. Highlights: 31 August, 10:30, Opening ceremony, Myllubakkaskoli, Sólvallagata. 31 August, 18:00, Art Exhibitions opening, Duus Museum and all over town. 01 Sept, 19:00, Free traditional Icelandic meat soup and music, The marina at Duusgata. 02 Sept, 13:30, Árgangangan/Parade, Hafnargata/downtown. 02 Sept, 20:30, Outdoor live concert, Hafnargata, main stage. 02 Sept, 22:15, Fireworks, Hafnargata/downtown. Further information available at ljosanott@ljosanott.is
 • Kl. 00:00

  Hundasúrur á Ljósanótt

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Hundasúrur á Ljósanótt er listsýning barnanna á Vesturbergi. Listaverk sem framleidd voru í Pakkhúsinu okkar af börnunum á Vesturbergi. Sýningin í K-sport er haldin í sjötta skiptið og er alltaf jafn mikil spenna að skoða í gluggann á Hafnargötu 29.
 • Kl. 00:00

  Ljósberar á Ljósanótt

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við strandlengjuna í innri Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Sýning á listaverkum elstu barna á Holti þar sem unnið hefur verið með liti, ljós og gegnsæi. Ljósberarnir eru skemmtilegar fígúrur þar sem barnið hefur fengið tækifæri til að láta ímyndunaraflið ráða för.
 • Kl. 07:00 - 09:00

  Morgunsund gefur gull í mund Óvænt uppákoma!

  Staðsetning: Sundmiðstöð við Sunnubraut

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Óvænt uppákoma verður í Sundmiðstöðinni á föstudagsmorgni Ljósanætur fyrir hina hressu morgunhana sem þangað mæta. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því.
 • Kl. 08:00 - 24:00

  Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Með mikilli eftirvæntingu leggjum við upp í átjándu Ljósanóttina, dagana 30. ágúst – 3. september 2017. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum viðburðum frá miðvikudegi til sunnudags og í ár verður engin undantekning frá því. Hefð hefur skapast fyrir þjófstarti á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötuna með dúndurtilboðum og almennum skemmtilegheitum. Sama kvöld er frumsýning á tónleikunum Með blik í auga í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þar sem tónlistarsagan er rakin með skemmtilegum hætti. Formleg setning er á fimmtudeginum með þátttöku allra grunnskólabarna bæjarins auk elstu barna leikskólans. Seinnipartinn opna listsýningar í Duus Safnahúsum og í framhaldi um allan bæ með tilheyrandi stemningu. Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus Safnahús og þá er öllum gestum hátíðarinnar boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Þetta kvöld eru líka heimatónleikar í gamla bænum og unglingaball auk ýmissa annarra uppákoma. Á laugardeginum rís hátíðin hæst. Dagurinn er pakkaður. Árgangagöngunni má enginn missa af. Að henni lokinni er standandi dagskrá og nóg um að vera fyrir börn og fullorðna m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði og tónleikadagskrá í Duus Safnahúsum. Um kvöldið eru stórtónleikar á útisviði og botninn sleginn í dagskrána með björtustu flugeldasýningu landsins. Á sunnudag eru allar sýningar opnar og sömuleiðis sölutjöld og tívolítæki og síðasti séns fyrir fólk að sjá allt það sem það hefur ekki komist yfir alla helgina. Alla dagskrá er að finna í tímaröð á þessari vefsíðu og eins er hægt að leita að einstökum viðburðum eftir leitarorðum. Dagskráin birtist hér á vefnum eftir því sem hún tekur á sig mynd. Þátttakendur skrá sjálfir sína viðburði inn á vefinn. Þeir sem standa fyrir viðburðum skrá viðburðinn ásamt ljósmynd beint á síðuna. Það gera þeir með því að smella á flipann "Skrá viðburð" í appelsínugulu stikunni efst til hægri á síðunni. Ef skráning hefur tekist fær viðkomandi skilaboðin "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn er þá yfirfarinn og samþykktur á vefinn. Ef viðkomandi fær ekki þessi skilaboð hefur skráning ekki tekist og þá þarf að yfirfara skráninguna betur og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar vantar. Á síðunni ljosanott.is er einnig hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar með því að smella á flipann "Valmynd" efst í hægra horni. Þá birtast upplýsingar um: - sölupláss á Ljósanótt - stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna - strætó - salerni - ljósanæturfána o.fl. Umsjón með allri sölu á svæðinu hefur Karfan, ungmennaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, og er allar upplýsingar um sölu að finna hér á vefnum undir valmynd/sölupláss á Ljósanótt. Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar s. 421 6700.
 • Kl. 09:00 - 21:00

  Litla ljósmynda- sýningin

  Staðsetning: SoHo - Hrannargata 6 - 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar myndir frá Reykjanesi sem minna á okkar á haustið og veturinn sem koma einn daginn eins og þruma úr heiðskíru :)
 • Kl. 10:00 - 22:00

  Ljósanætur- siglingar

  Staðsetning: Grófin

  Flokkur: Almennt

  Whale Watching Reykjanes ætlar að vera með siglingar á Ljósanótt. Föstudag, laugardag og sunnudag klukkan 10.00 - 12.00 - 14.00 - 16.00, 18.00 - eftir siglinguna kl 18 fylgjum við eftirspurn Ath kl 21.45 á laugardaginn er farið út fyrir flugeldasýningu. 4500kr á mann, frítt fyrir börn undir 12 ára í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Eins og undanfarin ár verð ég með skartið mitt til sýnis og sölu í Gallerí Keflavík á Ljósanótt. Hlakka til að sjá ykkur . Kveðja Maja
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Ljósanæturtilboð og kvöldopnun í verslunum og veitingahúsum

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Kvöldopnun í verslunum á Hafnargötunni. Opið til klukkan 22 frá miðvikudegi til laugardags. Opið frá klukkan 13-18 á sunnudegi. Frábær Ljósanæturtilboð, léttar veitingar og góð stemming.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja. Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má finna ýmsan varning tengdan rokksögunni s.s. ævisögur um íslenska tónlistarmenn, bækur sem rekja sögu tónlistar á Íslandi, geisladiska, vínylplötur, íslenskar heimildarmyndir um tónlist, varning frá Sigur Rós, Björk, Of Monsters and Men, Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni og mörgum fleiri, trommukjuða, gítarstrengi, gítarneglur, gítarsnúrur, heyrnartól, hátalara og svo auðvitað vinsælustu vöruna okkar - boli sem eru merktir Rokksafni Íslands - og margt margt fleira. Við mælum eindregið með heimsókn í Rokk-búðina. Á Rokksafni Íslands hafa verið settar upp tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, þá Björgvin Halldórsson og Pál Óskar Hjálmtýsson. ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD um Björgvin Halldórsson Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar stóð yfir í tæpt ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta! EINKASAFN POPPSTJÖRNU um Pál Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin „Einkasafn poppstjörnu“ sterkur vitnisburður um það. Á meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". AÐGANGSEYRIR á Rokksafn Íslands : 1500 kr. OPNUNARTÍMI :11-18 alla daga. Aðgangseyrir fyrir eldri borgara/öryrkja: 1200 kr. Frítt er fyrir 16 ára & yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Próf / Tests

  Staðsetning: Duus Safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi. Málverkin bera því heiti þess mánaðar og árs sem hvert þungunarpróf var tekið, allt frá febrúar 2012 til októbers 2016. Verkin eru persónuleg en um leið lýsa þau reynsluheimi margra. Sýningin Próf/Tests er fyrst og fremst hugsuð til að finna tilfinningum og erfiðri reynslu farveg og í leiðinni vekja athygli á málefnum sem varða ófrjósemi í formi myndlistar."
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Blossi

  Staðsetning: Duus Safnahús, Bíósalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Blossi verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa hefur áður málað myndir út frá ljóðum úr bókum Antons en málverkin á þessari sýningu urðu til eftir að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum undirtóni. Efniviðinn í málverkin hefur Sossa sótt í ljóð eftir Anton sem fæst hafa komið fyrir augu annarra og sum reyndar orðið til upp úr samstarfi þeirra. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svipuðum blossa. Þannig vilja listamennirnir láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Sýningin stendur til 15. október.
 • Kl. 12:15 - 12:45

  Opin söngstund í Ráðhúsi Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12

  Flokkur: Tónlist

  Nú endurtökum við leikinn. Það var gríðarlega góð stemning í Ráðhúsinu á síðustu Ljósanótt þegar efnt var til opinnar söngstundar fyrir gesti og gangandi. Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu en hann vantar sárlega fleiri hljóðfæraleikara og því hvetjum við alla sem hljóðfæri geta valdið að mæta á staðinn og "djamma" með bæjarstjóranum. Við hin sem ekki getum spilað syngjum með eins og enginn sé morgundagurinn. Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Listasalur: Horfur Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Gryfjan: Einkasýning Elísabetar Ásberg. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfra veröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra." Bíósalur: Blossi Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Stofan: Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Horfur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Listasalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum er boðið upp á einkasýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar sem búsettur er í Höfnum. Helgi (f. 1968) kláraði listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sótti síðan nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Dusseldorf 1991-92, AKI í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum. Helgi rak sýningarrýmið 20 fermetrar um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu. Verk Helga eru í safneign helstu safna hér heima og í eigu safnara og safna erlendis.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Glyttur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Einkasýning listakonunnar og Keflvíkingsins Elísabetar Ásberg verður í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra."
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Bland í poka

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, Hafnargötu 2, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Slökkviliðsminja-safnið

  Staðsetning: Njarðarbraut 3

  Flokkur: Sýningar

  Slökkviliðsminjasafnið segir sögu slökkviliða og slökkviliðsmanna í gegnum tíðina. Slökkviliðsstarfið er talið eitt það hættulegasta á friðartímum og búnaðurinn sem slökkviliðsmenn höfðu var varla til þess að hrópa húrra fyrir en búnaðurinn er allur til og er á safninu. Allt frá minnstu verkfærum til stórra slökkvibíla. Slökkviliðshundurinn mætir á svæðið og heilsar upp á krakkana.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Flóamarkaður

  Staðsetning: Hringbraut 108, gamla K-húsið við fótboltavöllinn

  Flokkur: Almennt

  Eitthvað fyrir alla svo endilega komið og kíkjð við. Skart unnið úr steinum sem tíndir hafa verið á Reykjanesskaganum. Antíkmunir, fallegar prjónahúfur, alls kyns fatnaður og svo margt, margt fleirra. Hlökkum til að sjá ykkur.
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Opinn dagur á Hæfingarstöðinni

  Staðsetning: Keilisbraut 755

  Flokkur: Almennt

  Opinn dagur þar sem gestir og gangandi geta heimsótt og kynnt sér starfsemi Hæfingarstöðvarinnar í Reykjanesbæ. Heitt á könnunni og Hæfóbúðin opin þar sem hægt er að versla varning og vörur úr smiðjum Hæfingarstöðvarinnar.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Pastelpaper

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  • Pastelpaper fagnar Ljósanótt • Mætum með pastelfegurðina á Ljósanótt og málum Reykjanesbæ bleikan. Okkur langar að bjóða ykkur að fagna Ljósanótt með okkur, það verður gleði, glamúr og jafnvel smá glimmer, léttar veitingar, afslættir, fuglar til sölu og við munum kynna fyrir ykkur æsispennandi Instagram leik. Endilega komið og fagnið með okkur. Pastelkveðjur, Pastelpaper
 • Kl. 13:00 - 18.00

  Flugdýr á flugi.

  Staðsetning: Hafnargata 36

  Flokkur: Sýningar

  Flugdýrin verða til sýnis og sölu á Hafnargötu 36 í húsnæði Tourist in Iceland Booking Center og Happdrætti Háskóla Íslands. Flugdýrin eru búin til úr pappír, perlum, tölum, vír og öllu mögulegu sem höfundi dettur í hug. Sjón er sögu ríkari. Aðeins verður opið fimmtudag frá 18-23, föstudag 13-18 og laugardag 13 -18. Hlakka til að sjá ykkur. Kær kveðja Hildur H.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhúsið

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin í gallerýið okkar á Ljósanótt. Við erum með til sölu fallegt handverk eftir 22 listamenn og fjölbreytt úrval af vöru t.d. leir, ullarpeysur, fugla, perlur, skart, tré, steina, föt, hálsmen, myndir, leðurveski o.fl.
 • Kl. 13:00 - 13:30

  Út úr skápnum! Bókhaldið opnað

  Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12

  Flokkur: Almennt

  Nú ætti engum að þurfa að leiðast lengur því bókhaldsskápur Reykjanesbæjar stendur brátt galopinn. Opið bókhald Reykjanesbæjar verður formlega sett í loftið föstudaginn 1. september kl. 13 í Ráðhúsinu. Öllum er velkomið að líta við og fylgjast með þessum tímamótaviðburði og þiggja kaffisopa í góðum félagsskap.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Fylgjendur og Götuljóð

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargata

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Fylgjendur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð á Ljósanótt í Fischershúsinu. Á sama tíma mun listamaðurinn kynna sína fjórðu ljóðabók Götuljóð og lesa nokkur ljóð. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúrar.
 • Kl. 14:00 - 19:00

  Jóhann Örn - Myndlistasýning

  Staðsetning: Austurgata 12

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Jóhann Örn verður með málverkasýningu á Ljósanótt að Austurgötu 12 (heimili ömmu hans og afa). Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau langflest unnin með olíu á striga.
 • Kl. 15:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagsins.
 • Kl. 15:00 - 16:00

  Tónlistaviðburður í Landsbankanum

  Staðsetning: Krossmói 4a, Reykjanesbæ

  Flokkur: Tónlist

  Föstudaginn 1.september á milli kl. 15:00 - 16:00 mun stórsöngvarinn Arnar Dór Hannesson sjá um að skapa skemmtilega stemningu í afgreiðslu Landsbankans í Reykjanesbæ.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Monro Design - Íslensk fatahönnun

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Íslensk fatahönnun, kjólar, peysur ofl.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Leirameira á Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistamaðurinn Fannar Bergsson (Listamannsnafn: Leirameira) verður með sölusýningu á verkum sínum á Park Inn By Radisson í Keflavík á Ljósanótt. Sýngardagar eru sem hér segir: Fimmtudagur kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00 Komið og skoðið nýjustu verkin hjá Leirameira og kannski finnið þið eitthvað sem er ykkur að skapi. Endilega deilið viðburðinum. :)
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Leðurvörur Spírunnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Leðurvörur Spírunnar verða með leðurvörurnar sínar til sýnis og sölu á Park Inn By Radisson á ljósanótt dagana 31. ágúst til 3. september. Töskur, fatnaður og armbönd og hálsmen úr leðri.
 • Kl. 16:00 - 19:00

  Áheitasjósund sundliðs ÍRB

  Staðsetning: Njarðvíkurhöfn og Keflavíkurhöfn

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Föstudaginn 1. september verður áheitasjósund ÍRB í samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes. Sundið er fyrir alla sundmenn í Framtíðar- og Afrekshópi sem eru fædd 2004 eða fyrr. Synt verður frá Njarðvíkurbryggju og komið að landi við Keflavíkurbryggju. Sundmenn mæta á Njarðvíkurbryggju kl. 16 og þaðan verður siglt út að grjótgarðinum við Víkingaheima þaðan sem sundið hefst.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Kynning á nýjum vörum geoSilica

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  geoSilica hefur nú þróað þrjár nýjar vörur þar sem kísill er í aðalhlutverki, auk annarra steinefna. Um er að ræða Renew, Repair og Recover sem hafa mismunandi virkni. Renew er ætlað fyrir fyrir húð, hár og neglur en það inniheldur kísil, sink og kopar. Recover hefur góð áhrif á vöðva og taugakerfið en auk kísils er það magnesíumríkt. Það hentar því vel fyrir fólk sem hreyfir sig mikið og er gott gegn vöðvakrampa. Repair er hugsað fyrir liðina og beinin en það innheldur kísil og mangan. Nýju vörurnar frá geoSilica: Renew, Repair og Recover eru allar í vökvaformi og bragðist líkt og vatn, sem mörgum finnst mikill kostur en aðeins þarf að taka eina matskeið á dag. geoSilica mun vera með kynningarafslátt alla Ljósanótt, ekki láta þetta fram hjá þér fara.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  SkinBoss íslenskar húðvörur

  Staðsetning: Park Inn by Radisson hafnargötu

  Flokkur: Almennt

  Kynning á SkinBoss verðlauna húðvörum sem eru framleiddar í Keflavík. Frábær tilboð og nýjung í boði. •Kaffiskrúbburinn okkar er nýsköpun en hann er 24 stunda formúla sá eini sinnar tegundar, einnig hlaut SkinBoss nýsköpunarstyrk og Gullstjörnuna í Snyrtivöruverðlaunum Hjá Nýtt Líf. •Það verður einnig veglegt happdrætti.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna olíuverk sem flest eru unnin á þessu ári. Opnunartímar: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 16:00 - 21:00

  GUPdesign

  Staðsetning: Park inn by Radisson

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Nú eins og undanfarin ár verð ég á Ljósanótt með fatnað fyrir konur á öllum aldri sem ég hanna og sauma. Alltaf með eitthvað nýtt og tilboð á Ljósanótt. Endilega kíkið á okkur á Park Inn By Radisson
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Allt að gerast á Park Inn By Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Park Inn by Radisson Keflavík býður til myndlistar- og hönnunarveislu á Ljósanótt, Meðal þeirra sem taka þátt: Alrún Nordic Design - https://www.facebook.com/AlrunNordicDesign/ Bambaloo - Icelandic Design https://www.facebook.com/bambalooiceland/ Bath & Body mosó - https://www.facebook.com/bathandbodymoso/ Engilberts-hönnun ehf - https://www.facebook.com/engilbertshonnun/ Fjóla Jóns og Trausti Trausta - myndlistarsýning https://www.facebook.com/wild.art.iceland Fluga design https://m.facebook.com/Fluga-Design-260168495169/ geoSilica Iceland - https://www.facebook.com/geoSilica Gola & glóra https://www.facebook.com/golaglora/ Leira meira - https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/ Leðurvörur Spírunnar - https://www.facebook.com/Le%C3%B0urv%C3%B6rur-Sp%C3%ADrunnar-101409313302399/ Mýr - https://www.facebook.com/myrdesigniceland/ Nadine glerperlur https://www.facebook.com/NadineGlerperlur/ SKINBOSS - https://www.facebook.com/skinboss.is/ Taramar https://www.facebook.com/absolutelysafe/?fref=ts Tíra reflective accessories https://www.facebook.com/T%C3%8DRA-reflective-accessories-203304993813/ Opnunartímar á sýningum verða eftirfarandi: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Brot úr Skúmaskoti

  Staðsetning: Park Inn By Radisson, Hafnargata 57.

  Flokkur: Sýningar

  Fluga design, Gola & Glóra, Tíra reflective accessories og Nadine glerperlur kynna vörur sýnar.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  Bambaloo Icelandic Design

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Bambaloo Icelandic Design verður staðsett á Park Inn by Radisson með hálsfestar fyrir auðkenniskort eða lykla, alls konar fallegar hálsfestar og armbönd og lyklakippur. Séstakt Ljósanæturtilboð verður á öllum vörum.
 • Kl. 16:00 - 21:00

  RYK Íslensk hönnun

  Staðsetning: Hafnargata 26, kjallari (fyrir neðan kaffihúsið)

  Flokkur: Almennt

  Glæsilegur og praktískur kvenfatnaður fyrir öll tilefni. Hannað og framleitt í vinnustofu RYK í Kópavogi. RYK hefur verið með verslun á höfuðborgarsvæðinu í um 10 ár. Verslunina má finna að Bæjarlind 1-3 Kópavogi.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Sýningar opnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Flestar sýningar opnar í dag. Eruð þið búin að sjá: - Litlu ljósmyndasýninguna á Soho - Sýningarnar í Fischershúsi - Sýningarnar í Duus Safnahúsum, Fríða Dís með leiðsögn kl. 14. - Sýningarnar á Park Inn by Radisson -Sýninguna Playing with my Paint hjá Siggu Dís í Oddfellow - Vinnustofuna hjá Línu Rut á Vallargötunni - Vinnustofuna hjá Sossu. - Sýningun hjá Böggu - Sýninguna hjá Ljósopi í gamla byggðasafninu á Vatnsnesi - Sýningu myndlistarfélagsins í Svarta pakkhúsinu - Vinnustofuna svo margt fallegt hjá Kristínu Sæm og margt fleira. Upplýsingar um þessar sýningar eru hér á síðunni.
 • Kl. 17:00 - 20:00

  Sýning á flugmódelum í Reykjaneshöll

  Staðsetning: Reykjaneshöll við Krossmóa

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Flugmódelfélag Suðurnesja kynnir ! Flugmódelfélag Suðurnesja verður með opið hús í Reykjaneshöllinni föstudaginn 2. september frá kl. 17:00 til 20:00. Þar munu félagar í FMS fljúga inniflug og stærsta flugmódel landsins verður til sýnis.
 • Kl. 17.00 - 22.00

  Playing with my paint - Sigga Dís

  Staðsetning: Oddfellowhúsinu, Grófinni 6, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Ljósanætursýningunni minni í Oddfellowhúsinu, Reykjanesbæ. Sýningin opnar kl. 17.00 á föstudeginum og stendur yfir helgina. Kær kveðja, Sigga Dis
 • Kl. 17:00 - 23:00

  Opin vinnustofa hjá Helgu Láru

  Staðsetning: Studio 33, Hólagötu 33 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður Helga Lára Haraldsdóttir myndlistarkona með opna vinnustofu í Studio33 . Hólagötu 33. 260 Reykjanesbær
 • Kl. 17:00 - 18:00

  Í körfunni

  Staðsetning: Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar

  Flokkur: Sýningar

  Föstudaginn 1. september opnar sýning um körfuknattleik í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin mun varpa ljósi á þróun meistaraflokka Keflavíkur og Njarðvíkur í karla- og kvennadeild. Körfuknattleikur í Reykjanesbæ á sér langa og glæsta sögu en á sýningunni má sjá búninga frá mörgum tímabilum, skó, myndir og aðra muni sem tengjast félögunum. Einnig er búið að safna saman fréttum, myndum og öðru efni úr fréttablöðum svæðisins. Sýningin opnar föstudaginn 1. september klukkan 17.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin mun standa í 8 vikur eða til og með 31. október 2017.
 • Kl. 17:00 - 21:00

  Opin vinnustofa Svo Margt Fallegt

  Staðsetning: Klapparstígur 9, Keflavík

  Flokkur: Almennt

  Stína hjá Svo Margt Fallegt tekur á móti gestum á vinnustofuni um helgina. Hjá Svo Margt Fallegt er bæði verslun og vinnustofa þar sem gömul húsgögn fá nýtt líf með náttúrulegri gamaldags mjólkurmálningu og þar eru reglulega haldin námskeið fyrir áhugasama milk paint málara.
 • Kl. 18:15 - 20:30

  Tónleikar í tjaldi á Íshússtíg 7

  Staðsetning: Íshússtígur 7

  Flokkur: Tónlist

  Það verður slegið í létta tónleika í stóru samkomutjaldi í garðinum að íshússtíg 7 föstudaginn 1. september á Ljósanótt. Það verða 3 bönd sem munu leika listir sínar, frumsamið og ábreiður í bland. Böndin 3 eru: Iceland Express Kylja Shitzam
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Málverkasýning Böggu

  Staðsetning: Hafnargata 27 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Bagga verður með málverkasýningu á nýju Hárfaktory stofunni að Hafnargötu 27 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Flóðey

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  - Flóðey á Ljósanótt - Listsýning á hringverkum eftir Drífu Reynisd. Verkin eru engu öðru lík, hvert verk er einstakt og aldrei endurskapað. Endilega komið og kíkið við. Hlakka til að sjá ykkur! -Drífa
 • Kl. 18:00 - 21:00

  Boxkvöld Ljósanótt

  Staðsetning: Boxhöllin, gamla sundhöllin við Framnesveg

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir Veitingar

  Föstudaginn 1. september mun HFR halda upp á Ljósanótt með öllum helstu hnefaleikafélögum landsins. Hið árlega Boxkvöld verður haldið í Boxhöll bæjarins, gamla sundhöllin við Framnesveg. Um er að ræða bardaga án höfuðbúnaðar, í stíl við íþróttina í dag. Fyrir hönd bæjarins keppa Margrét Guðrún Svavarsdóttir, Helgi Rafn Guðmundsson, Magnús Marcin Jarzębowicz og Björn Björnsson. Ekki missa af stærsta boxviðburði ársins.
 • Kl. 19:30 - 21:30

  Bryggjuball

  Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf

  Flokkur: Almennt Tónlist

  Á föstudagskvöldi Ljósanætur slær ISAVIA upp Bryggjuballi á smábátahöfninni. Þar verður boðið upp á tónlistardagskrá sem fólk getur dillað sér við og sungið með. Dagskráin er að mestu skipuð heimfólki en við bjóðum velkominn í þann frábæra hóp ofurtöffarann Eyþór Inga. Ekki amalegt að njóta með skál af heitri kjötsúpu frá Skólamat til að ylja sér við. Fram koma: Bæjarstjórnarbandið sem slegið hefur rækilega í gegn á undanförnum hátíðum Eyþór Ingi (the one and only!) Einar Örn sem er ungur heimamaður Föruneytið sem er skipað snillingunum Hlyni Vals, Pálmari Guðmunds, Ólafi Þór og Óla Þetta verður skemmtilegt!

 • Kl. 19:30 - 23:00

  Pílukastmót

  Staðsetning: Hrannargata 6 (Aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar)

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Pílukastmót verður haldið föstudaginn 1. september kl 19:30 (skráning til kl 19.00). Keppt verður í 501 einmenning, fyrst riðla og svo útsláttur. Glæsilegur farandbikar og verðlaun fyrir 1. – 4. sætið. Keppnisgjald er 2.500 kr. Skráning er í síma 660-8172 eða 865-4903 eða á staðnum til kl 19:00.
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Lina Rut, vinnustofa.

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ. (Gamli Grágás)

  Flokkur: Sýningar

  Málverk, skúlptúr og hönnun.
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Kjötsúpa í boði Skólamatar

  Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjusönginn

  Flokkur: Veitingar

  Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir!

 • Kl. 20:00 - 03:30

  Valdimar á Paddy's

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist

  Óskabörn Keflavíkur, Valdimar, halda heim á slóðir og troða upp á Paddy's eins og forðum daga. Þegar þeir ljúka sér af tekur enginn annar en Dj KGB við og heldur fólki við efnið út nóttina. Húsið opnar kl. 20:00 fyrir þá sem eru þyrstir og vilja tryggja sér einhver sæti, annars verður þetta mikið standandi fjör. Tónleikar hefjast um kl. 22:00. Miðaverð er 2.900kr og einungist selt við hurð.
 • Kl. 20:00 - 23:00

  Ljósanæturball fyrir 8. - 10. bekk í Stapa

  Staðsetning: Stapinn

  Flokkur: Börn Íþróttir & tómstundir Tónlist

  Unglingaball í Stapa ! Fjörheimar kynna, Ljósanæturball í Stapa föstudaginn 1. september frá kl 20.00 – 23.00. 8. – 10. bekkur velkominn. Áttan, Herra hnetusmjör, Chase, Jói Pé og Óli Geir leika fyrir dansi. Miðaverð í forsölu 1.500 – miðaverð við hurð 2.000 (forsala fer fram í Fjörheimum, Hafnargötu 88 föstudaginn 25. ágúst, mánudaginn 28. ágúst og miðvikudaginn 30.ágúst frá kl 20.00 – 22.00). Nánar á fjorheimar.is
 • Kl. 20:00 - 23:30

  Harmonikuball á Nesvöllum

  Staðsetning: Nesvellir

  Flokkur: Almennt

  Hið árlega harmonikuball Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður á sínum stað á Ljósanótt. Félagar úr félagi Harmonikuunnenda á Suðurnesjum mæta eldhressir og halda uppi fjörinu eins og þeim er einum lagið.
 • Kl. 20:30 - 22:00

  Garðpartý

  Staðsetning: Norðurvöllum 8

  Flokkur: Tónlist

  Garðpartý!Guðlaugur Ómar, Kristín Júl., Bogga Dís og Drífa Kristjáns sjá um söng og gleði allir velkomnir .
 • Kl. 20:00 - 21:00

  Garðtónleikar The Soundation Project

  Staðsetning: Hringbraut 69 í bakgarðinum

  Flokkur: Tónlist

  Þá er komið að því :) Ljósanæturtónleikum The Soundation Project sem verða vonandi árlegur viðburður hjá okkur. Tónleikarnir verða í portinu fyrir aftan hús og er hægt að ganga inn frá Melteigi, og það er frítt á þá :) Þó er valmöguleiki að styrkja okkur þar sem við erum að safna fyrir upptökum á lögum. Hlökkum til að sjá ykkur.
 • Kl. 21:00 - 23:00

  Heima í gamla bænum

  Staðsetning: Gamli bærinn og nágrenni

  Flokkur: Tónlist

  Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir heimatónleikum í gamla bænum í Keflavík á Ljósanótt þar sem íbúar bjóða fólki heim í tónleikaveislu. Sjö hljómsveitir leika í fimm húsum í gamla bænum og nágrenni í Keflavík. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið a.m.k tvo tónleika eða gengið á milli og fengið brot af öllu. Fram koma þessir listamenn: Par-ðar Jónína Aradóttir Bjartmar Guðlaugsson Már, Geir Ólafsson og Kristján Jóhannsson Jón Jónsson Pandóra Ofris Stebbi og Eyfi Gestir fá armband til að rölta á milli húsa og kort af svæðinu í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar á opnunartíma. Frekari upplýsingar veitir Guðný Kristjánsdóttir í síma 806 1006. Samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna eru; Reykjanesbær, Isavia , K. Steinarsson, Beint úr sjó, Íslandsbanki og Hótel Berg. Miðasala á tix.is
 • Kl. 23:55 - 04:00

  Hip Hop kvöld á Center

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Tónlist

  Föstudaginn 1. september munu koma fram á Center heimamaðurinn Kilo á samt Alexander Jarl og mun BLK PRTY sjá um að þeyta skífum. 18 ára aldurstakmark. 1000.kr inn
 • Kl. 23:55 - 04:00

  Champagne Showers á H30

  Staðsetning: Hafnargata 30

  Flokkur: Tónlist

  Champagne Showers kvöld á H30 í samstarfi við Bel Aire. Fram koma BS Tempo og DJ Hilmar sem munu sjá til þess að allir skemmti sér konunglega. 18 ára aldurstakmark. 1000.kr inn
 • Kl. 23:00 - 03:00

  Ljósanótt á Kaffi Duus 2017

  Staðsetning: Kaffi Duus Duusgata10

  Flokkur: Tónlist

  Feðgarnir spila í tjaldi við kaffi Duus. Hljómsveitin KRÓM með ball inná Kaffi Duus. Frítt inn
 • Kl. 23:00 - 02:00

  Hljómsveitin Feðgarnir

  Staðsetning: Tjaldið Kaffi DUUS

  Flokkur: Tónlist

  Hljómsveitin Feðgarnir Föstudaginn 1. september og laugardaginn 2. september. Tjaldinu við Kaffi Duus
 • Kl. 24:00 - 03:00

  Júdasar ballið

  Staðsetning: Ráin

  Flokkur: Tónlist

  Nú er föstudagsballið með JÚDAS orðin hefð hjá öllum fullorðnum Keflvíkingum. Ef þú hefur ekki áður komist á þetta stuðball - skalltu í guðana bænum ekki missa af því núna. Forsala á miðum á 2000 kall stykkið á Ránni, engin verðbólga þar. Bræðrabandið og hin frábæra Stefanía Svavarsdóttir verða líka í stuði á sviðinu.

Dagskrá laugardaginn

 • Kl. 00:00

  Ljósberar á Ljósanótt

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við strandlengjuna í innri Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Sýning á listaverkum elstu barna á Holti þar sem unnið hefur verið með liti, ljós og gegnsæi. Ljósberarnir eru skemmtilegar fígúrur þar sem barnið hefur fengið tækifæri til að láta ímyndunaraflið ráða för.
 • Kl. 00:00

  The Night of Lights

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  As the bright nights of summer give way to the shorter days of autumn, the first Saturday of September sees the staging of the highly popular Night of Lights, Reykjanes family and cultural festival. Now a fixed event in Iceland's cultural calendar, the event, which despite its name is now staged over four days from Thursday to Sunday, offers guests a taste of the very best in local culture, culminating in a spectacular fireworks display. An ever-growing celebration of local culture the Night of Lights offers something for everyone, ranging from art, theatre and music performed by groups and individuals, to a spectacular finale under a blaze of fireworks. This is the official website for the festival and it provides information about all events as well as practical information. Highlights: 31 August, 10:30, Opening ceremony, Myllubakkaskoli, Sólvallagata. 31 August, 18:00, Art Exhibitions opening, Duus Museum and all over town. 01 Sept, 19:00, Free traditional Icelandic meat soup and music, The marina at Duusgata. 02 Sept, 13:30, Árgangangan/Parade, Hafnargata/downtown. 02 Sept, 20:30, Outdoor live concert, Hafnargata, main stage. 02 Sept, 22:15, Fireworks, Hafnargata/downtown. Further information available at ljosanott@ljosanott.is
 • Kl. 00:00

  Hundasúrur á Ljósanótt

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Hundasúrur á Ljósanótt er listsýning barnanna á Vesturbergi. Listaverk sem framleidd voru í Pakkhúsinu okkar af börnunum á Vesturbergi. Sýningin í K-sport er haldin í sjötta skiptið og er alltaf jafn mikil spenna að skoða í gluggann á Hafnargötu 29.
 • Kl. 08:00 - 24:00

  Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Með mikilli eftirvæntingu leggjum við upp í átjándu Ljósanóttina, dagana 30. ágúst – 3. september 2017. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum viðburðum frá miðvikudegi til sunnudags og í ár verður engin undantekning frá því. Hefð hefur skapast fyrir þjófstarti á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötuna með dúndurtilboðum og almennum skemmtilegheitum. Sama kvöld er frumsýning á tónleikunum Með blik í auga í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þar sem tónlistarsagan er rakin með skemmtilegum hætti. Formleg setning er á fimmtudeginum með þátttöku allra grunnskólabarna bæjarins auk elstu barna leikskólans. Seinnipartinn opna listsýningar í Duus Safnahúsum og í framhaldi um allan bæ með tilheyrandi stemningu. Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus Safnahús og þá er öllum gestum hátíðarinnar boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Þetta kvöld eru líka heimatónleikar í gamla bænum og unglingaball auk ýmissa annarra uppákoma. Á laugardeginum rís hátíðin hæst. Dagurinn er pakkaður. Árgangagöngunni má enginn missa af. Að henni lokinni er standandi dagskrá og nóg um að vera fyrir börn og fullorðna m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði og tónleikadagskrá í Duus Safnahúsum. Um kvöldið eru stórtónleikar á útisviði og botninn sleginn í dagskrána með björtustu flugeldasýningu landsins. Á sunnudag eru allar sýningar opnar og sömuleiðis sölutjöld og tívolítæki og síðasti séns fyrir fólk að sjá allt það sem það hefur ekki komist yfir alla helgina. Alla dagskrá er að finna í tímaröð á þessari vefsíðu og eins er hægt að leita að einstökum viðburðum eftir leitarorðum. Dagskráin birtist hér á vefnum eftir því sem hún tekur á sig mynd. Þátttakendur skrá sjálfir sína viðburði inn á vefinn. Þeir sem standa fyrir viðburðum skrá viðburðinn ásamt ljósmynd beint á síðuna. Það gera þeir með því að smella á flipann "Skrá viðburð" í appelsínugulu stikunni efst til hægri á síðunni. Ef skráning hefur tekist fær viðkomandi skilaboðin "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn er þá yfirfarinn og samþykktur á vefinn. Ef viðkomandi fær ekki þessi skilaboð hefur skráning ekki tekist og þá þarf að yfirfara skráninguna betur og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar vantar. Á síðunni ljosanott.is er einnig hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar með því að smella á flipann "Valmynd" efst í hægra horni. Þá birtast upplýsingar um: - sölupláss á Ljósanótt - stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna - strætó - salerni - ljósanæturfána o.fl. Umsjón með allri sölu á svæðinu hefur Karfan, ungmennaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, og er allar upplýsingar um sölu að finna hér á vefnum undir valmynd/sölupláss á Ljósanótt. Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar s. 421 6700.
 • Kl. 09:00 - 21:00

  Litla ljósmynda- sýningin

  Staðsetning: SoHo - Hrannargata 6 - 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar myndir frá Reykjanesi sem minna á okkar á haustið og veturinn sem koma einn daginn eins og þruma úr heiðskíru :)
 • Kl. 10:00 - 13:00

  Morgunverðar- hlaðborð körfuknattleiks- deildar

  Staðsetning: TM höllin Sunnubraut

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir Veitingar

  Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða uppá morgunverðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00 í TM-Höllinni (Íþróttahúsinu við Sunnubraut). Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Verð 2.000 kr.
 • Kl. 10:00 - 22:00

  Ljósanætur- siglingar

  Staðsetning: Grófin

  Flokkur: Almennt

  Whale Watching Reykjanes ætlar að vera með siglingar á Ljósanótt. Föstudag, laugardag og sunnudag klukkan 10.00 - 12.00 - 14.00 - 16.00, 18.00 - eftir siglinguna kl 18 fylgjum við eftirspurn Ath kl 21.45 á laugardaginn er farið út fyrir flugeldasýningu. 4500kr á mann, frítt fyrir börn undir 12 ára í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 10:30 - 11:30

  Söngvaborg í Stapa

  Staðsetning: Stapi Hljómahöll

  Flokkur: Börn

  Hvaða börn þekkja ekki Söngvaborg og elska að dilla sér og dansa við hana? Þau Sigga, María og Björgvin mæta eldhress í Stapann í Hljómahöll og skemmta börnunum eins og þeim er einum lagið. Viðburðurinn verður haldinn að morgni laugardags þegar allir krakkar eru kátir og hressir og tilbúnir í daginn. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
 • Kl. 10:30 - 17:00

  Barna- og fjölskyldudagskrá

  Staðsetning: Stapi, hátíðarsvæði, Skessuhellir

  Flokkur: Börn

  Á Ljósanótt verður boðið upp á glæsilega dagskrá fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Kl. 10:30 í Stapa. Söngvaborg. Sigga, María og Björgvin skemmta börnunum eins og þeim er einum lagið. Skessuhellir Kl. 14:30 - 17:00 Skessan býður í rjúkandi lummur Smábátahöfnin Kl. 15:00 BMX brós með reiðhjólalistir Stóra sviðið á hátíðarsvæði í boði Nettó Kl. 14:50 Bryn Ballett Akademían Kl. 15:00 Bíbí og Björgvin syngja töfrandi lög ævintýranna Kl. 15:30 Sirkus Íslands með stórkostleg atriði og loftfimleika Kl. 16:00 Danskompaní Kl. 16:15 Diskótekið Dísa með barnaball og glaðning frá Freyju Kl. 17:00 Taekwondo
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Eins og undanfarin ár verð ég með skartið mitt til sýnis og sölu í Gallerí Keflavík á Ljósanótt. Hlakka til að sjá ykkur . Kveðja Maja
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Ljósanæturtilboð og kvöldopnun í verslunum og veitingahúsum

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Kvöldopnun í verslunum á Hafnargötunni. Opið til klukkan 22 frá miðvikudegi til laugardags. Opið frá klukkan 13-18 á sunnudegi. Frábær Ljósanæturtilboð, léttar veitingar og góð stemming.
 • Kl. 11:00 - 17:00

  Í körfunni

  Staðsetning: Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar

  Flokkur: Sýningar

  Föstudaginn 1. september opnar sýning um körfuknattleik í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin mun varpa ljósi á þróun meistaraflokka Keflavíkur og Njarðvíkur í karla- og kvennadeild. Körfuknattleikur í Reykjanesbæ á sér langa og glæsta sögu en á sýningunni má sjá búninga frá mörgum tímabilum, skó, myndir og aðra muni sem tengjast félögunum. Einnig er búið að safna saman fréttum, myndum og öðru efni úr fréttablöðum svæðisins. Sýningin opnar föstudaginn 1. september klukkan 17.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin mun standa í 8 vikur eða til og með 31. október 2017.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja. Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má finna ýmsan varning tengdan rokksögunni s.s. ævisögur um íslenska tónlistarmenn, bækur sem rekja sögu tónlistar á Íslandi, geisladiska, vínylplötur, íslenskar heimildarmyndir um tónlist, varning frá Sigur Rós, Björk, Of Monsters and Men, Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni og mörgum fleiri, trommukjuða, gítarstrengi, gítarneglur, gítarsnúrur, heyrnartól, hátalara og svo auðvitað vinsælustu vöruna okkar - boli sem eru merktir Rokksafni Íslands - og margt margt fleira. Við mælum eindregið með heimsókn í Rokk-búðina. Á Rokksafni Íslands hafa verið settar upp tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, þá Björgvin Halldórsson og Pál Óskar Hjálmtýsson. ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD um Björgvin Halldórsson Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar stóð yfir í tæpt ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta! EINKASAFN POPPSTJÖRNU um Pál Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin „Einkasafn poppstjörnu“ sterkur vitnisburður um það. Á meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". AÐGANGSEYRIR á Rokksafn Íslands : 1500 kr. OPNUNARTÍMI :11-18 alla daga. Aðgangseyrir fyrir eldri borgara/öryrkja: 1200 kr. Frítt er fyrir 16 ára & yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:30 - 14:00

  Ljósanætur-brunch Laugardaginn 2. sept 2017

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Veitingar

  Ljósanætur-brunch Laugardaginn 2. sept 2017 - Frá kl 11:30 - 14:00 Súpa & Salatbar Sveppasúpa, salat bar ( blandað salat, klettasalat, gúrkur, tómatar, paprika, ólífur, feta ostur, kotasæla, túnfiskur, salat dressingar, ristaðar hnetur, brauðteningar, nachos, salsa, rifinn ostur) Heimabakað brauð , þeytt smjör og pestó Forréttir Reyktur lax með piparrótarsósu Einiberjagrafinn lax með sinnepssósu Heitreyktur lax með grófkornasinnepi Blandaðir ostar með pylsum, serrano skinku, vínberjum, sultum og kexi Roastbeef með remúlaði, steiktum lauk og súrum gúrkum Heitreykt andabringa með sultuðum rauðlauk Kjúklingaspjót með teryaki og wasabi hnetum Stökkt beikon og eggjahræra Pasta salat með beikon og kjúkling Ítalskar kjötbollur í marinanara sósu Lauksíld og rúgbrauð Aðalréttir Grillað lambalæri með bérnaise sósu Kalkúnabringur með villisveppa sósu Meðlæti Kartöflugratín, kartöflusalat, bakað haustgænmeti, grænar baunir, rauðkál, sætar kartöflur og steiktir sveppir Eftirréttir Skyrmús með haframulning og jarðarberjum, Frönsk súkkulaði kaka Eplakaka Verð. kr. 3.900 á mann Börn yngri en 12 ára kr. 1.950 á mann.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Listasalur: Horfur Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Gryfjan: Einkasýning Elísabetar Ásberg. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfra veröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra." Bíósalur: Blossi Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Stofan: Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi.
 • Kl. 12:00 - 23:00

  Götupartý Ljósanætur

  Staðsetning: Hafnargata 30

  Flokkur: Tónlist

  Glænýr viðburður á Ljósanótt! Götupartý Ljósanætur verður haldið í ár á Tjarnargötu í portinu á mill H30 og verlsunarinnar Bústoð. Þar munu koma fram alls kyns skemmtiatriði og tónlistarmenn. Kl. 12:00 DJ Brattaberg Kl. 13:40 Bryn Ballett Akademían Kl. 15:00 Danskompaní Kl. 15:30 Zumba með Anetu Kl. 16:30 BS Tempo Kl. 19:00 DJ Hilmar Kl. 19:30 Kilo Kl. 20:00 Blkprty Kl. 21-23 DJ Ingólfs
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Flóðey

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  - Flóðey á Ljósanótt - Listsýning á hringverkum eftir Drífu Reynisd. Verkin eru engu öðru lík, hvert verk er einstakt og aldrei endurskapað. Endilega komið og kíkið við. Hlakka til að sjá ykkur! -Drífa
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Próf / Tests

  Staðsetning: Duus Safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi. Málverkin bera því heiti þess mánaðar og árs sem hvert þungunarpróf var tekið, allt frá febrúar 2012 til októbers 2016. Verkin eru persónuleg en um leið lýsa þau reynsluheimi margra. Sýningin Próf/Tests er fyrst og fremst hugsuð til að finna tilfinningum og erfiðri reynslu farveg og í leiðinni vekja athygli á málefnum sem varða ófrjósemi í formi myndlistar."
 • Kl. 12:00 - 17:00

  Mercedes-Benz á Ljósanótt

  Staðsetning: Á planinu fyrir framan Sérleyfisbíla Keflavíkur (SBK)

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin á veglega bílasýningu Mercedes-Benz á Ljósanótt. Sýningin fer fram á planinu hjá Sérleyfisbílum Keflavíkur frá kl. 12-17. Til sýnis verður Marco Polo ferðabíllinn ásamt fjölda glæsilegra bíla frá Mercedes-Benz.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Glyttur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Einkasýning listakonunnar og Keflvíkingsins Elísabetar Ásberg verður í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra."
 • Kl. 12:30 - 14:30

  Diskósúpa Nettó

  Staðsetning: Mót Hafnargötu og Skólavegar (gegnt Georg Hannah)

  Flokkur: Veitingar

  Nettó býður upp á Diskósúpu sem er tilvalið fyrir þátttakendur Árgangagöngunnar að gæða sér á á leið sinni að réttu húsnúmeri. Þetta framtak er liður í átaksverkefni Nettó, Minni sóun, sem miðar að því að vekja landsmenn til umhugsunar um matarsóun, sem er stórt vandamál í heiminum í dag, og hvernig megi sporna við henni. Á Menningarnótt veitti Nettó yfir 1000 skammta af súpu sem í raun hefði ekki átt að verða til miðað við matarsóun Íslendinga. Súpan var gerð úr 150 kílóum af grænmeti sem komið var fram á síðasta söludag eða uppfyllti ekki útlitskröfur auk gífurlegs magns af þurrmat í sama ástandi.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Horfur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Listasalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum er boðið upp á einkasýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar sem búsettur er í Höfnum. Helgi (f. 1968) kláraði listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sótti síðan nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Dusseldorf 1991-92, AKI í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum. Helgi rak sýningarrýmið 20 fermetrar um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu. Verk Helga eru í safneign helstu safna hér heima og í eigu safnara og safna erlendis.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Blossi

  Staðsetning: Duus Safnahús, Bíósalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Blossi verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa hefur áður málað myndir út frá ljóðum úr bókum Antons en málverkin á þessari sýningu urðu til eftir að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum undirtóni. Efniviðinn í málverkin hefur Sossa sótt í ljóð eftir Anton sem fæst hafa komið fyrir augu annarra og sum reyndar orðið til upp úr samstarfi þeirra. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svipuðum blossa. Þannig vilja listamennirnir láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Sýningin stendur til 15. október.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Fylgjendur og Götuljóð

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargata

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Fylgjendur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð á Ljósanótt í Fischershúsinu. Á sama tíma mun listamaðurinn kynna sína fjórðu ljóðabók Götuljóð og lesa nokkur ljóð. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúrar.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Allt að gerast á Park Inn By Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Park Inn by Radisson Keflavík býður til myndlistar- og hönnunarveislu á Ljósanótt, Meðal þeirra sem taka þátt: Alrún Nordic Design - https://www.facebook.com/AlrunNordicDesign/ Bambaloo - Icelandic Design https://www.facebook.com/bambalooiceland/ Bath & Body mosó - https://www.facebook.com/bathandbodymoso/ Engilberts-hönnun ehf - https://www.facebook.com/engilbertshonnun/ Fjóla Jóns og Trausti Trausta - myndlistarsýning https://www.facebook.com/wild.art.iceland Fluga design https://m.facebook.com/Fluga-Design-260168495169/ geoSilica Iceland - https://www.facebook.com/geoSilica Gola & glóra https://www.facebook.com/golaglora/ Leira meira - https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/ Leðurvörur Spírunnar - https://www.facebook.com/Le%C3%B0urv%C3%B6rur-Sp%C3%ADrunnar-101409313302399/ Mýr - https://www.facebook.com/myrdesigniceland/ Nadine glerperlur https://www.facebook.com/NadineGlerperlur/ SKINBOSS - https://www.facebook.com/skinboss.is/ Taramar https://www.facebook.com/absolutelysafe/?fref=ts Tíra reflective accessories https://www.facebook.com/T%C3%8DRA-reflective-accessories-203304993813/ Opnunartímar á sýningum verða eftirfarandi: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Flóamarkaður

  Staðsetning: Hringbraut 108, gamla K-húsið við fótboltavöllinn

  Flokkur: Almennt

  Eitthvað fyrir alla svo endilega komið og kíkjð við. Skart unnið úr steinum sem tíndir hafa verið á Reykjanesskaganum. Antíkmunir, fallegar prjónahúfur, alls kyns fatnaður og svo margt, margt fleirra. Hlökkum til að sjá ykkur.
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Gamli skólinn - Félagsheimilið Höfnum

  Staðsetning: Nesvegur 4, Höfnum, Reykjanesbæ

  Flokkur: Almennt

  Menningarfélagið í Höfnum verður með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt. Þar mun kenna ýmissa grasa eins og áður. Í þetta sinn fá gestir innsýn inn í líf Hafnabúans. Hvernig hann upplifir sig og sitt nánasta umhverfi. Hvað brýst fram og rekur á land umheimsins í beljandi rokinu. Valgerður Guðlaugsdóttir mun sýna röð vatnslitamynda sem hún nefnir “Ég sé rautt” og er upplifun hennar á umhverfi sínu. Seld verða handgerð kort sem urðu til þegar félagsheimilið var opið gestum og gangandi síðasta sumar. Rúsínan í pylsuendanum er síðan lífsstílsvarningur sem verður til sölu á staðnum, sem meðlimir Menningarfélagsins hafa hannað fyrir harðgert fólk með auga fyrir því sérstaka í lífinu. Má þar nefna sérstaka Hafna boli, derhúfur og prentuð póstkort. Kaffiveitingar verða á staðnum þannig að allir geta upplifað menningu Hafna í ró og næði yfir kaffibolla og kruðeríi. Opið verður laugardaginn 02.09. Kl: 13-16 og sunnudaginn 03.09. Kl: 13-18. Tekið skal fram að á opnunartíma Gamla skólans verða seldir miðar á tónleika KK og Elízu Newman í Kirkjuvogskirkju sunnudaginn 03.09. Tvennir tónleikar verða haldnir kl: 14 og 16 og er miðaverð 2000 kr. Verið velkomin í Hafnir – Hlökkum til að sjá ykkur
 • Kl. 13:00 - 21:00

  Lina Rut, vinnustofa.

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ. (Gamli Grágás)

  Flokkur: Sýningar

  Málverk, skúlptúr og hönnun.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Málverkasýning Böggu

  Staðsetning: Hafnargata 27 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Bagga verður með málverkasýningu á nýju Hárfaktory stofunni að Hafnargötu 27 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Slökkviliðsminja-safnið

  Staðsetning: Njarðarbraut 3

  Flokkur: Sýningar

  Slökkviliðsminjasafnið segir sögu slökkviliða og slökkviliðsmanna í gegnum tíðina. Slökkviliðsstarfið er talið eitt það hættulegasta á friðartímum og búnaðurinn sem slökkviliðsmenn höfðu var varla til þess að hrópa húrra fyrir en búnaðurinn er allur til og er á safninu. Allt frá minnstu verkfærum til stórra slökkvibíla. Slökkviliðshundurinn mætir á svæðið og heilsar upp á krakkana.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Flugdýr á flugi.

  Staðsetning: Hafnargata 36

  Flokkur: Sýningar

  Flugdýrin verða til sýnis og sölu á Hafnargötu 36 í húsnæði Tourist in Iceland Booking Center og Happdrætti Háskóla Íslands. Flugdýrin eru búin til úr pappír, perlum, tölum, vír og öllu mögulegu sem höfundi dettur í hug. Sjón er sögu ríkari. Aðeins verður opið fimmtudag frá 18-23, föstudag 13-18 og laugardag 13 -18. Hlakka til að sjá ykkur. Kær kveðja Hildur H.
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Hópakstur Bifhjólaklúbbsins Arna

  Staðsetning: Hafnargatan - hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir Sýningar

  Fyrirkomulag hópaksturs Bifhjólaklúbbsins Arna á Ljósanótt. 13: 00 - 14:00 Bifhjólafólk safnast saman á planinu hjá ÓB í Njarðvík þar sem Olís býður upp á grillaðar pylsur og drykki. 14:00 Hjólað saman í Garð og Sandgerði og komið aftur á planið hjá ÓB þar sem undirbúinn verður hópakstur um Hafnargötuna. 15:00 Hjólað af stað frá ÓB um Njarðarbraut og Hafnargötu og hjólum lagt á SBK planinu. Hjól höfð til sýnis á SBK planinu eftir hópaksturinn.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagsins.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Bland í poka

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, Hafnargötu 2, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
 • Kl. 13.00 - 20.00

  Playing with my paint - Sigga Dís

  Staðsetning: Oddfellowhúsinu, Grófinni 6, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Ljósanætursýningunni minni í Oddfellowhúsinu, Reykjanesbæ. Sýningin opnar kl. 17.00 á föstudeginum og stendur yfir helgina. Kær kveðja, Sigga Dis
 • Kl. 13:00 - 21:00

  Kynning á nýjum vörum geoSilica

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  geoSilica hefur nú þróað þrjár nýjar vörur þar sem kísill er í aðalhlutverki, auk annarra steinefna. Um er að ræða Renew, Repair og Recover sem hafa mismunandi virkni. Renew er ætlað fyrir fyrir húð, hár og neglur en það inniheldur kísil, sink og kopar. Recover hefur góð áhrif á vöðva og taugakerfið en auk kísils er það magnesíumríkt. Það hentar því vel fyrir fólk sem hreyfir sig mikið og er gott gegn vöðvakrampa. Repair er hugsað fyrir liðina og beinin en það innheldur kísil og mangan. Nýju vörurnar frá geoSilica: Renew, Repair og Recover eru allar í vökvaformi og bragðist líkt og vatn, sem mörgum finnst mikill kostur en aðeins þarf að taka eina matskeið á dag. geoSilica mun vera með kynningarafslátt alla Ljósanótt, ekki láta þetta fram hjá þér fara.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Pastelpaper

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  • Pastelpaper fagnar Ljósanótt • Mætum með pastelfegurðina á Ljósanótt og málum Reykjanesbæ bleikan. Okkur langar að bjóða ykkur að fagna Ljósanótt með okkur, það verður gleði, glamúr og jafnvel smá glimmer, léttar veitingar, afslættir, fuglar til sölu og við munum kynna fyrir ykkur æsispennandi Instagram leik. Endilega komið og fagnið með okkur. Pastelkveðjur, Pastelpaper
 • Kl. 13:30 - 14:00

  Árgangagangan

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt

  Byrjaðu frábæran laugardag á Ljósanótt með þátttöku í einstakri skrúðgöngu, Árgangagöngunni. Þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd. Málið er einfalt: Sértu fæddur ´55 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 55 o.s.frv. Yngsta kynslóðin hefur gönguna og marserar niður Hafnargötu í gegnum heilt æviskeið. Þeir eldri bíða og horfa á æskuna renna hjá þar til röðin kemur að þeim að bætast við. „Hringnum“ er lokað þegar hópur heldri borgara stígur inn í gönguna og gætir þess, sem fyrr, að enginn heltist úr lestinni. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar o.fl. Við tekur viðburðaríkur dagur í Reykjanesbæ sem endar með stórkostlegri flugeldasýningu og stórtónleikum. Láttu sjá þig!

 • Kl. 13:00 - 19:00

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna olíuverk sem flest eru unnin á þessu ári. Opnunartímar: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 13:00 - 19:00

  SkinBoss íslenskar húðvörur

  Staðsetning: Park Inn by Radisson hafnargötu

  Flokkur: Almennt

  Kynning á SkinBoss verðlauna húðvörum sem eru framleiddar í Keflavík. Frábær tilboð og nýjung í boði. •Kaffiskrúbburinn okkar er nýsköpun en hann er 24 stunda formúla sá eini sinnar tegundar, einnig hlaut SkinBoss nýsköpunarstyrk og Gullstjörnuna í Snyrtivöruverðlaunum Hjá Nýtt Líf. •Það verður einnig veglegt happdrætti.
 • Kl. 13:00 - 15:30

  Bílasýning áhugaverðra bíla á Keflavíkurtúni

  Staðsetning: Keflavíkurtún við Duus

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir Sýningar

  Bílasýning áhugaverðra bíla verður laugardaginn 2. september á túninu fyrir framan Duus Safnahús. Þeir sem ætla að sýna bíla þurfa að mæta á milli 12 og 13. Ekið er að svæðinu um Grófina niður í átt að túninu, þar verðu hleypt inn. Menn geta svo farið heim að vild eftir aðstæðum. Enginn hópakstur verður að þessu sinni vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Sýningu lýkur 15.30:) Gleðilega Ljósanótt.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Leðurvörur Spírunnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Leðurvörur Spírunnar verða með leðurvörurnar sínar til sýnis og sölu á Park Inn By Radisson á ljósanótt dagana 31. ágúst til 3. september. Töskur, fatnaður og armbönd og hálsmen úr leðri.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Opin vinnustofa Svo Margt Fallegt

  Staðsetning: Klapparstígur 9, Keflavík

  Flokkur: Almennt

  Stína hjá Svo Margt Fallegt tekur á móti gestum á vinnustofuni um helgina. Hjá Svo Margt Fallegt er bæði verslun og vinnustofa þar sem gömul húsgögn fá nýtt líf með náttúrulegri gamaldags mjólkurmálningu og þar eru reglulega haldin námskeið fyrir áhugasama milk paint málara.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  GUPdesign

  Staðsetning: Park inn by Radisson

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Nú eins og undanfarin ár verð ég á Ljósanótt með fatnað fyrir konur á öllum aldri sem ég hanna og sauma. Alltaf með eitthvað nýtt og tilboð á Ljósanótt. Endilega kíkið á okkur á Park Inn By Radisson
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Brot úr Skúmaskoti

  Staðsetning: Park Inn By Radisson, Hafnargata 57.

  Flokkur: Sýningar

  Fluga design, Gola & Glóra, Tíra reflective accessories og Nadine glerperlur kynna vörur sýnar.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhúsið

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin í gallerýið okkar á Ljósanótt. Við erum með til sölu fallegt handverk eftir 22 listamenn og fjölbreytt úrval af vöru t.d. leir, ullarpeysur, fugla, perlur, skart, tré, steina, föt, hálsmen, myndir, leðurveski o.fl.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Monro Design - Íslensk fatahönnun

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Íslensk fatahönnun, kjólar, peysur ofl.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Bambaloo Icelandic Design

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Bambaloo Icelandic Design verður staðsett á Park Inn by Radisson með hálsfestar fyrir auðkenniskort eða lykla, alls konar fallegar hálsfestar og armbönd og lyklakippur. Séstakt Ljósanæturtilboð verður á öllum vörum.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  RYK Íslensk hönnun

  Staðsetning: Hafnargata 26, kjallari (fyrir neðan kaffihúsið)

  Flokkur: Almennt

  Glæsilegur og praktískur kvenfatnaður fyrir öll tilefni. Hannað og framleitt í vinnustofu RYK í Kópavogi. RYK hefur verið með verslun á höfuðborgarsvæðinu í um 10 ár. Verslunina má finna að Bæjarlind 1-3 Kópavogi.
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Leirameira á Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistamaðurinn Fannar Bergsson (Listamannsnafn: Leirameira) verður með sölusýningu á verkum sínum á Park Inn By Radisson í Keflavík á Ljósanótt. Sýngardagar eru sem hér segir: Fimmtudagur kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00 Komið og skoðið nýjustu verkin hjá Leirameira og kannski finnið þið eitthvað sem er ykkur að skapi. Endilega deilið viðburðinum. :)
 • Kl. 14:00 - 14:40

  Tekið á móti gestum á hátíðarsvæði

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Útisvið

  Bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson, tekur á móti gestum á stóra sviðinu strax að lokinni árgangagöngu. Þegar hann hefur boðið fólk velkomið mun fulltrúi fimmtugra flytja stutt ávarp. Að því loknu tekur við hin stórkostlega Stórsveit Suðurnesja undir stjórn Karenar Sturlaugsson og peppar upp mannskapinn fyrir öllu því sem framundan er á laugardegi Ljósanætur. Að því loknu tekur við barna- og fjölskyldudagskrá.
 • Kl. 14:00 - 23:00

  Opin vinnustofa hjá Helgu Láru

  Staðsetning: Studio 33, Hólagötu 33 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður Helga Lára Haraldsdóttir myndlistarkona með opna vinnustofu í Studio33 . Hólagötu 33. 260 Reykjanesbær
 • Kl. 14:00 - 21:00

  Sossa með opna vinnustofu

  Staðsetning: Mánagata 1

  Flokkur: Sýningar

  Vinnustofa mín, Mánagötu 1 Keflavík er opin laugardag 2. september og sunnudaginn 3. september frá kl 14 til 21. Sossa.
 • Kl. 14:00 - 20:00

  Kynning á Urta Islandica í Keflavík

  Staðsetning: Básvegur 10

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Í tilefni af Ljósanótt ætlar Urta Islandica að vera með foropnun á verslun sinni við Básveg 10 í Reykjanesbæ, sýna gestum og gangandi húsnæðið og bjóða upp á smakk af framleiðsluvörum þess. Urta Islandica ehf. er hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur flutt hluta framleiðslu sinnar að Básveginum úr Hafnarfirði, pökkun og framleiðslu á kryddsöltum. Á Básvegi starfa 5 manns við framleiðslu og pökkun. Allar vörur Urta Islandica eru handpakkaðar. Urta Islandica ehf. framleiðir kryddsölt þar sem íslenskum jurtum og berjum er blandað við salt frá Norðursalt, einnig framleiðir Urta Islandica jurtate úr íslenskum jurtum, sultur og sýróp þar sem uppistaðan eru íslenskar jurtir og lífrænt hráefni.
 • Kl. 14:30 - 17:00

  Skessan býður í lummur

  Staðsetning: Skessuhellir Gróf

  Flokkur: Börn Veitingar

  Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir Ljósanótt. Ég býð ykkur öll velkomin í hellinn minn á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá mér gómsætar lummur með sykri. Nammi namm (enda er nú líka nammidagur).

 • Kl. 14:00 - 17:00

  Motocross keppni í fyrsta skipti á Íslandi !

  Staðsetning: Keflavíkurhöfn

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir

  Keppt verður á Motocrosshjólum innanbæjar við Keflavíkurhöfn. Búið er að smíða braut með alls kyns hindrunum sem keppendur þurfa að keyra yfir. Komið og sjáið bestu ökumenn landsins keppast við að klára ótrúlegar þrautir!
 • Kl. 14:00 - 17:00

  POP-UP á Ljósanótt

  Staðsetning: Svarta pakkhúsport og Stefnumótastaurinn (mót Tjarnargötu og Hafnargötu)

  Flokkur: Almennt

  Kannt þú að leika listir, dansa, syngja, spila á hljóðfæri, gera töfrabrögð eða hvað sem er? Hvernig væri að láta ljós sitt skína á Ljósanótt? Í Svarta pakkhúsporti og horninu við Stefnumótastaurinn (á mótum Tjarnargötu og Hafnargötu) gefst áhugasömum kostur á að troða upp með stutt atriði. Hljóðkerfi verður á staðnum. Ekki vera feimin/n, vertu bara með! Skráning og úthlutun tíma á ljosanott@ljosanott.is Stefnumótastaurinn (gatnamót Hafnargötu og Tjarnargötu) kl. 13:40 Bryn Ballett Akademían kl. 15:00 Danskompaní kl. 15:30 Zumba með Anetu Svarta pakkhúsport kl. 14:30 Danskompaní kl. 15:15 Bryn Ballett Akademían
 • Kl. 14:00 - 14:40

  Stórsveit Suðurnesja spilar á Stóra sviðinu

  Staðsetning:

  Flokkur: Tónlist Útisvið

  Stórsveit Suðurnesja tekur fagnandi á móti Árgangagöngunni eins og þeim er einum lagið.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Opið hús hjá Pílufélaginu fyrir almenning !

  Staðsetning: Hrannargata 6 (Aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar)

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Opið hús hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar frá kl 14.00 – 18.00. Bæjarbúum og gestum þeirra er boðið í aðstöðu félagsins þar sem þeir geta fengið leiðsögn og fengið að prufa pílukast.
 • Kl. 14:30 - 18:00

  Syngjandi sveifla

  Staðsetning: Duushús

  Flokkur: Tónlist

  Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegur menningarhópar, kórar og söngsveitir. Kl. 14:30 Bátasalur: Félag harmonikuunnenda kl. 15:00 Bíósalur: Söngsveitin Víkingar Kl. 15:30 Bátasalur: Kvennakór Suðurnesja Kl. 16:00 Bíósalur: Sönghópur Suðurnesja Kl. 16:30 Bátasalur: Karlakór Keflavíkur Kl. 17:00 Bíósalur: Norðuróp, Jóhann Smári Sævarsson

  Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

 • Kl. 15:00 - 18:00

  Björgvin Halldórsson tekur á móti gestum á Rokksafni Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbær

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Björgvin Halldórsson verður á staðnum og tekur á móti gestum á sýninguni Þó líði ár og öld sem opnuð var í lok árs 2016 á Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Þetta er kjörið tækifæri til að hitta sjálfan Bó Halldórs í eigin persónu og fá sér kaffi með honum. Sýningin Þó líði ár er stórglæsileg og hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá landsmönnum! Það er alls ekki ólíklegt að Bó leyni á fjölmörgum sögum og fróðleiksmolum sem aldrei rötuðu inn í sýninguna... Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar stóð yfir í tæpt ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta!
 • Kl. 15:00 - 16:00

  BMX hjólasýning !

  Staðsetning: Bílaplanið fyrir neðan Duus

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir Sýningar

  BMX Brós verða með hjólasýningu á bílaplaninu fyrir neðan Duus kl 15.00 laugardaginn 2. september.
 • Kl. 15:00 - 19:00

  Jóhann Örn - Myndlistasýning

  Staðsetning: Austurgata 12

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Jóhann Örn verður með málverkasýningu á Ljósanótt að Austurgötu 12 (heimili ömmu hans og afa). Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau langflest unnin með olíu á striga.
 • Kl. 15:30 - 16:30

  Víkingarnir á Paddy's

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist

  Söngsveitin Víkingar rennir við á Paddy's og syngur nokkur lög fyrir gesti og gangandi.
 • Kl. 18:00 - 21:30

  Kvöldverðarhlaðborð við seiðandi undirleik Delizie Italiane

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Tónlist Veitingar

  KLÁRLEGA HEITASTA KOMBÓIÐ Á LJÓSANÓTT 2017 !! Kvöldhlaðborð við seiðandi undirleik Delizie Italiane laugardaginn 2. sept 2017 Borðapantanir á Facebook eða í síma 421 5222 Súpa, brauð, salat og ostar Mexíkósk kjúklingasúpa með guacamole, salsa, nachos og rifnum osti. Brauð , þeytt smjör og pestó Salat bar ( blandað salat, klettasalat, gúrkur, tómatar, paprika, ólífur, feta ostur, kotasæla, túnfiskur, salat dressingar, ristaðar hnetur, brauðteningar. Blandaðir ostar, serrano skinka, pylsur, vínber, melónur og kex Forréttir Reyktur Lax og piparrótarsósa Einiberja grafinn lax og sinnepssósa Heitreyktur lax með grófkornasinnepi Roastbeef með remúlaði, steiktum lauk og súrum gúrkum Heitreykt andabringa með sultuðum rauðlauk Kjúkligaspjót með teryaki og wasabi hnetum Hvítlauksmarineraðar tígrisrækjur með eldpipar sultu Skelfisksalat Grilluð hrefna með sesam – soya marineringu, wakame salati og radísu spírum Lauk síld og sinnepssíld með rúgbrauði Aðalréttir Grillað lambalæri með lambasoðgljáa Grillað Nautaribeye með bérnaise sósu Kalkúnabringur með villisveppasósu Meðlæti: Kartöflugratín, bakað haustgænmeti, kartöflusalat, sætar kartöflur, karamellaðar rauðrófur, steiktir sveppir, grænar baunir og rauðkál Eftirréttir Daim créme brulée Marengsterta með jarðarberjum, rjóma og piparmyntusósu Súkkulaði terta og þeyttur rjómi Ávextir og Ber Skyrmús með haframulning, rabarbara og blóðbergi Verð. kr. 6.900 á mann Börn yngri en 12 ára verð kr. 3.450 á mann.
 • Kl. 20:30 - 23:00

  Stórtónleikar á útisviði

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt Tónlist Útisvið

  Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt boðið upp á það besta. Hér verður að finna eitthvað fyrir alla svo við reiknum með dúndur stemningu þegar hápunkti kvöldsins er náð og bjartasta flugeldasýning landsins lýsir upp Ljósanótt. Fram koma: Emmsjé Gauti Jana María Guðmundsdóttir ásamt hljómsveit KK band Hljómsveitin Valdimar Jón Jónsson og hljómsveit Þetta verður skothelt!!
 • Kl. 22:15 - 22:30

  Bjartasta flugeldasýning landsins

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt Útisvið

  Toyota í Reykjanesbæ lýsir upp Ljósanótt. Strax að lokinni flugeldasýningunni verða ljósin á berginu kveikt. Tónlistardagskrá heldur svo áfram til kl. 23:00. Það er Björgunarsveitin Suðurnes, að vanda, sem sér um framkvæmd sýningarinnar, sem líkja má við einn af listviðburðum hátíðarinnar svo glæsileg er þessi sýning orðin hjá þeim.
 • Kl. 23:00 - 04:00

  Ball með Föruneytinu á Paddy's

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist

  Föruneytið heldur upp lífi og limum þeirra sem vilja hafa gaman á Ljósanótt. Aðgangseyrir 1.500kr.
 • Kl. 23:55 - 04:00

  Hip Hop kvöld á Center

  Staðsetning:

  Flokkur: Tónlist

  Laugardaginn 2. september mun Chase, JóiPé og Króli koma fram á Center og mun Brattaberg sjá um að þeyta skífum. þetta eru ungir og efnilegir tónlistarmenn sem eru búnir að ná gífurlegum vinsældum á stuttum tíma. 18 ára aldurstakmark 1000.kr inn.
 • Kl. 23:00 - 00:00

  Queen messa í Keflavíkurkirkju

  Staðsetning: Keflavíkurkirkja.

  Flokkur: Tónlist

  Kór Keflavíkurkirkju, Jón Jósep Snæbjörnsson og hljómsveit flytja nokkur af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar Queen. Sigurður Ingólfsson, sr. Davíð Þór Jónsson og Arnór B. Vilbergsson sömdu íslenska texta við lögin og er umfjöllunarefni þeirra Fjallræða Jesú. Stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson. Miðaverð er kr. 2000.- og eru miðar seldir við innganginn (enginn posi). Einnig er hægt að fá miða hjá kórfélögum í forsölu. Messan var frumflutt í maí s.l. og er hægt heyra tóndæmi á fb síðu Keflavíkurkirkju
 • Kl. 23:00 - 03:00

  Ljósanótt á Kaffi Duus 2017

  Staðsetning: Kaffi Duus Duusgata10

  Flokkur: Tónlist Veitingar

  Feðgarnir spila í tjaldi við Kaffi Duus Hljómsveitin KRÓM með ball inná Kaffi Duus
 • Kl. 23:00 - 02:00

  Hljómsveitin Feðgarnir

  Staðsetning: Tjaldið Kaffi DUUS

  Flokkur: Tónlist

  Hljómsveitin Feðgarnir Föstudaginn 1. september og laugardaginn 2. september. Tjaldinu við Kaffi Duus
 • Kl. 23:30 - 04:00

  Hljómsveitin Dalton á Ljósanótt á Ránni

  Staðsetning: Veitingahúsið Ráin

  Flokkur: Tónlist

  Hljómsveitin Dalton ásamt færeysku söngkonunni Kristina Bærendsen og Þóri Úlfars verður með dansleik á Ránni ljósanótt laugaradagskvöldið 2 .sept miðaverð 2000kr í forsölu annars 2500kr við hurð.
 • Kl. 23:55 - 04:00

  90´s Party H30

  Staðsetning: Hafnargata 30

  Flokkur: Tónlist

  Árlegt 90´Partý H30. DJ Bjössi sér um að halda stemningunni uppi langt fram á nótt með öllu því besta frá 90´s tímanum og auðvitað í bland við það nýjasta og besta í dag. 18 ára aldurstakmark. 1000.kr inn
 • Kl. 23:59 - 04:00

  LJÓSANÆTUR- BALLIÐ 2017

  Staðsetning: Stapinn / Hljómahöll

  Flokkur: Tónlist

  Hið árlega Ljósanæturball verður haldið með pompi og prakt í Stapanum/Hljómahöllinni laugardaginn 2. september. Fram koma SSSól, Helgi Björns, Ingó Veðurguð, Jón Jónsson, Salka Sól og Emmsjé Gauti. Forsala miða fer fram í Galleri Keflavík og Miði.is.

Dagskrá sunnudaginn

 • Kl. 00:00

  Ljósberar á Ljósanótt

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við strandlengjuna í innri Njarðvík

  Flokkur: Sýningar

  Sýning á listaverkum elstu barna á Holti þar sem unnið hefur verið með liti, ljós og gegnsæi. Ljósberarnir eru skemmtilegar fígúrur þar sem barnið hefur fengið tækifæri til að láta ímyndunaraflið ráða för.
 • Kl. 00:00

  The Night of Lights

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  As the bright nights of summer give way to the shorter days of autumn, the first Saturday of September sees the staging of the highly popular Night of Lights, Reykjanes family and cultural festival. Now a fixed event in Iceland's cultural calendar, the event, which despite its name is now staged over four days from Thursday to Sunday, offers guests a taste of the very best in local culture, culminating in a spectacular fireworks display. An ever-growing celebration of local culture the Night of Lights offers something for everyone, ranging from art, theatre and music performed by groups and individuals, to a spectacular finale under a blaze of fireworks. This is the official website for the festival and it provides information about all events as well as practical information. Highlights: 31 August, 10:30, Opening ceremony, Myllubakkaskoli, Sólvallagata. 31 August, 18:00, Art Exhibitions opening, Duus Museum and all over town. 01 Sept, 19:00, Free traditional Icelandic meat soup and music, The marina at Duusgata. 02 Sept, 13:30, Árgangangan/Parade, Hafnargata/downtown. 02 Sept, 20:30, Outdoor live concert, Hafnargata, main stage. 02 Sept, 22:15, Fireworks, Hafnargata/downtown. Further information available at ljosanott@ljosanott.is
 • Kl. 00:00

  Hundasúrur á Ljósanótt

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Hundasúrur á Ljósanótt er listsýning barnanna á Vesturbergi. Listaverk sem framleidd voru í Pakkhúsinu okkar af börnunum á Vesturbergi. Sýningin í K-sport er haldin í sjötta skiptið og er alltaf jafn mikil spenna að skoða í gluggann á Hafnargötu 29.
 • Kl. 07:00 - 19:00

  Opna Ljósanæturmótið í golfi

  Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru !

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Opna Ljósanæturmótið í golfi í boði Hótel Keflavíkur sunnudaginn 3. september. Verð 4.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar inn á golf.is
 • Kl. 08:00 - 18:00

  Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Með mikilli eftirvæntingu leggjum við upp í átjándu Ljósanóttina, dagana 30. ágúst – 3. september 2017. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum viðburðum frá miðvikudegi til sunnudags og í ár verður engin undantekning frá því. Hefð hefur skapast fyrir þjófstarti á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötuna með dúndurtilboðum og almennum skemmtilegheitum. Sama kvöld er frumsýning á tónleikunum Með blik í auga í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þar sem tónlistarsagan er rakin með skemmtilegum hætti. Formleg setning er á fimmtudeginum með þátttöku allra grunnskólabarna bæjarins auk elstu barna leikskólans. Seinnipartinn opna listsýningar í Duus Safnahúsum og í framhaldi um allan bæ með tilheyrandi stemningu. Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus Safnahús og þá er öllum gestum hátíðarinnar boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Þetta kvöld eru líka heimatónleikar í gamla bænum og unglingaball auk ýmissa annarra uppákoma. Á laugardeginum rís hátíðin hæst. Dagurinn er pakkaður. Árgangagöngunni má enginn missa af. Að henni lokinni er standandi dagskrá og nóg um að vera fyrir börn og fullorðna m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði og tónleikadagskrá í Duus Safnahúsum. Um kvöldið eru stórtónleikar á útisviði og botninn sleginn í dagskrána með björtustu flugeldasýningu landsins. Á sunnudag eru allar sýningar opnar og sömuleiðis sölutjöld og tívolítæki og síðasti séns fyrir fólk að sjá allt það sem það hefur ekki komist yfir alla helgina. Alla dagskrá er að finna í tímaröð á þessari vefsíðu og eins er hægt að leita að einstökum viðburðum eftir leitarorðum. Dagskráin birtist hér á vefnum eftir því sem hún tekur á sig mynd. Þátttakendur skrá sjálfir sína viðburði inn á vefinn. Þeir sem standa fyrir viðburðum skrá viðburðinn ásamt ljósmynd beint á síðuna. Það gera þeir með því að smella á flipann "Skrá viðburð" í appelsínugulu stikunni efst til hægri á síðunni. Ef skráning hefur tekist fær viðkomandi skilaboðin "Takk fyrir erindið. Við munum gera okkar besta til að svara erindi þínu innan sólarhrings, alla virka daga." Viðburðurinn er þá yfirfarinn og samþykktur á vefinn. Ef viðkomandi fær ekki þessi skilaboð hefur skráning ekki tekist og þá þarf að yfirfara skráninguna betur og ganga úr skugga um hvaða upplýsingar vantar. Á síðunni ljosanott.is er einnig hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar með því að smella á flipann "Valmynd" efst í hægra horni. Þá birtast upplýsingar um: - sölupláss á Ljósanótt - stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna - strætó - salerni - ljósanæturfána o.fl. Umsjón með allri sölu á svæðinu hefur Karfan, ungmennaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, og er allar upplýsingar um sölu að finna hér á vefnum undir valmynd/sölupláss á Ljósanótt. Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar s. 421 6700.
 • Kl. 09:00 - 21:00

  Litla ljósmynda- sýningin

  Staðsetning: SoHo - Hrannargata 6 - 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar myndir frá Reykjanesi sem minna á okkar á haustið og veturinn sem koma einn daginn eins og þruma úr heiðskíru :)
 • Kl. 10:00 - 22:00

  Ljósanætur- siglingar

  Staðsetning: Grófin

  Flokkur: Almennt

  Whale Watching Reykjanes ætlar að vera með siglingar á Ljósanótt. Föstudag, laugardag og sunnudag klukkan 10.00 - 12.00 - 14.00 - 16.00, 18.00 - eftir siglinguna kl 18 fylgjum við eftirspurn Ath kl 21.45 á laugardaginn er farið út fyrir flugeldasýningu. 4500kr á mann, frítt fyrir börn undir 12 ára í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 12:00

  Söguganga Byggðasafns Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Duus Safnaahús

  Flokkur: Saga

  Árleg söguganga Byggðasafnsins verður að þessi sinni á slóðum skáta í tilefni 80 ára afmælis Heiðabúa. Helgi Biering leiðir gönguna sem hefst við Duus safnahús klukkan 11 sunnudaginn 3. september n.k. og lýkur við skátaheimilið við Vatnsnesveg um það bil klukkutíma seinna. Skátaheimilið verður opið og heitt á könnunni. Allir velkomnir.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag. Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja. Í Rokksafni Íslands er að finna Rokkbúðina en þar má finna ýmsan varning tengdan rokksögunni s.s. ævisögur um íslenska tónlistarmenn, bækur sem rekja sögu tónlistar á Íslandi, geisladiska, vínylplötur, íslenskar heimildarmyndir um tónlist, varning frá Sigur Rós, Björk, Of Monsters and Men, Páli Óskari, Björgvini Halldórssyni og mörgum fleiri, trommukjuða, gítarstrengi, gítarneglur, gítarsnúrur, heyrnartól, hátalara og svo auðvitað vinsælustu vöruna okkar - boli sem eru merktir Rokksafni Íslands - og margt margt fleira. Við mælum eindregið með heimsókn í Rokk-búðina. Á Rokksafni Íslands hafa verið settar upp tvær sérsýningar um íslenska tónlistarmenn, þá Björgvin Halldórsson og Pál Óskar Hjálmtýsson. ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD um Björgvin Halldórsson Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar stóð yfir í tæpt ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta! EINKASAFN POPPSTJÖRNU um Pál Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin „Einkasafn poppstjörnu“ sterkur vitnisburður um það. Á meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". AÐGANGSEYRIR á Rokksafn Íslands : 1500 kr. OPNUNARTÍMI :11-18 alla daga. Aðgangseyrir fyrir eldri borgara/öryrkja: 1200 kr. Frítt er fyrir 16 ára & yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Próf / Tests

  Staðsetning: Duus Safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi. Málverkin bera því heiti þess mánaðar og árs sem hvert þungunarpróf var tekið, allt frá febrúar 2012 til októbers 2016. Verkin eru persónuleg en um leið lýsa þau reynsluheimi margra. Sýningin Próf/Tests er fyrst og fremst hugsuð til að finna tilfinningum og erfiðri reynslu farveg og í leiðinni vekja athygli á málefnum sem varða ófrjósemi í formi myndlistar."
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Horfur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Listasalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum er boðið upp á einkasýningu Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar sem búsettur er í Höfnum. Helgi (f. 1968) kláraði listasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sótti síðan nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Dusseldorf 1991-92, AKI í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi jafnt hér heima sem erlendis síðan á námsárunum. Helgi rak sýningarrýmið 20 fermetrar um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu. Verk Helga eru í safneign helstu safna hér heima og í eigu safnara og safna erlendis.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Glyttur

  Staðsetning: Duus Safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Einkasýning listakonunnar og Keflvíkingsins Elísabetar Ásberg verður í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra."
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 14:00

  Fylgjendur og Götuljóð

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargata

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Fylgjendur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð á Ljósanótt í Fischershúsinu. Á sama tíma mun listamaðurinn kynna sína fjórðu ljóðabók Götuljóð og lesa nokkur ljóð. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúrar.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00.

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Listasalur: Horfur Einkasýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar. (Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu. Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Gryfjan: Einkasýning Elísabetar Ásberg. "Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfra veröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra." Bíósalur: Blossi Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Stofan: Myndlistarsýning Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, myndlistar- og tónlistarmanns en hún er ef til vill mörgum kunn fyrir hlutverk sitt sem söngkona hljómsveitarinnar Klassart. "Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. 56 verkanna eru með einu rauðu lóðréttu striki á hvítmáluðum striga og liggja þau líkt og rauður þráður í gegnum sýninguna en 57. verkið sker sig úr enda sýnir það tvö rauð, lóðrétt strik. Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi.
 • Kl. 12:00 - 16:00

  Flóðey

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  - Flóðey á Ljósanótt - Listsýning á hringverkum eftir Drífu Reynisd. Verkin eru engu öðru lík, hvert verk er einstakt og aldrei endurskapað. Endilega komið og kíkið við. Hlakka til að sjá ykkur! -Drífa
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Blossi

  Staðsetning: Duus Safnahús, Bíósalur

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Blossi verður opnuð fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 ásamt öðrum sýningum í Duus Safnahúsum og eru allir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa hefur áður málað myndir út frá ljóðum úr bókum Antons en málverkin á þessari sýningu urðu til eftir að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum undirtóni. Efniviðinn í málverkin hefur Sossa sótt í ljóð eftir Anton sem fæst hafa komið fyrir augu annarra og sum reyndar orðið til upp úr samstarfi þeirra. Málverkin eru ekki hugsuð sem myndskreyting við ljóðin heldur verk sem sprottin eru af sama eða svipuðum blossa. Þannig vilja listamennirnir láta reyna á það hvernig málverk og ljóð geta hvort á sinn hátt miðlað heitum tilfinningum; ástarblossa milli karls og konu, karls og karls, konu og konu. Hverju miðlar málverkið? Hverju miðlar ljóðið? Hvað er mynd í ljóði? Hvað er ljóð í mynd? Sýningin stendur til 15. október.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Bland í poka

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, Hafnargötu 2, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning félaga í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Leirameira á Ljósanótt 2017

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistamaðurinn Fannar Bergsson (Listamannsnafn: Leirameira) verður með sölusýningu á verkum sínum á Park Inn By Radisson í Keflavík á Ljósanótt. Sýngardagar eru sem hér segir: Fimmtudagur kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00 Komið og skoðið nýjustu verkin hjá Leirameira og kannski finnið þið eitthvað sem er ykkur að skapi. Endilega deilið viðburðinum. :)
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Sölutjöld opin

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Sölutjöldin eru opin frá fimmtudegi til sunnudags. Síðasti séns til að gera góð kaup hjá farandsölufólkinu.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar

  Svarthvítar rokkstjörnur með litríkan bakgrunn og sá sem er ljúfastur fugla verður líka á staðnum Fjóla Jóns og Trausti Trausta sýna olíuverk sem flest eru unnin á þessu ári. Opnunartímar: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Eins og undanfarin ár verð ég með skartið mitt til sýnis og sölu í Gallerí Keflavík á Ljósanótt. Hlakka til að sjá ykkur . Kveðja Maja
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Pastelpaper

  Staðsetning: Hafnargata 2, Fischershús

  Flokkur: Sýningar

  • Pastelpaper fagnar Ljósanótt • Mætum með pastelfegurðina á Ljósanótt og málum Reykjanesbæ bleikan. Okkur langar að bjóða ykkur að fagna Ljósanótt með okkur, það verður gleði, glamúr og jafnvel smá glimmer, léttar veitingar, afslættir, fuglar til sölu og við munum kynna fyrir ykkur æsispennandi Instagram leik. Endilega komið og fagnið með okkur. Pastelkveðjur, Pastelpaper
 • Kl. 13 - 17:00

  Sýningar opnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Flestar sýningar opnar í dag. Eruð þið búin að sjá: - Litlu ljósmyndasýninguna á Soho - Sýningarnar í Fischershúsi - Sýningarnar í Duus Safnahúsum, Fríða Dís með leiðsögn kl. 14. - Sýningarnar á Park Inn by Radisson -Sýninguna Playing with my Paint hjá Siggu Dís í Oddfellow - Vinnustofuna hjá Línu Rut á Vallargötunni - Vinnustofuna hjá Sossu. - Sýningun hjá Böggu - Sýninguna hjá Ljósopi í gamla byggðasafninu á Vatnsnesi - Sýningu myndlistarfélagsins í Svarta pakkhúsinu - Vinnustofuna svo margt fallegt hjá Kristínu Sæm og margt fleira. Upplýsingar um þessar sýningar eru hér á síðunni.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Allt að gerast á Park Inn By Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57 (Park Inn By Radisson)

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Park Inn by Radisson Keflavík býður til myndlistar- og hönnunarveislu á Ljósanótt, Meðal þeirra sem taka þátt: Alrún Nordic Design - https://www.facebook.com/AlrunNordicDesign/ Bambaloo - Icelandic Design https://www.facebook.com/bambalooiceland/ Bath & Body mosó - https://www.facebook.com/bathandbodymoso/ Engilberts-hönnun ehf - https://www.facebook.com/engilbertshonnun/ Fjóla Jóns og Trausti Trausta - myndlistarsýning https://www.facebook.com/wild.art.iceland Fluga design https://m.facebook.com/Fluga-Design-260168495169/ geoSilica Iceland - https://www.facebook.com/geoSilica Gola & glóra https://www.facebook.com/golaglora/ Leira meira - https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/ Leðurvörur Spírunnar - https://www.facebook.com/Le%C3%B0urv%C3%B6rur-Sp%C3%ADrunnar-101409313302399/ Mýr - https://www.facebook.com/myrdesigniceland/ Nadine glerperlur https://www.facebook.com/NadineGlerperlur/ SKINBOSS - https://www.facebook.com/skinboss.is/ Taramar https://www.facebook.com/absolutelysafe/?fref=ts Tíra reflective accessories https://www.facebook.com/T%C3%8DRA-reflective-accessories-203304993813/ Opnunartímar á sýningum verða eftirfarandi: Fimmtudagur opnun kl 17:00 - 22:00 Föstudagur 16:00 - 21:00 Laugardagur 13:00 - 19:00 Sunnudagur 13:00 - 17:00
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Lina Rut, vinnustofa.

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ. (Gamli Grágás)

  Flokkur: Sýningar

  Málverk, skúlptúr og hönnun.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Málverkasýning Böggu

  Staðsetning: Hafnargata 27 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Bagga verður með málverkasýningu á nýju Hárfaktory stofunni að Hafnargötu 27 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagsins.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Leiktækin í gangi

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Börn

  Góður dagur til að klára miðana í tívolítækin. Á sunnudegi eru raðirnar styttri og meiri rólegheit á svæðinu.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Gamli skólinn - Félagsheimilið Höfnum

  Staðsetning: Nesvegur 4, Höfnum, Reykjanesbæ

  Flokkur: Almennt

  Menningarfélagið í Höfnum verður með opið hús í gamla skólahúsinu á Ljósanótt. Þar mun kenna ýmissa grasa eins og áður. Í þetta sinn fá gestir innsýn inn í líf Hafnabúans. Hvernig hann upplifir sig og sitt nánasta umhverfi. Hvað brýst fram og rekur á land umheimsins í beljandi rokinu. Valgerður Guðlaugsdóttir mun sýna röð vatnslitamynda sem hún nefnir “Ég sé rautt” og er upplifun hennar á umhverfi sínu. Seld verða handgerð kort sem urðu til þegar félagsheimilið var opið gestum og gangandi síðasta sumar. Rúsínan í pylsuendanum er síðan lífsstílsvarningur sem verður til sölu á staðnum, sem meðlimir Menningarfélagsins hafa hannað fyrir harðgert fólk með auga fyrir því sérstaka í lífinu. Má þar nefna sérstaka Hafna boli, derhúfur og prentuð póstkort. Kaffiveitingar verða á staðnum þannig að allir geta upplifað menningu Hafna í ró og næði yfir kaffibolla og kruðeríi. Opið verður laugardaginn 02.09. Kl: 13-16 og sunnudaginn 03.09. Kl: 13-18. Tekið skal fram að á opnunartíma Gamla skólans verða seldir miðar á tónleika KK og Elízu Newman í Kirkjuvogskirkju sunnudaginn 03.09. Tvennir tónleikar verða haldnir kl: 14 og 16 og er miðaverð 2000 kr. Verið velkomin í Hafnir – Hlökkum til að sjá ykkur
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Slökkviliðsminja-safnið

  Staðsetning: Njarðarbraut 3

  Flokkur: Sýningar

  Slökkviliðsminjasafnið segir sögu slökkviliða og slökkviliðsmanna í gegnum tíðina. Slökkviliðsstarfið er talið eitt það hættulegasta á friðartímum og búnaðurinn sem slökkviliðsmenn höfðu var varla til þess að hrópa húrra fyrir en búnaðurinn er allur til og er á safninu. Allt frá minnstu verkfærum til stórra slökkvibíla. Slökkviliðshundurinn mætir á svæðið og heilsar upp á krakkana.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Leðurvörur Spírunnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Leðurvörur Spírunnar verða með leðurvörurnar sínar til sýnis og sölu á Park Inn By Radisson á ljósanótt dagana 31. ágúst til 3. september. Töskur, fatnaður og armbönd og hálsmen úr leðri.
 • Kl. 13.00 - 17.00

  Playing with my paint - Sigga Dís

  Staðsetning: Oddfellowhúsinu, Grófinni 6, Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Hlakka til að sjá ykkur sem flest á Ljósanætursýningunni minni í Oddfellowhúsinu, Reykjanesbæ. Sýningin opnar kl. 17.00 á föstudeginum og stendur yfir helgina. Kær kveðja, Sigga Dis
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Kynning á nýjum vörum geoSilica

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  geoSilica hefur nú þróað þrjár nýjar vörur þar sem kísill er í aðalhlutverki, auk annarra steinefna. Um er að ræða Renew, Repair og Recover sem hafa mismunandi virkni. Renew er ætlað fyrir fyrir húð, hár og neglur en það inniheldur kísil, sink og kopar. Recover hefur góð áhrif á vöðva og taugakerfið en auk kísils er það magnesíumríkt. Það hentar því vel fyrir fólk sem hreyfir sig mikið og er gott gegn vöðvakrampa. Repair er hugsað fyrir liðina og beinin en það innheldur kísil og mangan. Nýju vörurnar frá geoSilica: Renew, Repair og Recover eru allar í vökvaformi og bragðist líkt og vatn, sem mörgum finnst mikill kostur en aðeins þarf að taka eina matskeið á dag. geoSilica mun vera með kynningarafslátt alla Ljósanótt, ekki láta þetta fram hjá þér fara.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  SkinBoss íslenskar húðvörur

  Staðsetning: Park Inn by Radisson hafnargötu

  Flokkur: Almennt

  Kynning á SkinBoss verðlauna húðvörum sem eru framleiddar í Keflavík. Frábær tilboð og nýjung í boði. •Kaffiskrúbburinn okkar er nýsköpun en hann er 24 stunda formúla sá eini sinnar tegundar, einnig hlaut SkinBoss nýsköpunarstyrk og Gullstjörnuna í Snyrtivöruverðlaunum Hjá Nýtt Líf. •Það verður einnig veglegt happdrætti.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Jóhann Örn - Myndlistasýning

  Staðsetning: Austurgata 12

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Jóhann Örn verður með málverkasýningu á Ljósanótt að Austurgötu 12 (heimili ömmu hans og afa). Málverkin eru í ýmsum stærðum og eru þau langflest unnin með olíu á striga.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Ljósanæturtilboð og kvöldopnun í verslunum og veitingahúsum

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Kvöldopnun í verslunum á Hafnargötunni. Opið til klukkan 22 frá miðvikudegi til laugardags. Opið frá klukkan 13-18 á sunnudegi. Frábær Ljósanæturtilboð, léttar veitingar og góð stemming.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  GUPdesign

  Staðsetning: Park inn by Radisson

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Nú eins og undanfarin ár verð ég á Ljósanótt með fatnað fyrir konur á öllum aldri sem ég hanna og sauma. Alltaf með eitthvað nýtt og tilboð á Ljósanótt. Endilega kíkið á okkur á Park Inn By Radisson
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Monro Design - Íslensk fatahönnun

  Staðsetning: Park Inn By Radisson Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Íslensk fatahönnun, kjólar, peysur ofl.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Svarta Pakkhúsið

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Verið velkomin í gallerýið okkar á Ljósanótt. Við erum með til sölu fallegt handverk eftir 22 listamenn og fjölbreytt úrval af vöru t.d. leir, ullarpeysur, fugla, perlur, skart, tré, steina, föt, hálsmen, myndir, leðurveski o.fl.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Opin vinnustofa Svo Margt Fallegt

  Staðsetning: Klapparstígur 9, Keflavík

  Flokkur: Almennt

  Stína hjá Svo Margt Fallegt tekur á móti gestum á vinnustofuni um helgina. Hjá Svo Margt Fallegt er bæði verslun og vinnustofa þar sem gömul húsgögn fá nýtt líf með náttúrulegri gamaldags mjólkurmálningu og þar eru reglulega haldin námskeið fyrir áhugasama milk paint málara.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Brot úr Skúmaskoti

  Staðsetning: Park Inn By Radisson, Hafnargata 57.

  Flokkur: Sýningar

  Fluga design, Gola & Glóra, Tíra reflective accessories og Nadine glerperlur kynna vörur sýnar.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Bambaloo Icelandic Design

  Staðsetning: Park Inn by Radisson

  Flokkur: Sýningar

  Bambaloo Icelandic Design verður staðsett á Park Inn by Radisson með hálsfestar fyrir auðkenniskort eða lykla, alls konar fallegar hálsfestar og armbönd og lyklakippur. Séstakt Ljósanæturtilboð verður á öllum vörum.
 • Kl. 14:00 - 15:00

  Fríða Dís með leiðsögn

  Staðsetning: Duus Safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Fríða Dís Guðmundsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína Próf / Tests í Stofunni í Duus Safnahúsum á sunnudegi Ljósanætur kl. 14:00. Allir velkomnir.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  KK og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt

  Staðsetning: Kirkjuvogskirkja Hafnir

  Flokkur: Tónlist

  Hátíð í Höfnum - Ljósanótt Sunnudaginn 3. september mun hin ástsæli söngvari KK koma og halda tvenna órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum. KK mun flytja þekkt lög frá ferli sínum bæði ný og gömul og verður einstakt að heyra hann syngja og spila í fallegu litlu kirkjunni í Höfnum. KK tengist Höfnum á þann hátt að hann kom hér fyrir nokkru og tók upp tónlistarmyndband í litla kotinu Garðbæ við lagið, Ég er á förum. (sjá fyrir neðan) og heillaðist hann af látlausum sjarma Hafna. Elíza Newman mun sjá um að hita upp fyrir KK og flytja lög af sínum ferli, meðal annars af nýjustu plötu sinni Straumhvörf sem tekin var upp í Höfnum. Um KK, Þegar tónlistarmaðurinn KK kom heim frá Svíþjóð eftir nokkura ára fjarveru tókum við tókum honum fagnandi enda bar hann með sér nýja strauma inn í íslenskt tónlistarlíf. Sýndi okkur inn í heima sem við höfðum ekki hugmynd um að væru til. Síðan þá hafa ófáar perlur legið eftir á vegi dægurlagamenningar Íslendinga og óhætt að segja að mörg af lögum KK séu orðin þjóðargersemar sem seint ef aldrei gleymast. Um Elízu, Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Nýjasta platan hennar Straumhvörf hefur fengið góðar viðtökur og dóma og telja margir að þetta sé ein besta plata Elízu til þessa. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og seinni kl. 16. Miðaverð er 2000 kr Miðar verða til sölu í Gamla skólanum í Höfnum laugadaginn 02.09 frá 14-16 og sunnudaginn 03.09 frá 13-16. Einnig verður kaffihús og listasýning í gamla skólanum í boði Menningarfélags Hafna. Verið velkomin í Hafnirnar!
 • Kl. 14:00 - 21:00

  Sossa með opna vinnustofu

  Staðsetning: Mánagata 1

  Flokkur: Sýningar

  Vinnustofa mín, Mánagötu 1 Keflavík er opin laugardag 2. september og sunnudaginn 3. september frá kl 14 til 21. Sossa.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Kynning á Urta Islandica í Keflavík

  Staðsetning: Básvegur 10

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Í tilefni af Ljósanótt ætlar Urta Islandica að vera með foropnun á verslun sinni við Básveg 10 í Reykjanesbæ, sýna gestum og gangandi húsnæðið og bjóða upp á smakk af framleiðsluvörum þess. Urta Islandica ehf. er hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur flutt hluta framleiðslu sinnar að Básveginum úr Hafnarfirði, pökkun og framleiðslu á kryddsöltum. Á Básvegi starfa 5 manns við framleiðslu og pökkun. Allar vörur Urta Islandica eru handpakkaðar. Urta Islandica ehf. framleiðir kryddsölt þar sem íslenskum jurtum og berjum er blandað við salt frá Norðursalt, einnig framleiðir Urta Islandica jurtate úr íslenskum jurtum, sultur og sýróp þar sem uppistaðan eru íslenskar jurtir og lífrænt hráefni.
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Með SOUL í auga

  Staðsetning: Andrews Theatre Ásbrú

  Flokkur: Tónlist

  Með SOUL í auga -Stuð tregi og urrandi ástarjátningar SOUL tónlist allra tíma er viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með blik í auga" þetta árið sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Ljósanótt í Reykjanesbæ undanfarin 6 ár. Sálartónlistin er allstaðar; í diskó, blús og rokki. Það verður því stuð, tregi og urrandi ástarjátningar í boði tónlistarmanna eins og Stevie Wonder, Arethu Franklin, Otis Redding og Van Morrison, svo fáeinir séu nefndir. Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni og eru söngvarar í ár þau Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns. Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir er að venju ólíkindatólið Kristján Jóhannsson sem farið hefur á kostum hingað til. Sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og er frumsýning 30. ágúst kl.20:00. Tvær sýningar verða sunnudaginn 3. september kl. 16:00 og 20:00.