Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Prenta alla viðburði

Dagskrá miðvikudaginn

 • Kl. 00:00

  Hagnýtar upplýsingar

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri Ljósanætur er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, netfang valgerdur.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is. Dagskrárviðburðir á Ljósanótt Dagskrá er sett inn á vefinn jafnóðum og hún tekur á sig mynd og eru allir þátttakendur hvattir til þess að skrá sína viðburði beint inn á vefinn www.ljosanott.is. Undir flipann "Skrá viðburð" eru settar inn viðeigandi upplýsingar og mynd. Viðburðurinn verður birtur á vefnum eftir að hann hefur verið samþykktur. Til að viðburður nái í prentaða dagskrá þarf að skrá hann fyrir 20. ágúst. Sala á Ljósanótt Öll sala á hátíðarsvæði er í höndum körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur. Allar upplýsingar er að finna í appelsínugulu stikunni hér fyrir ofan undir Valmynd. Stæði fyrir húsbíla og tjaldvagna Verða á tveimur stöðum, annars vegar við Myllubakkaskóla og hins vegar verður hægt að tjalda á grasflöt norðan við hátíðarsvæðið í nágrenni við smábátahöfnina í Gróf en þar er ekki boðið upp á rafmagn eða aðra þjónustu utan salerna. Stæðin við Myllubakkaskóla verða opnuð kl. 16.00 fimmtudaginn 1. september . Þar er boðið upp á rafmagn. Gjaldtaka fyrir húsbíla/ferðavagna við Myllubakkaskóla er kr. 1.000 fyrir nóttina og 1.000 krónur fyrir rafmagn (gildir alla helgina). Wc losun er í Skólpdælustöðinni við Fitjabraut 1a. Minnt er á reglugerð um tjaldstæði sem sjá má hér. Ljósanæturstrætó - Notum strætó á Ljósanótt Reykjanesbær minnir á að strætó heldur ferðaáætlun á föstudag - AUKAFERÐIR - ATH aukaferð verður farin á föstudagskvöldið sem hér segir. Frá Miðstöð R1 - kl.21.00 , R2 kl.21.30, R3 kl.21:30 og R4 (Hafnir) 21:30 Á laugardeginum er keyrt sem hér segir: Frá Krossmóa á klukkutíma fresti frá kl. 11:00 - 24:00 laugardag. Ath. ferð kl. 19:00 laugardag fellur niður. Strætó ekur leiðina: Mínútur yfir heila tímann: Frá Krossmóa (00) - Grænásbraut 1220 (07) - Engjadalur (15) - Akurskóli - (17) - Krossmói (30) - Holtaskóli - Vatnsholt (36) - Heiðarsel (41) - Norðurtún (45) - Krossmói (50). Stoppað á öllum stoppistöðvum á leiðinni. Minnum á að í Reykjanesbæ er frítt í Strætó. Leigubílar Söfnunarstaður leigubifreiða á laugardag og aðfararnótt sunnudags er við Tjarnargötutorg (Tjarnargötu 12). Bílastæði Bent er á bílastæði neðan Hafnargötu við Ægisgötu, bílastæði við Tjarnargötu 12, bílastæði við Reykjaneshöll og leikvang UMFN, við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og íþróttahús og fleiri staði sem sjá má á korti. Lokanir gatna Takmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði á föstudagskvöldi og laugardegi. Lokað verður neðan Kirkjuvegar og Sólvallagötu frá Gróf og að Aðalgötu á laugardeginum. Íbúar eru hvattir til þess að skilja bílana eftir heima og ganga að hátíðarsvæði. Íbúar í lokuðum hverfum geta ekið inn og út um Norðfjörðsgötu. Einnig er hægt að aka upp Suðurgötu og út að Skólavegi. Salerni Salerni verða staðsett við Öryggismiðstöð á Norðfjörðsgötu og á Ægisgötu við smábátahöfn. Einnig eru salerni á tjaldsvæðum við Myllubakkaskóla. Öryggismiðstöð verður starfrækt að Hafnargötu 8 á laugardagskvöldi Ljósanætur: Þangað verða færð börn og ungmenni vegna brota á útivistarreglum eða vegna ölvunar. Hringt verður í foreldra og þeir beðnir um að sækja börn sín. Foreldrar eru hvattir til þess að njóta Ljósanætur á ábyrgan hátt með börnum sínum. Upplýsingasími Ljósanætur er 891-9101. Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila. Geymum hundinn heima Munum eftir dýrunum og gerum ráðstafanir þeim til verndar á meðan flugeldasýningunni stendur. Hundar verða ekki leyfðir á hátíðarsvæði á laugardeginum. Geymum hundinn heima á Ljósanótt. Sumir eru hræddir við hunda og mörgum hundum líður ekki vel í margmenni og hávaða. Drónaflug Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hef­ur gefið út til­mæli um að flug hvers kyns ómannaðra loft­fara eða flygilda, svo­nefndra dróna, verði ekki yfir byggð eða þar sem mann­fjöldi er sam­an­kom­inn á Ljósa­næt­ur­hátíð í Reykja­nes­bæ. Bent er á að ákveðnar regl­ur gildi um loft­för hér á landi. Þó ekki sé sér­stak­lega fjallað um dróna í lög­um nr. 60/​1998 um loft­ferðir sé þar engu að síður að finna ákvæði sem heim­ili ráðherra að tak­marka eða banna loft­ferðir al­mennt eða að hluta á ís­lensku yf­ir­ráðasvæði eða yfir því vegna al­manna­ör­ygg­is eða alls­herj­ar­reglu. Einnig er vísað í lög­reglu­lög nr. 90/​1996 um hlut­verk lög­reglu við að tryggja ör­yggi borg­ar­anna og að koma í veg fyr­ir að því sé raskað. Göngum vel um bæinn Ruslafötur eru staðsettar víða á hátíðarsvæði - göngum vel um bæinn okkar á Ljósanótt. Ljósanæturfánar Hægt er að fá fyrirtækjafána á ljósastaura hjá Logoflex s. 577 7701. Merkiprent gerir annað markaðsefni og aðra fána sem og Plexigler. Öryggi í fyrirrúmi á Ljósanótt Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur Öryggisráð Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu. Öryggisráðið, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt. Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra. Ýmislegt hefur komið í ljós og hafa verið gerðar úrbætur og áætlun um viðeigandi ráðstafanir. Öryggisráð Ljósanætur minnir á Öryggismiðstöð/Upplýsingaþjónustu, þar sem fulltrúar frá slökkviliði og sjúkrahúsi eru í beinum samskiptum við alla viðbraðgsaðila og er Öryggismiðstöðin beintengd Lögreglu, Slökkviliði og Neyðarlínu. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Lögreglan verða með aukinn útkallsstyrk á tímabilinu 12 á hádegi og fram eftir nóttu. Með notkun TETRA fjarskiptakerfisins verður beint samband við Neyðarlínu og samræmt fjarskiptasamaband við viðbragðsaðila s.s. Slökkvilið, Lögreglu, Björgunarsveit Suðurnesja og Sjúkrahús. Því verður hægt að virkja hópslysaáætlun með stuttum fyrirvara. Hlutverk viðbraðsaðila er víðtækt en skilgreint eins og kostur er. Þá er ákveðið að fulltrúar viðbragðsaðila mæti í Öryggsimiðstöð á hádegi til að fínstylla verkþætti og yfirfara stöðu mála, prófa fjarskipti o.fl. Björgunarsveitin Suðurnes verður með björgunarbátinn Njörð allann daginn, en báturinn verður mannaður köfurum í viðbragðsstöðu og er fulltrúi þeirra í beinu sambandi við Öryggismiðstöðina. Þá verður einnig gæsla á svæðinu og bílar á ferðinni. Öryggisráð Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Valgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ljósanætur Bjarney Annelsdóttir, Lögreglan á Suðurnesjum Jón Guðlaugsson, Brunavarnir Suðurnesja Bjarni Rafnsson, Björgunarsveitin Suðurnes Hera Ósk Einarsdóttir, Fjölskyldu og félagsþjónusta Hafþór Barði Birgisson, Útideild Bjarni Þór Karlsson, Þjónustumiðstöð Dagskrá er birt með fyrirfara um breytingar. Allar upplýsingar um Ljósanótt eru veittar í gegnum netfangið ljosanott@ljosanott.is, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í síma 421 6700 og í upplýsingasíma Ljósanætur Ljósanæturhelgina 891 9101.
 • Kl. 00:00

  Ljósanótt 2016

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Af mikilli eftirvæntingu leggjum við upp í sautjándu Ljósanóttina, dagana 1. – 4. september 2016. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskyludhátíð landsins með viðamiklum viðburðum frá fimmtudegi til sunnudags og í ár verður engin undantekning frá því. Hefð er að skapast fyrir þjófstarti á miðvikudeginum með kvöldopnun verslana við Hafnargötuna með dúndurtilboðum og almennum skemmtilegheitum. Sama kvöld er frumsýning á tónleikunum Með blik í auga í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þar sem tónlistarsagan er rakin með skemmtilegum hætti. Formleg setning er á fimmtudeginum með þátttöku allra grunnskólabarna bæjarins auk elstu barna leikskólans. Seinnipartinn opna listsýningar í Duus Safnahúsum og í framhaldi um allan bæ með tilheyrandi stemningu. Á föstudeginum fer fram tónlistardagskrá á smábátabryggjunni við Duus Safnahús og þá er öllum gestum hátíðarinnar boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Þetta kvöld eru líka heimatónleikar í gamla bænum og unglingaball auk ýmissa annarra uppákoma. Á laugardeginum rís hátíðin hæst. Dagurinn er pakkaður. Árgangagöngunni má enginn missa af. Að henni lokinni er standandi dagskrá og nóg um að vera fyrir börn og fullorðna m.a. fjölskyldudagskrá á útisviði og tónleikadagskrá í Duus Safnahúsum. Um kvöldið eru stórtónleikar á útisviði og botninn sleginn í dagskrána með björtustu flugeldasýningu landsins. Á sunnudag eru allar sýningar opnar og sömuleiðis sölutjöld og tívolítæki og síðasti séns fyrir fólk að sjá allt það sem það hefur ekki komist yfir alla helgina. Dagskráin mun öll birtast hér á vefnum eftir því sem hún tekur á sig mynd. Þátttakendur skrá sjálfir sína viðburði inn á vefinn. Umsjón með allri sölu á svæðinu hefur Karfan, ungmennaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, og er allar upplýsingar um sölu að finna hér á vefnum. Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, valgerdur.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar s. 421 6700.
 • Kl. 08:00 - 23:00

  Skráðu viðburðinn þinn

  Staðsetning: Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt

  Ert þú með viðburð á Ljósanótt? Sýningu, kynningu, tónleika, uppákomu, atriði eða eitthvað slíkt sem þú vilt vekja athygli á? Þá skaltu endilega skrá viðburðinn þinn, svo hann birtist í dagskrá Ljósanætur. Ef þú skráir hann fyrir 19. ágúst 2016 birtist hann einnig í prentaðri dagskrá Víkurfrétta. (Til viðburðar telst þó ekki sala á vöru eða þjónustu).

  Það er einfalt að skrá viðburðinn. Smelltu á "Skrá viðburð" á appelsínugulu stikunni efst til hægri. Skráðu þar inn allar nauðsynlegar upplýsingar og sendu inn viðeigandi mynd. Viðburðurinn mun svo birtast á vefnum þegar hann hefur verið samþykktur, innan sólarhrings.

 • Kl. 09:00 - 23:00

  Sala á Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt 2016  eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is  eða í síma 847 2503 og tilkynna um þátttöku. Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum 1. september til sunnudagsins 4. september.

  Ítarlegri upplýsingar um sölupláss á Ljósanótt, m.a. yfirlitsmynd af svæðinu, má fá með því að smella á "Valmynd" á appelsínugulu stikunni efst í hægra horninu.

 • Kl. 11:00 - 18:00

  Einkasafn poppstjörnu - Páll Óskar

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Fyrsta sérsýning Rokksafn Íslands fjallar um stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar ­ - Einkasafn poppstjornu“. Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri og prófað að hljóðblanda vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum. Gestir geta horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og þannig væri lengi hægt að telja. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir börn 16 ára í yngri sem eru í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Ég verð með skartið mitt hjá skvísunum í Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32. Hlakka til að sjá ykkur.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Gestir fá afhenta spjaldtölvu svo þeir geti kafað enn dýpra í söguna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á ...Lifun með Trúbrot, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 12:00 - 17:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 17:00

  Gestastofa Reykjaness jarðvangs

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Á sýningunni er myndrænt sagt frá mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um jarðvanginn og skagann.
 • Kl. 12 - 17:00

  Þyrping verður að þorpi

  Staðsetning: Duushús, Bryggjuhús

  Flokkur: Sýningar

  Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.

 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhús Gallerý

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Svarta Pakkhúsið samanstendur af 20 listamönnum. Hver listamaður hefur sinn efnivið sem hann hannar úr. Verkin eru úr: leðri, roði, silkisatíni, ull, gleri, járni, plexigleri, bómull, perlum og steinum.
 • Kl. 18.00 - 22.00

  ZOLO ilmolíulampar o.fl.

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Við höfum flutt Zolo ilmolíulampana og bætt við nýjum vörum Allir fallegu lamparnir og uppáhaldsolíurnar þínar verða þessa Ljósanæturhelgina að Hafnargötu 29, á milli skóbúðarinnar og Lemon. Komdu í heimsókn til okkar á Hafnargötu 29 Við tökum vel á móti ykkur
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Ljósanæturhlaup Lífsstíls

  Staðsetning: Lífsstíll við Vatnsnesveg.

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer fram miðvikudaginn 31. ágúst kl 18.00. 500 kr. af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar. Ljósanæturhlaup Lífsstíls (Áður Reykjanes Maraþon) er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ, sem er ein stærsta fjölskylduskemmtun landsins. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km. Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaupi Lífsstíls í 7 og 10 km. Ljósanæturhlaup Lífsstíls er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi. Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ. Dagskrá og tímasetningar • Skráning á Hlaup.is lýkur kl 22.00 þriðjudaginn 30. ágúst • Skráningu á keppnisstað lýkur kl 17.00 (gæti verið fyrr ef uppselt verður) og er gjaldið 500 kr. hærra sé skráð á keppnisstað. • Ræsing í allar vegalengdir kl 18:00 • Verðlaunaafhending verður um kl. 19:30 Hlaupaleiðir Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Hægt er að skoða kort af leiðunum í öllum vegalengdum á hlaup.is. Einnig verða upplýsingar um hlaupaleiðir aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu á staðnum. Verðlaun Hlaupið er aldursflokkaskipt í 7 og 10 km. og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Einnig eru verðlaun eru fyrir besta árangur í 3 km. Glæsileg útdráttarverðlaun þar sem dregið er úr nöfnum allra þátttakenda. Þá styrkir Síminn einnig Ljósanótt með góðum verðlaunum í Lífsstíls maraþoninu. Þátttökugjald • 3 km: 1.500 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 1.000 fyrir 14 ára og yngri (2.000/1.500 ef skráð á staðnum) • 7 km og 10 km: 2.500 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri (3.000/2.000 ef skráð á staðnum) Við hvetjum alla til að tryggja sér skráningu á hlaup.is til að forðast óþarfa stress. Ekki er hægt að ábyrgjast að þeir sem skrá sig á hlaupadag komist að, því er best að vera tímanlega með skráningu. Athugið að skráningargjald hækkar um 500 fyrir alla flokka ef skráð er á staðnum. Umsjón og nánari upplýsingar Vikar Sigurjónsson sími 899-0501.
 • Kl. 20:00 - 21:00

  Yoga hjá Maríu Magdalenu

  Staðsetning: Sjúkraþjálfunin Ásjá Nesvöllum

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Yoga fyrir alla miðvikudag kl. 20:00 í Ásjá sjúkraþjálfun á Nesvöllum ( neðri hæð) Kynnumst Hatha Yoga og förum í stöður sem gera okkur gott. Finnum ró og kyrrð. Endum á yndislegri slökun. Kærleikskveðja María Magdalena JKFÍ-RYT-500
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Leirlistasýning Einu

  Staðsetning: Hjá Fjólu Hafnagötu 34

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistakonan Eina sínir verk sín hjá Fjólu gullsmið.
 • Kl. 20:00 - 23:00

  Með blik í auga 6

  Staðsetning: Andrews leikhúsið, Ásbrú

  Flokkur: Tónlist

  Sveitasöngvar eru viðfangsefni hátíðartónleika Ljósanætur í Reykjanesbæ þetta árið. Tónleikarnir eru betur þekktir sem ,,Með blik í auga" og hafa öðlast fastan sess í dagskrá Ljósanætur. Sveitatónlist verður í forgrunni að þessu sinni undir yfirskriftinni: Hvernig ertu í Kántrýinu elskan? og fara söngvararnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Ljóst er að það verður tekið á því þegar helstu smellir kántrýsins verða fluttir, gamlir og nýir, í bland við góðar sögur og skemmtilegheit. Frumsýning er miðvikudaginn 31. ágúst og tvær sýningar verða sunnudaginn 4. september kl. 16 og 20. Sýningar fara fram í Andrews Theatre á Ásbrú. Miðasala á midi.is
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Tónleikar Sönghóps Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar

  Staðsetning: Keflavíkurkirkja

  Flokkur: Tónlist

  Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar verður með tónleika í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt, miðvikudaginn 31. ágúst kl.20. Flutt verða ný og skemmtileg lög í léttum dúr. Forsala aðgöngumiða er kr 2.500 hjá kórmeðlimum og kr. 3.000 við innganginn.
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Myndlistarsýning Stefáns Jónssonar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verða bæði olíu- og vatnslitamyndir.

Dagskrá fimmtudaginn

 • Kl. 09:00 - 23:00

  Hljóðbylgjan á Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Suðurnesjaútvarpsstöðin Hljóðbylgjan, FM 101,2, ætlar að fylgjast vel með á Ljósanótt og vera umfjallanir og beinar útsendingar frá ýmsum skemmtilegum viðburðum. Á heila tímanum verður farið yfir það sem um er að vera, hvar og hvenær. Hlustendur eru hvattir til að hringja inn í s. 571-3855 með skemmtilegar ábendingar eða fyrirspurnir. Fylgist með á Hljóðbylgjunni FM 101,2.
 • Kl. 10:00 - 20:00

  Skartsmiðjan Perlur og skart

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Almennt

  Perlur, skart og föndurvörur.
 • Kl. 10:30 - 11:00

  Setning Ljósanætur 2016

  Staðsetning: Myllubakkaskóli, Sólvallagötu

  Flokkur: Almennt Börn

  Það eru grunnskólabörn bæjarins ásamt elstu börnum leikskólanna, alls um 2.000 börn, sem setja Ljósanæturhátíðina ár hvert. Þau koma fylktu liði í skólalitum hvers skóla, til tákns um fjölbreytileika mannkynsins, og syngja sig fullum hálsi inn í Ljósanæturhátíðina.
 • Kl. 11.00 - 22.00

  ZOLO ilmolíulampar o.fl.

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Við höfum flutt Zolo ilmolíulampana og bætt við nýjum vörum Allir fallegu lamparnir og uppáhaldsolíurnar þínar verða þessa Ljósanæturhelgina að Hafnargötu 29, á milli skóbúðarinnar og Lemon. Komdu í heimsókn til okkar á Hafnargötu 29 Við tökum vel á móti ykkur
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Einkasafn poppstjörnu - Páll Óskar

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Fyrsta sérsýning Rokksafn Íslands fjallar um stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar ­ - Einkasafn poppstjornu“. Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri og prófað að hljóðblanda vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum. Gestir geta horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og þannig væri lengi hægt að telja. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir börn 16 ára í yngri sem eru í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Gestir fá afhenta spjaldtölvu svo þeir geti kafað enn dýpra í söguna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á ...Lifun með Trúbrot, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Ég verð með skartið mitt hjá skvísunum í Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32. Hlakka til að sjá ykkur.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Leirlistasýning Einu

  Staðsetning: Hjá Fjólu Hafnagötu 34

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistakonan Eina sínir verk sín hjá Fjólu gullsmið.
 • Kl. 12:00 - 20:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 20:00

  Gestastofa Reykjaness jarðvangs

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Á sýningunni er myndrænt sagt frá mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um jarðvanginn og skagann.
 • Kl. 12:00 - 20:00

  Leikfangasafn Helgu Ingólfs

  Staðsetning: Duusgata, við hlið Kaffi Duus (glerblástur)

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður opnað Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttir í Grófinni í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í fyrrum glerblásaraverkstæði við hliðina á Kaffi Duus. Helga hefur ásamt aðstoðarfólki unnið hörðum höndum við að koma safninu upp síðustu mánuði og verður spennandi að sjá afraksturinn en Helga hefur verið ástríðufullur leikfangasafnari í áratugi. Tilbúnar brúður, bílar, boltar, Starwars og spil og þannig mætti lengi telja upp hina ýmsu flokka leikfanga sem Helga hefur safnað en það er ekki nóg, heldur hefur Helga einnig búið til sínar eigin brúður og skapað sína eigin heima sem verða til sýnis á leikfangasafninu.
 • Kl. 12:00 - 20:00

  Þyrping verður að þorpi

  Staðsetning: Duushús, Bryggjuhús

  Flokkur: Sýningar

  Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.

 • Kl. 13:00 - 14:30

  Ljósanætur púttmót

  Staðsetning: Púttvöllur við Mánagötu.

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir

  Árlegt Ljósanæturmót í pútti á glæsilegum púttvelli við Mánagötu. Mótið hefst kl 13.00 fimmtudaginn 1. september og er í boði Toyota í Reykjanesbæ. Allir velkomnir.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Cash Mönneh - Odee

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, neðri hæð. Hafnargötu 2a.

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verður glæný sería listaverka eftir listamanninn Odee frumsýnd. Opnunartími á sýningunni: Fimmtudag: 12:00-22:00 Föstudag: 12:00-22:00 Laugardag: 12:00-22:00 Sunnudag: 12:00-17:00 Staðsetning: Svarta Pakkhúsið neðri hæð, Hafnargötu 2a
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhús Gallerý

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Svarta Pakkhúsið samanstendur af 20 listamönnum. Hver listamaður hefur sinn efnivið sem hann hannar úr. Verkin eru úr: leðri, roði, silkisatíni, ull, gleri, járni, plexigleri, bómull, perlum og steinum.
 • Kl. 13:00 - 23:00

  Matarvagninn Munchies

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Veitingar

  Sala á nýjum og léttum veitingum. Sjálfbær matarvagn.
 • Kl. 15:00 - 00:00

  Fólkið í bænum-"við erum allskonar"

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við tjarnirnar. Innri Njarðvík.

  Flokkur: Börn Sýningar

  Á sýningunni er verk eftir börnin í leikskólanum Holti, unnin úr skapandi efnivið og eiga þau að endurspegla fjölbreytileika fólksins í bænum.
 • Kl. 15:00 - 16:00

  Dekkjakeppnin !

  Staðsetning: Ungmennagarðurinn við Hafnargötu 88

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Keppni á hjólabrettaparkinu í Ungmennagarðinum fimmtudaginn 1. september kl 15.00. Keppt verður í tveimur flokkum 4. – 7. bekkur og 8. – 10. bekkur. Hjálmur á höfuðið er skylda í keppninni. Hámarkstími hvers þátttakanda er 2 mínútur. Leyfilegt er að keppa á hjólum, hjólabrettum, línuskautum, hlaupahjólum eða öllu því sem hefur dekk. Ungmennagarðurinn er staðsettur við Hafnargötu 88. Skráning á staðnum.
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Opið hús Mjallhvít & Mánagull

  Staðsetning: Tjarnabakka 6, íbúð 103. 260 Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt Börn

  Í tilefni Ljósanætur viljum við bjóða fólki að koma og skoða saumaaðstöðuna okkar og lager. Mjallhvít & Mánagull saumar taubleyjur og taubleyjutengda hluti. Allir eru velkomnir að koma og spjalla hvort sem þið vitið eitthvað um taubleyjuheiminn eða ekki.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Tækifæris Tattoo

  Staðsetning: Fyrir framan Svarta Pakkhúsið

  Flokkur: Almennt Börn

  Tækifæris Tattoo er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, blásið á með lofti, skemmtilegt, fljótlegt og sárasaklaust. Endist í allt að 14 daga Vatnsþolið, auðvelt að fjarlægja, þornar samstundis, sárasaklaust, fljótlegt. Til að fá sem bestu endingu : Varist olíur og smyrsl Nuddið/skrúbbið ekki Varist þröngan fatnað Þerrið eftir bað
 • Kl. 17.00 - 23.00

  Óli prik

  Staðsetning: Markaðstjald

  Flokkur: Almennt Börn

  Óli prik verður í markaðstjaldinu á Ljósanótt með vörur sínar. Nafnamerkt á staðnum.
 • Kl. 17:00 - 23:00

  Opnun sýninga um allan bæ

  Staðsetning: Miðbærinn

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar myndlistarsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn. Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.
   
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Berglind Clothing

  Staðsetning: Hafnargata 31

  Flokkur: Almennt

  Berglind Ómarsdóttir er kjóla- og klæðskerameistari. Hún hefur komið með sína hönnun á Ljósanótt síðastliðin 2 ár og það ætlar hún einnig að gera í ár. Berglind Clothing verður að Hafnargötu 31 í Keflavík þar sem Tryggingamiðstöðinni er til húsa.
 • Kl. 17:00 - 21:00

  Bílskúrinn Suðurtúni 1 - Scent of Iceland

  Staðsetning: Suðurtúni 1

  Flokkur: Almennt

  Scent of Iceland ilmkertin verða til sölu þetta eina kvöld. Kertin eru handgerð úrvalskerti úr 100% sojavaxi. Kjörið tækifæri að krækja sér í kerti á tilboði en nú er kertatíminn að skella á. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Kveðja Jóhanna og Perla
 • Kl. 17:00 - 22:00

  GUP design

  Staðsetning: Hafnargötu 25

  Flokkur: Almennt

  GUP design er íslensk hönnun og allur fatnaður framleiddur af Guðrúni Pétursdóttur sem saumar föt fyrir konur á öllum aldri, jakka, kjóla túnikur, leggings og töskur. Ég verð á Hafnargötu 25, Ormsson húsinu á Ljósanótt, endilega kíkið við hjá okkur. Er á facebook www.facebook.com/gupdesign/ Við erum 8 konur í húsnæðinu með mismunandi varning.
 • Kl. 17:00 - 18:00

  Álfabækur

  Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar

  Flokkur: Sýningar

  Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn GARASON (Guðlaugur Arason) sýnir myndverkin sín Álfabækur í Bókasafni Reykjanesbæjar. Myndverkin krefjast þess að áhorfandinn gefi sér góðan tíma til að skoða verkin en í hverju þeirra leynist lítill verndarálfur. Guðlaugur gaf út sína fyrstu skáldsögu 25 ára gamall og síðan þá hafa komið út skáldsögur, leikrit, ljóð og fleira eftir hann. Verk hans hafa notið vinsælda og verið verðlaunuð. Sýningin höfðar til allra aldurshópa Sýningin opnar fimmtudaginn 1. september klukkan 17.00 og um leið opnar Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar og eru gestir boðnir hjartanlega velkomnir af þessu tilefni.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Myndlistarsýning Stefáns Jónssonar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verða bæði olíu- og vatnslitamyndir.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Ljósmyndasýning "SVEITAPILTSINS DRAUMUR"

  Staðsetning: Duus safnahús, anddyri

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir verður með ljósmyndasýningu í anddyri Duus Safnahúsa á Ljósanótt. Þar sýnir hún seríuna „Sveitapiltsins draumur“ og er sú sería í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían ,,SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum. Samkynhneigður einstaklingur á í harðri innri baráttu, hann leitar leiða til vinna úr neikvæðum tilfinningum og eigin fordómum sem byggðir eru á speglun samfélagsins. Hann tekst á við lélegt sjálfsmat og sjálfeyðingarhvöt. Svo er bara spurningin, lifir hann þetta af, nýtur lífsins og leyfir sér að elska, eða heldur hann áfram að grafa sína eigin gröf og lifa lífi sínu sem strengjabrúða? Líf er í húfi, látum af fordómum. Ástin er allra.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagssins, Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Blómahaf

  Staðsetning: Bíósalur Duus hús

  Flokkur: Sýningar

  Blómahaf nefnir Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir sýningu sína í Bíósalnum sem verður opnuð 1.september næstkomandi kl. 18 á Ljósanótt. Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar gefur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Myndheimur Elínrósar er draumkenndur en á sama tíma raunsær þar sem myndefnið er málað af mikilli nákvæmni og af raunsæi og virðingu fyrir efninu. Á myndunum lifnar gróðurinn við og hefur áferð hollensku meistaranna en fyrirmyndir eru alltaf raunverulegar plöntur. Form og listræn fegurð myndanna hefur mikið gildi og er hægt að skynja lífrænan kraft þeirra. Elínrós hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis meðal annars í Hofi, í Hafnarborg, Gallerí Horninu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir víðtækt nám í postulínsmálun hóf Elínrós nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún lauk námi úr málaradeild á árinu 1987. Hún hélt áfram að þróa postulínsmálunina og sótti námskeið hjá þekktustu kennurum beggja vegna hafsins. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet. Listamannaspjall verður sunnudag 4. september kl. 15. Sýningin verður opin yfir Ljósanæturhelgina fim kl.18-20, fös – sun kl.12-18. Eftir það alla daga kl. 12 – 17 og stendur til 6. nóvember.
 • Kl. 18:00 - 21:30

  Smárétta ævintýri VOCAL Restaurant

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Veitingar

  Fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. september. Öllum réttum fylgir súrdeigsbraud og heimalagað pestó. Heima reykt andabringa með sesame dressingu Léttsteiktur túnfiskur oriental Skelfiskspjót með silungahrognum og hrísgrjóna vinaigrette Keiluvefja með engiferdressingu, sólþurrkuðum tómötum og ólífum Rjómalöguð humarsúpa Hægeldað nauta ribeye, villisveppasósa "Aligo" kartöflumousse og truffluolíu Hnetusteik með paprikusósu Kryddlegið grillað tofu, portobello sveppir og basilolía Villisveppasúpa með grizzini Einn réttur kr. 1.100 Tveir réttir kr. 1.900 Þrír réttir kr. 2.700 Fjórir réttir kr. 3.500 Fimm réttir kr. 4.300 Sex réttir kr. 5.100 Þriggja rétta ljósanætur seðill Humar á tvo vegu: Humar í brick deigi , grillaður humar á salat kryddjurtabeði Innbakað lambaprime í hvítlauksbrauði, borið fram með grilluðu fennel og seljurótarmauki Heit súkkulaði Lavakaka með berja compote Verð kr: 8. 600 á mann Eftirréttahlaðborð VOCAL - Hamingjusprengja fyrir bragðlaukana, úrval af unaðslegum eftirréttum m.a. Súkkulaðimousseterta með hindberjacoulis, Creme brulee með lakkrís Cremce brulee með Grand Marnier, Ísbar, Ferskt ávaxtasalat með aprikósulíkjör Flamberaðir ávextir. Verð kr. 1.700 á mann
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Ást á íslenskri náttúru

  Staðsetning: Duus safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og nú má sjá skemmtilega sýningu Stofunni í Duus Safnahúsum sem tengist einmitt þessari náttúruást. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  "Mín eigin jörð" Íris Söring

  Staðsetning: Duus safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin “Mín eigin jörð” verður opnuð í Gryfjunni í Duus Safnahúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt, nánar tiltekið fimmtudaginn 1.september kl. 18.00. Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30. október n.k.
 • Kl. 18:30 - 22:00

  Fólk og landslag - Samsýning í Gömlu búð

  Staðsetning: Gamla búð, við Duus húsin

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning málverka og ljósmynda: Fríða Rögnvaldsdóttir – steyptar myndir á striga Stefán Ólafsson – ljósmyndir á striga og á skjá
 • Kl. 18:00 - 21:00

  Pappírslist og myndir á striga

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning Bjargarinnar, Hæfingarstöðvarinnar og fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá MSS. Skemmtileg, litrík og fjölbreytt sýning sem enginn verður svikinn af. Verkin hafa verið unnin á hverjum stað fyrir sig frá áramótum. Sýningin stendur yfir til 9. september á opnunartíma í Krossmóanum. Sjón er sögu ríkari.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Myndlistasýning Böggu

  Staðsetning: Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Verð á sama stað og áður með myndirnar mínar á Hárfaktorý Hafnargötu 20 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir, vonast til að sjá sem flesta.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  "Framtíðarminni" í Listasafni Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Í tilefni Ljósanætur opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Framtíðarminni” í Listasalnum í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 1.september kl.18:00. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Myndlist í Hf sölum

  Staðsetning: Hf salir, gengið inn í portinu við Svarta pakkhús

  Flokkur: Sýningar

  Það er órjúfanlegur hluti Ljósanætur að kíkja við í Hf-sölunum sem eru í hjarta hátíðarsvæðisins og skoða fjölbreytta myndlist. Að öllum líkindum verður þetta þó í síðasta sinn sem þarna verður hægt að halda sýningar. Í ár sýna þar fjórir flottir listamenn. Brynhildur Guðmundsdóttir Ethoríó Gulla Olsen Skúli Thoroddsen
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Opin vinnustofa hjá Svo margt fallegt

  Staðsetning: Klapparstígur 9

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Stína Sæm tekur vel á móti gestum á opinni vinnustofu "Svo margt fallegt" á Ljósanótt með kynningu og örnámskeiði á Milk paint eða mjólkurmálningu. Þar sem gestir geta kynnst þessari skemmtilegu gamaldags málningu og prufað að mála. Húsgögn máluð með Milk paint verða einnig til sýnis og sölu á vinnustofunni.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  SITT LÍTIÐ AF HVERJU

  Staðsetning: Hafnargata 79, Tómasarhagi

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndasýning verður á Hafnargötu 79, Tómasarhaga á Ljósanótt. Sýnendur eru Christine Gísladóttir og Vigdís Heiðrún Viggósdóttir. Þær stöllur útskrifuðust saman úr Ljósmyndaskólanum 2014 og sýna ljósmyndir í öllum stærðum og gerðum, meðal annars ljósmyndar unnar í textíl. Vigdís sýnir seríu sem nefnist ,,LEYST ÚR LÆÐINGI" hún fjallar um vorið og þá orku sem því fylgir. Vigdís sýnir einnig verkið ,,Sveitapiltsins draum" í Duus Safnahúsum. Kæru verfarendur, verið hjartanlega velkomin. Vinsamlega deilið.
 • Kl. 18:00 - 20:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september kl. 18:00. Í Listasal opnar sýningin “Framtíðarminni.” Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Í Gryfjunni opnar sýningin "Mín eigin jörð." Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k. Í Bíósal opnar sýning myndlistarkonunnar Elínrósar Blomquist Eyjólfsdóttur sem hún kýs að kalla "Blómahaf." Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar getur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Elínrós býður upp á listamannaspjall sunnudaginn 4. september kl. 15. Í anddyri Duus Safnahúsa sýnir ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndaseríuna „Sveitapiltsins draumur“ sem er í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Píratar

  Staðsetning: Tjarnargata portið á bak við H30 á móti gamla Hljómval.

  Flokkur: Almennt

  Píratar bjóða í kaffi og spjall.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Skúli Thór., framlag mitt

  Staðsetning: Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið.

  Flokkur: Sýningar

  Skúli Thoroddsen sýnir íslenskar landslagsmyndir í olíu í HF húsinu Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið. Myndirnar endurspegla litríka íslenska náttúru, með augum Skúla, m.a. eftir ferðir hans um hálendið.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Málverkasýning

  Staðsetning: Hafnargata 22

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Sigríður Anna Garðarsdóttir verður með málverkasýningu á Hafnargötu 22. Verið velkomin á opnun sýningarinnar á fimmtudaginn milli 18 og 22.
 • Kl. 18:00 - 19:30

  the Soundation Project í Duus húsum

  Staðsetning: Duus Safnahús

  Flokkur: Tónlist

  Dúettinn "the Soundation Project" heldur litla tónleka samhliða opnunar sýninganna í Duus - Safnahúsum á ljósanótt Leikinn verður léttur Jazz, blús og önnur áheyrileg tónlist The Soundation Pjoject samanstendur af Birtu Rós Sigurjónsdóttur (Söngkonu og bassaleikara) og Sveinbirni Ólafssyni (gítar)
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Re-Place

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargötu bakatil

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Re-Place er samsýning hjónanna Gunnhildar Þórðardóttur og Douglas Arthur Place. Gunnhildur er myndlistarmaður og Douglas er verkfræðingur. Saman hafa þau hannað ýmislegt og smíðað og hafa mikinn áhuga á endurvinnslu og grænni þróun. Gunnhildur sýnir ný verk og gömul með og saman sýna þau ýmsa hluti sem þau hafa hannað saman. Sýningin verður opnuð fimmtudag 1. september kl. 19 og verður svo opin bæði á föstudag og laugardag. Allir velkomnir í Fischerhúsið bakatil.
 • Kl. 19:00 - 22:00

  Víðsýn

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Víðsýn er eftir Bjarnveigu Björnsdóttur og er hún bæði með olíumálverk og grafík. Sýningin verður opnuð 1. sept kl 19 í Fischerhúsinu að Hafnargötu 2, baka til. Allir velkomnir.
 • Kl. 19:00 - 22:00

  Lifandi vinnustofa

  Staðsetning: Hafnargata 2a efri hæð

  Flokkur: Sýningar

  Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður með opna vinnustofu í Svarta Pakkhúsinu 2. hæð, Hafnargötu 2a. Þar munu nokkrir félagsmenn og -konur vinna að list sinni og taka á móti gestum. Allir velkomnir og kaffi á könnunni allan tíma viðburðar.
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Lína Rut

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ.

  Flokkur: Sýningar

  Opin vinnustofa. ATH. ný staðsetning. Vallargata 14.
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Sálarrannsókna félag Suðurnesja tekur á móti gestum

  Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fimmtudagur kl. 20:00: Fyrirlestur um indverska stjörnuspeki sem Anna Björk Erlingsdóttir flytur. Kynning á starfsemi félagsins í vetur. Myndlistarsýning Dagbjartar Magnúsdóttur. Skart og rúnir til sölu frá Gallery skart. Laugardag og sunnudag: Bjóðum upp á heilun, miðlun, spá, tarrotlestur, skart til sölu og myndlist. Allir hjartanlega velkomir, kaffi á könnunni.
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Helgi Hólm á Sagnakvöldi á Nesvöllum

  Staðsetning: Nesvellir, Njarðarvöllum 2

  Flokkur: Saga

  Hið árlega Sagnakvöld í tengslum við Ljósanótt verður fimmtudaginn 1.september n.k. á Nesvöllum. Sagnakvöldið hefst kl 20:00. Helgi Hólm mun þar segja frá Málfundafélaginu Faxa og blaðinu Faxa. Allir eru velkomnir.
 • Kl. 20:00 - 21:00

  Hjólbörutónleikar

  Staðsetning: Keflavíkurkirkja

  Flokkur: Tónlist

  Hljólbörutónleikarnir sem slógu í gegn á síðustu Ljósanótt verða endurteknir í Keflavíkurkirkju í ár en þar munu gleðigjafarnir Arnór B. Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og Kjartan Már Kjartansson bregða á leik og taka við óskalögum tónleikagesta. Flutt verða lög af 100 laga lista samkvæmt óskum tónleikagesta og má því segja að efnisskráin verði til á staðnum. Hvert lag hefur númer og sá sem galar hæst getur átt von á því að fá lagið sitt flutt. Það verður fróðlegt að sjá hvaða lög fá flest atkvæði tónleikagesta. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 fimmtudaginn 1. september og er miðaverð kr. 1500. Miðasala við innganginn.
 • Kl. 20:00 - 22:00

  Memento Mori: Náttúrugripasafn – Sara Riel

  Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, 260 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar Tónlist Veitingar

  Þér er boðið á opnun sýningar Söru Riel, Memento Mori: Náttúrugripasafn í Kaffitári fimmtudagskvöldið, 1. september, kl.20-22. Kaffibarþjónar Kaffitárs hrista fram bragðgóða kaffikokteila og Högni Egilsson syngur ljúfa tóna fyrir gesti frá kl. 21. Memento Mori: Náttúrugripasafn Í sýningunni Memento Mori Náttúrugripasafn er tekist á við það fyrirbæri sem náttúrugripasafnið er og hugmyndafræðina á bak við það. Sara vann rannsóknir sínar út frá flokkunarkerfi náttúrufræðinnar en flokkarnir eru dýraríkið, plönturíkið, steinaríkið, svepparíkið, fjölfrumungar og einfrumungar og hafa þær hugmyndir sem vöknuðu í gegnum þetta ferli verið unnar í ýmsa miðla; skúlptúr, teikningar, málverk, veggverk, myndbandsverk, ljósmyndir og prentverk. Þessi verk endurspegla, endursegja og endurraða þáttum úr náttúrunni sem svo blandast sögusögnum og varpa ljósi á ákveðin samfélagsmál. Stíll þeirra á sér uppruna í hvor tveggja klassískri og samtímamyndlist, sem og grafískri hönnun, teiknimyndum, myndskreytingum og strætislist (graffiti). Þetta er tilraun til að finna nýjan vinkil og jafnvægi milli tveggja tíma. Í höndum Söru verða mörkin á milli vísinda og myndlistar óljós. Á sama tíma og hún er að rannsaka náttúruminjar er hún einnig að rannsaka myndlistina og þá miðla sem henni standa til boða. Verk hennar eiga það sameiginlegt með hugmyndafræði náttúrugripasafnsins að hún leitast eftir að taka kunnuglega hluti, endurraða þeim og setja í annað samhengi. Sara gengur út frá fimm meginatriðum við gerð verka sinna; hugmynd, rannsókn, framkvæmd, framleiðsla og framsetning. Þó er myndlistarsköpun hennar ekki rökræn. Eins og „vísindamaður“ rýnir hún í umhverfi sitt í leit að formum og litum, skoðar smáatriðin og reynir að draga þau fram, finnur vísbendingar og þreifar sig áfram án þess að hafa fyrirfram ákveðna niðurstöðu eða tilgang í huga. Hvert verk er endurspeglun á fundnum fyrirbærum sem endurraðast í nýjum. Sýningin í Kaffitár er úrval verka frá einka sýningunni Memento Mori: Nátturgripasafn sem opnaði í Listasafni Íslands Júní 2013. Memento Mori; Natural History Museum The exhibition Memento Mori deals with the phenomenon, natural history museum, and its ideology as Sara Riel´s interest in its aesthetics and sophistication. Riel’s research is based on the kingdoms in the natural sciences; Animalia, Plantae, Mineralia, Fungi, Protista, and Monera and the ideas that arose through this process now being carried out in various media; sculpture, drawings, paintings, street art, video installations, photographs and prints. These works reflect, retell and rearrange elements of nature mixed with fiction and sheds light on certain social concerns. The style is both classical and contemporary, including graphic design, cartoons, illustration and street art (graffiti), as well as an attempt to find a new angle and balance between the two times. Riel blurs the boundaries between science and art. At the same time she is studying natural artefact she is also studying art and it’s media available to her. Her works share a common feature with the philosophy of the natural history museums as it seeks to take familiar things, rearrange them and put in another context. While preparing her works, Sara uses five essential elements; idea, research, implementation, production and presentation. Her works are not logical, like a “scientist” she studies her surroundings searching for forms and colours, viewing the details and trying to bring them forward, discovering clues and moving forward without a predetermined outcome or purpose in mind. Each piece reflects known phenomena, which are re-organized into new ones. The exhibition in Kaffitár is a selection of works from her solo exhibition Memento Mori; Natural History Museum that opened June 2013 in The National Art Gallery. Dagskrá Ljósanætur á Kaffitár: Fimmtudagur opið kl. 9-22, -kl. 20:00 -Opnun sýningar Söru Riel. -kl. 21:00 - tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 -kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 -kl. 12-18 -Kaffibland í poka selt í kílóavís. -kl.13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. -kl.15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíasson. Sunnudagur opið kl. 12-17 -kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 20:00 - 22:00

  ULFR Clothing Pop Up Store X Aron Can á H30

  Staðsetning: Hafnargata 37 (Hótel Keilir)

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  ULFR Clothing opnar einstaka PopUp Verslun á Hafnargötu 37 (Hótel Keilir) í Keflavík fimmtudaginn 1. september kl 20:00 á Ljósanótt og býður alla velkomna. Við munum kynna og selja nýjar vörur frá ULFR. Einnig munum við bjóða gestum markaðarins uppá léttar veigar og plötusnúðar á staðnum alla helgina. Þá verðum við með RISA Ljósanæturpartý á skemmtistaðnum H30 þann 2. september en þar mun Aron Can spila ásamt Basic-B. Markaðurinn stendur aðeins yfir helgina 1.2.3. september svo ekki láta þig vanta! Opnunartími: Fimmtudaginn 1. september Verslun opnar kl 20:00 - 22:00 Föstudagurinn 2. september Kl 14:00 - 22:00 Ljósanæturpartý á H30 kl 00:00 ARON CAN x BASIC B Laugardagurinn 3.september Kl 14:00 - 22:00
 • Kl. 21:00 - 22:00

  Tónleikar Högna Egilssonar

  Staðsetning: Stapabraut 7

  Flokkur: Almennt Sýningar Tónlist Veitingar

  Högni Egilsson hefur komið víða við á tónlistarferli sínum og leggur nú leið sína í Kaffibrennslu Kaffitárs. Högni hefur sungið og samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus til fjölmargra ára auk sólóverkefnisins HE. Tónleikagestir mega búast við einstakri tónlistarveislu. Dagskrá Kaffitár á Ljósanótt: Þér er boðið til veislu fyrir öll skynfærin á Kaffitári, helgina, 1.- 4. september 2016. Sérstök Ljósanæturhnallþóra verður á boðstólum og tapasplattar sem tilvalið er að njóta í góðra vina hópi. Fimmtudagur opið kl. 9-22, kl. 20:00 - Opnun sýningar Söru Riel. kl. 21:00 - Tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. kl. 13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. kl. 15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíassyni. Sunnudagur opið kl. 12-17 kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 21:00 - 01:00

  Vök á Paddy's

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist

  Ljósanæturtónleikar Vök á Paddy's slógu vel í gegn og komust færri að en vildu. Því er engin ástæða til annars en að endurtaka leikinn. Daginn eftir tónleikana mun hljómsveitin fljúga beint í hljómleikaferðalag svo það má gera ráð fyrir þeirra besta formi. Vök vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Músíktilraunir árið 2013. Hljómsveitin spilar draumkennda, elektróníska popptónlist með indie áhrifum. Seiðandi rödd söngkonunnar Margrétar Ránar Magnúsdóttur er fyrirferðarmikil í hljómi Vakar auk þess sem fjarlægur saxófónleikur Andra Más Enokssonar spilar stóran þátt. Auk þeirra eru í hljómsveitinni þeir Ólafur Alexander Ólafsson (Gítar, Bassi) og Einar Hrafn Stefánsson (Trommur, Slagverk). Vök hefur gefið út tvær þröngskífur (EP), Tension (2013) og Circles (2015) sem innihalda þekkt lög eins og Before, Ég bíð þín og Waterfall. Vök hefur getið sér gott orð fyrir tilfinningaþrungna tónleika sína en þau hafa verið iðin við tónleikahald undanfarin missiri. Í janúar 2015 kom Vök fram á “showcase” tónlistarhátíðinni Eurosonic við frábærar viðtökur og spilaðií kjölfarið á fjölda tónlistarhátíða í Evrópu síðasta sumar. Þar ber helst að nefna Hróarskelduhátíðina í Danmörku. Það er mikið um að vera hjá Vök þessa dagana en sveitin gaf nýlega út lagið Waiting og fylgdu þau útgáfunni eftir með sinni fyrstu tónleikaferð um Evrópu þar sem þau komu fram á 24 tónleikum í 9 löndum á rúmum mánuði. Sumarið mun Vök nýta í upptökur á sinni fyrstu breiðskífu auk þess að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu. Hér má sjá tónlistarmyndband við nýjustu smáskífu þeirra, Waiting, þar sem íslensk náttúrua spilar stórt hlutverk: https://www.youtube.com/watch?v=23GtNKYQj7c

Dagskrá föstudaginn

 • Kl. 00:00

  Fólkið í bænum-"við erum allskonar"

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við tjarnirnar. Innri Njarðvík.

  Flokkur: Börn Sýningar

  Á sýningunni er verk eftir börnin í leikskólanum Holti, unnin úr skapandi efnivið og eiga þau að endurspegla fjölbreytileika fólksins í bænum.
 • Kl. 00:00 - 04:00

  Hobbitarnir og Föruneytið á Paddy's

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist

  Ein sögufrægasta dansleikjahljómsveit Suðurnesja síðustu áratuga heldur uppi ballfjöri föstudags- og laugardagsnótt á Paddy's, Hafnargötu 38 á Ljósanótt.
 • Kl. 08:00 - 20:00

  Pappírslist og myndir á striga

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning Bjargarinnar, Hæfingarstöðvarinnar og fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá MSS. Skemmtileg, litrík og fjölbreytt sýning sem enginn verður svikinn af. Verkin hafa verið unnin á hverjum stað fyrir sig frá áramótum. Sýningin stendur yfir til 9. september á opnunartíma í Krossmóanum. Sjón er sögu ríkari.
 • Kl. 09:00 - 18:00

  Memento Mori: Náttúrugripasafn – Sara Riel

  Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, 260 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar Tónlist Veitingar

  Þér er boðið á opnun sýningar Söru Riel, Memento Mori: Náttúrugripasafn í Kaffitári fimmtudagskvöldið, 1. september, kl.20-22. Kaffibarþjónar Kaffitárs hrista fram bragðgóða kaffikokteila og Högni Egilsson syngur ljúfa tóna fyrir gesti frá kl. 21. Memento Mori: Náttúrugripasafn Í sýningunni Memento Mori Náttúrugripasafn er tekist á við það fyrirbæri sem náttúrugripasafnið er og hugmyndafræðina á bak við það. Sara vann rannsóknir sínar út frá flokkunarkerfi náttúrufræðinnar en flokkarnir eru dýraríkið, plönturíkið, steinaríkið, svepparíkið, fjölfrumungar og einfrumungar og hafa þær hugmyndir sem vöknuðu í gegnum þetta ferli verið unnar í ýmsa miðla; skúlptúr, teikningar, málverk, veggverk, myndbandsverk, ljósmyndir og prentverk. Þessi verk endurspegla, endursegja og endurraða þáttum úr náttúrunni sem svo blandast sögusögnum og varpa ljósi á ákveðin samfélagsmál. Stíll þeirra á sér uppruna í hvor tveggja klassískri og samtímamyndlist, sem og grafískri hönnun, teiknimyndum, myndskreytingum og strætislist (graffiti). Þetta er tilraun til að finna nýjan vinkil og jafnvægi milli tveggja tíma. Í höndum Söru verða mörkin á milli vísinda og myndlistar óljós. Á sama tíma og hún er að rannsaka náttúruminjar er hún einnig að rannsaka myndlistina og þá miðla sem henni standa til boða. Verk hennar eiga það sameiginlegt með hugmyndafræði náttúrugripasafnsins að hún leitast eftir að taka kunnuglega hluti, endurraða þeim og setja í annað samhengi. Sara gengur út frá fimm meginatriðum við gerð verka sinna; hugmynd, rannsókn, framkvæmd, framleiðsla og framsetning. Þó er myndlistarsköpun hennar ekki rökræn. Eins og „vísindamaður“ rýnir hún í umhverfi sitt í leit að formum og litum, skoðar smáatriðin og reynir að draga þau fram, finnur vísbendingar og þreifar sig áfram án þess að hafa fyrirfram ákveðna niðurstöðu eða tilgang í huga. Hvert verk er endurspeglun á fundnum fyrirbærum sem endurraðast í nýjum. Sýningin í Kaffitár er úrval verka frá einka sýningunni Memento Mori: Nátturgripasafn sem opnaði í Listasafni Íslands Júní 2013. Memento Mori; Natural History Museum The exhibition Memento Mori deals with the phenomenon, natural history museum, and its ideology as Sara Riel´s interest in its aesthetics and sophistication. Riel’s research is based on the kingdoms in the natural sciences; Animalia, Plantae, Mineralia, Fungi, Protista, and Monera and the ideas that arose through this process now being carried out in various media; sculpture, drawings, paintings, street art, video installations, photographs and prints. These works reflect, retell and rearrange elements of nature mixed with fiction and sheds light on certain social concerns. The style is both classical and contemporary, including graphic design, cartoons, illustration and street art (graffiti), as well as an attempt to find a new angle and balance between the two times. Riel blurs the boundaries between science and art. At the same time she is studying natural artefact she is also studying art and it’s media available to her. Her works share a common feature with the philosophy of the natural history museums as it seeks to take familiar things, rearrange them and put in another context. While preparing her works, Sara uses five essential elements; idea, research, implementation, production and presentation. Her works are not logical, like a “scientist” she studies her surroundings searching for forms and colours, viewing the details and trying to bring them forward, discovering clues and moving forward without a predetermined outcome or purpose in mind. Each piece reflects known phenomena, which are re-organized into new ones. The exhibition in Kaffitár is a selection of works from her solo exhibition Memento Mori; Natural History Museum that opened June 2013 in The National Art Gallery. Dagskrá Ljósanætur á Kaffitár: Fimmtudagur opið kl. 9-22, -kl. 20:00 -Opnun sýningar Söru Riel. -kl. 21:00 - tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 -kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 -kl. 12-18 -Kaffibland í poka selt í kílóavís. -kl.13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. -kl.15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíasson. Sunnudagur opið kl. 12-17 -kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 09:00 - 18:00

  Álfabækur

  Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar

  Flokkur: Sýningar

  Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn GARASON (Guðlaugur Arason) sýnir myndverkin sín Álfabækur í Bókasafni Reykjanesbæjar. Myndverkin krefjast þess að áhorfandinn gefi sér góðan tíma til að skoða verkin en í hverju þeirra leynist lítill verndarálfur. Guðlaugur gaf út sína fyrstu skáldsögu 25 ára gamall og síðan þá hafa komið út skáldsögur, leikrit, ljóð og fleira eftir hann. Verk hans hafa notið vinsælda og verið verðlaunuð. Sýningin höfðar til allra aldurshópa Sýningin opnar fimmtudaginn 1. september klukkan 17.00 og um leið opnar Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar og eru gestir boðnir hjartanlega velkomnir af þessu tilefni.
 • Kl. 10:00 - 20:00

  Listsýning Elínar Óskar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Almennt Sýningar Veitingar

  Þema sýningarinnar er svarthvítar landslagsmyndir.
 • Kl. 10:00 - 20:00

  Skartsmiðjan Perlur og skart

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Almennt

  Perlur, skart og föndurvörur.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Leirlistasýning Einu

  Staðsetning: Hjá Fjólu Hafnagötu 34

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistakonan Eina sínir verk sín hjá Fjólu gullsmið.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Gestir fá afhenta spjaldtölvu svo þeir geti kafað enn dýpra í söguna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á ...Lifun með Trúbrot, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Ég verð með skartið mitt hjá skvísunum í Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32. Hlakka til að sjá ykkur.
 • Kl. 11.00 - 22.00

  ZOLO ilmolíulampar o.fl.

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Við höfum flutt Zolo ilmolíulampana og bætt við nýjum vörum Allir fallegu lamparnir og uppáhaldsolíurnar þínar verða þessa Ljósanæturhelgina að Hafnargötu 29, á milli skóbúðarinnar og Lemon. Komdu í heimsókn til okkar á Hafnargötu 29 Við tökum vel á móti ykkur
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Einkasafn poppstjörnu - Páll Óskar

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Fyrsta sérsýning Rokksafn Íslands fjallar um stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar ­ - Einkasafn poppstjornu“. Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri og prófað að hljóðblanda vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum. Gestir geta horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og þannig væri lengi hægt að telja. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir börn 16 ára í yngri sem eru í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september kl. 18:00. Í Listasal opnar sýningin “Framtíðarminni.” Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Í Gryfjunni opnar sýningin "Mín eigin jörð." Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k. Í Bíósal opnar sýning myndlistarkonunnar Elínrósar Blomquist Eyjólfsdóttur sem hún kýs að kalla "Blómahaf." Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar getur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Elínrós býður upp á listamannaspjall sunnudaginn 4. september kl. 15. Í anddyri Duus Safnahúsa sýnir ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndaseríuna „Sveitapiltsins draumur“ sem er í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning "SVEITAPILTSINS DRAUMUR"

  Staðsetning: Duus safnahús, anddyri

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir verður með ljósmyndasýningu í anddyri Duus Safnahúsa á Ljósanótt. Þar sýnir hún seríuna „Sveitapiltsins draumur“ og er sú sería í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían ,,SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum. Samkynhneigður einstaklingur á í harðri innri baráttu, hann leitar leiða til vinna úr neikvæðum tilfinningum og eigin fordómum sem byggðir eru á speglun samfélagsins. Hann tekst á við lélegt sjálfsmat og sjálfeyðingarhvöt. Svo er bara spurningin, lifir hann þetta af, nýtur lífsins og leyfir sér að elska, eða heldur hann áfram að grafa sína eigin gröf og lifa lífi sínu sem strengjabrúða? Líf er í húfi, látum af fordómum. Ástin er allra.
 • Kl. 12:00 - 19:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Leikfangasafn Helgu Ingólfs

  Staðsetning: Duusgata, við hlið Kaffi Duus (glerblástur)

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður opnað Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttir í Grófinni í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í fyrrum glerblásaraverkstæði við hliðina á Kaffi Duus. Helga hefur ásamt aðstoðarfólki unnið hörðum höndum við að koma safninu upp síðustu mánuði og verður spennandi að sjá afraksturinn en Helga hefur verið ástríðufullur leikfangasafnari í áratugi. Tilbúnar brúður, bílar, boltar, Starwars og spil og þannig mætti lengi telja upp hina ýmsu flokka leikfanga sem Helga hefur safnað en það er ekki nóg, heldur hefur Helga einnig búið til sínar eigin brúður og skapað sína eigin heima sem verða til sýnis á leikfangasafninu.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Ást á íslenskri náttúru

  Staðsetning: Duus safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og nú má sjá skemmtilega sýningu Stofunni í Duus Safnahúsum sem tengist einmitt þessari náttúruást. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma.
 • Kl. 12:00 - 19:00

  "Framtíðarminni" í Listasafni Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Í tilefni Ljósanætur opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Framtíðarminni” í Listasalnum í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 1.september kl.18:00. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Gestastofa Reykjaness jarðvangs

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Á sýningunni er myndrænt sagt frá mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um jarðvanginn og skagann.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Þyrping verður að þorpi

  Staðsetning: Duushús, Bryggjuhús

  Flokkur: Sýningar

  Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.

 • Kl. 12:00 - 22:00

  Píratar

  Staðsetning: Tjarnargata portið á bak við H30 á móti gamla Hljómval.

  Flokkur: Almennt

  Píratar bjóða í kaffi og spjall.
 • Kl. 12:00 - 19:00

  Opin vinnustofa hjá Svo margt fallegt

  Staðsetning: Klapparstígur 9

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Stína Sæm tekur vel á móti gestum á opinni vinnustofu "Svo margt fallegt" á Ljósanótt með kynningu og örnámskeiði á Milk paint eða mjólkurmálningu. Þar sem gestir geta kynnst þessari skemmtilegu gamaldags málningu og prufað að mála. Húsgögn máluð með Milk paint verða einnig til sýnis og sölu á vinnustofunni.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Blómahaf

  Staðsetning: Bíósalur Duus hús

  Flokkur: Sýningar

  Blómahaf nefnir Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir sýningu sína í Bíósalnum sem verður opnuð 1.september næstkomandi kl. 18 á Ljósanótt. Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar gefur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Myndheimur Elínrósar er draumkenndur en á sama tíma raunsær þar sem myndefnið er málað af mikilli nákvæmni og af raunsæi og virðingu fyrir efninu. Á myndunum lifnar gróðurinn við og hefur áferð hollensku meistaranna en fyrirmyndir eru alltaf raunverulegar plöntur. Form og listræn fegurð myndanna hefur mikið gildi og er hægt að skynja lífrænan kraft þeirra. Elínrós hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis meðal annars í Hofi, í Hafnarborg, Gallerí Horninu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir víðtækt nám í postulínsmálun hóf Elínrós nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún lauk námi úr málaradeild á árinu 1987. Hún hélt áfram að þróa postulínsmálunina og sótti námskeið hjá þekktustu kennurum beggja vegna hafsins. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet. Listamannaspjall verður sunnudag 4. september kl. 15. Sýningin verður opin yfir Ljósanæturhelgina fim kl.18-20, fös – sun kl.12-18. Eftir það alla daga kl. 12 – 17 og stendur til 6. nóvember.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  "Mín eigin jörð" Íris Söring

  Staðsetning: Duus safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin “Mín eigin jörð” verður opnuð í Gryfjunni í Duus Safnahúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt, nánar tiltekið fimmtudaginn 1.september kl. 18.00. Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30. október n.k.
 • Kl. 13:00 - 23:00

  Matarvagninn Munchies

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Veitingar

  Sala á nýjum og léttum veitingum. Sjálfbær matarvagn.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhús Gallerý

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Svarta Pakkhúsið samanstendur af 20 listamönnum. Hver listamaður hefur sinn efnivið sem hann hannar úr. Verkin eru úr: leðri, roði, silkisatíni, ull, gleri, járni, plexigleri, bómull, perlum og steinum.
 • Kl. 13:00 - 23:00

  Hljóðbylgjan á Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Suðurnesjaútvarpsstöðin Hljóðbylgjan, FM 101,2, ætlar að fylgjast vel með á Ljósanótt og vera umfjallanir og beinar útsendingar frá ýmsum skemmtilegum viðburðum. Á heila tímanum verður farið yfir það sem um er að vera, hvar og hvenær. Hlustendur eru hvattir til að hringja inn í s. 571-3855 með skemmtilegar ábendingar eða fyrirspurnir. Fylgist með á Hljóðbylgjunni FM 101,2.
 • Kl. 13:00 - 23:00

  GUP design

  Staðsetning: Hafnargötu 25

  Flokkur: Almennt

  GUP design er íslensk hönnun og allur fatnaður framleiddur af Guðrúni Pétursdóttur sem saumar föt fyrir konur á öllum aldri, jakka, kjóla túnikur, leggings og töskur. Ég verð á Hafnargötu 25, Ormsson húsinu á Ljósanótt, endilega kíkið við hjá okkur. Er á facebook www.facebook.com/gupdesign/ Við erum 8 konur í húsnæðinu með mismunandi varning.
 • Kl. 13:00 - 24:00

  Tækifæris Tattoo

  Staðsetning: Fyrir framan Svarta Pakkhúsið

  Flokkur: Almennt Börn

  Tækifæris Tattoo er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, blásið á með lofti, skemmtilegt, fljótlegt og sárasaklaust. Endist í allt að 14 daga Vatnsþolið, auðvelt að fjarlægja, þornar samstundis, sárasaklaust, fljótlegt. Til að fá sem bestu endingu : Varist olíur og smyrsl Nuddið/skrúbbið ekki Varist þröngan fatnað Þerrið eftir bað
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Cash Mönneh - Odee

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, neðri hæð. Hafnargötu 2a.

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verður glæný sería listaverka eftir listamanninn Odee frumsýnd. Opnunartími á sýningunni: Fimmtudag: 12:00-22:00 Föstudag: 12:00-22:00 Laugardag: 12:00-22:00 Sunnudag: 12:00-17:00 Staðsetning: Svarta Pakkhúsið neðri hæð, Hafnargötu 2a
 • Kl. 13:30 - 14:00

  Stuttir tónleikar í Ráðhúsinu

  Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12

  Flokkur: Tónlist

  Kl. 13:30 ætla Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri, og Arnór Vilbergsson, orgel- og píanóleikari, að leika nokkur vel valin lög í afgreiðslu Ráðhússins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
 • Kl. 14:00 - 22:00

  SITT LÍTIÐ AF HVERJU

  Staðsetning: Hafnargata 79, Tómasarhagi

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndasýning verður á Hafnargötu 79, Tómasarhaga á Ljósanótt. Sýnendur eru Christine Gísladóttir og Vigdís Heiðrún Viggósdóttir. Þær stöllur útskrifuðust saman úr Ljósmyndaskólanum 2014 og sýna ljósmyndir í öllum stærðum og gerðum, meðal annars ljósmyndar unnar í textíl. Vigdís sýnir seríu sem nefnist ,,LEYST ÚR LÆÐINGI" hún fjallar um vorið og þá orku sem því fylgir. Vigdís sýnir einnig verkið ,,Sveitapiltsins draum" í Duus Safnahúsum. Kæru verfarendur, verið hjartanlega velkomin. Vinsamlega deilið.
 • Kl. 14:00 - 15:30

  Opinn danstími á Nesvöllum

  Staðsetning: Nesvellir, Njarðarvöllum 2

  Flokkur: Almennt Tónlist

  Dönsum saman á Nesvöllum. Opinn danstími fyrir alla. 

   

 • Kl. 14:00 - 22:00

  ULFR Clothing Pop Up Store X Aron Can á H30

  Staðsetning: Hafnargata 37 (Hótel Keilir)

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  ULFR Clothing opnar einstaka PopUp Verslun á Hafnargötu 37 (Hótel Keilir) í Keflavík fimmtudaginn 1. september kl 20:00 á Ljósanótt og býður alla velkomna. Við munum kynna og selja nýjar vörur frá ULFR. Einnig munum við bjóða gestum markaðarins uppá léttar veigar og plötusnúðar á staðnum alla helgina. Þá verðum við með RISA Ljósanæturpartý á skemmtistaðnum H30 þann 2. september en þar mun Aron Can spila ásamt Basic-B. Markaðurinn stendur aðeins yfir helgina 1.2.3. september svo ekki láta þig vanta! Opnunartími: Fimmtudaginn 1. september Verslun opnar kl 20:00 - 22:00 Föstudagurinn 2. september Kl 14:00 - 22:00 Ljósanæturpartý á H30 kl 00:00 ARON CAN x BASIC B Laugardagurinn 3.september Kl 14:00 - 22:00
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Re-Place

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargötu bakatil

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Re-Place er samsýning hjónanna Gunnhildar Þórðardóttur og Douglas Arthur Place. Gunnhildur er myndlistarmaður og Douglas er verkfræðingur. Saman hafa þau hannað ýmislegt og smíðað og hafa mikinn áhuga á endurvinnslu og grænni þróun. Gunnhildur sýnir ný verk og gömul með og saman sýna þau ýmsa hluti sem þau hafa hannað saman. Sýningin verður opnuð fimmtudag 1. september kl. 19 og verður svo opin bæði á föstudag og laugardag. Allir velkomnir í Fischerhúsið bakatil.
 • Kl. 14:00 - 20:00

  Víðsýn

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Víðsýn er eftir Bjarnveigu Björnsdóttur og er hún bæði með olíumálverk og grafík. Sýningin verður opnuð 1. sept kl 19 í Fischerhúsinu að Hafnargötu 2, baka til. Allir velkomnir.
 • Kl. 15:00 - 15:30

  Opin söngstund í Ráðhúsinu

  Staðsetning: Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12

  Flokkur: Tónlist

  Kl. 15:00 ætla starfsmenn Reykjanesbæjar að koma saman í afgreiðslu Ráðhússins og syngja saman nokkur vel þekkt lög. Söngstundin er opin öllum sem vilja hlusta eða syngja með. Textablöð verða á staðnum. Einnig væri gaman að sjá fólk mæta með hljóðfæri á staðinn og spila með. Undirleikur verður að öðru leyti í höndum starfsmanna og bæjarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að söngstundin standi í 30 mín. og ljúki kl. 15:30. Hér er listi yfir lögin sem ætlunin er að syngja ásamt tóntegundum. Þeir sem vilja koma með hljóðfærin sín og spila með eru velkomnir. Litla flugan, G-dúr Ó Jósep Jósep, a-moll Þórsmerkurljóð, C-dúr Komdu inn í kofann minn, G-dúr Ó María, D-dúr Minning um mann, a-moll Traustur vinur, G-dúr Stál og hnífur, e-moll Ég er kominn heim, D-dúr Sestu hérna hjá mér, G-dúr Vikivakar, G-dúr
 • Kl. 15:00 - 17:00

  Keflavík - Nes á Nettóvellinum

  Staðsetning: Nettóvöllurinn við Hringbraut

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Meistaraflokkur karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu tekur á móti Íþróttafélaginu NES á Nettóvellinum. Leikurinn byrjar klukkan 15:00 föstudaginn 2. september. Leikir þessara liða hafa ávallt verið mjög fjörugir og ekkert gefið eftir.
 • Kl. 15:00 - 22:00

  Málverkasýning

  Staðsetning: Hafnargata 22

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Sigríður Anna Garðarsdóttir verður með málverkasýningu á Hafnargötu 22. Verið velkomin á opnun sýningarinnar á fimmtudaginn milli 18 og 22.
 • Kl. 15:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagssins, Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)
 • Kl. 16:00 - 22:00

  Fólk og landslag - Samsýning í Gömlu búð

  Staðsetning: Gamla búð, við Duus húsin

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning málverka og ljósmynda: Fríða Rögnvaldsdóttir – steyptar myndir á striga Stefán Ólafsson – ljósmyndir á striga og á skjá
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Opið hús Mjallhvít & Mánagull

  Staðsetning: Tjarnabakka 6, íbúð 103. 260 Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt Börn

  Í tilefni Ljósanætur viljum við bjóða fólki að koma og skoða saumaaðstöðuna okkar og lager. Mjallhvít & Mánagull saumar taubleyjur og taubleyjutengda hluti. Allir eru velkomnir að koma og spjalla hvort sem þið vitið eitthvað um taubleyjuheiminn eða ekki.
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Heilsufars mælingar

  Staðsetning: Hafnargata 8

  Flokkur: Almennt

  Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja bjóða gestum og gangandi upp á heilsufarsmælingar í tjaldi við Hafnargötu 8 á Ljósanótt. Boðið er upp á mælingar á blóðþrýstingi, púls, súrefnismettun og blóðsykri.
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Áheitasjósund ÍRB

  Staðsetning: Synt frá Víkingaheimum

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Föstudaginn 2. september verður áheitasjósund ÍRB í samstarfi við Björgunarsveitina Suðurnes. Sundið er fyrir alla sundmenn í Framtíðar- og Afrekshópi sem eru fæddir 2000 eða fyrr. Synt verður frá Víkingaheimum og komið að landi við Keflavíkurbryggju. Sundmenn mæta á Njarðvíkurbryggju kl. 16 og þaðan verður siglt út í Víkingaheima þaðan sem sundið hefst.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  CocoCaravan á Park inn

  Staðsetning: Park inn

  Flokkur: Almennt

  Kynningarverð á CocoCaravan súkkulaði sem er vegan hrá súkkulaði,lífrænt og með lágan sykurstuðul. Verðum á Park inn hótel
 • Kl. 17:00 - 20:00

  Flugmódelfélag Suðurnesja kynnir

  Staðsetning: Reykjaneshöll

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir

  Flugmódelfélag Suðurnesja verður með opið hús í Reykjaneshöllinni föstudaginn 2. september frá kl. 17:00 til 20:00. Þar munu félagar í FMS fljúga inniflug og stærsta flugmódel landsins verður til sýnis.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Þóra Björk Design

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57, 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Þóra Björk Schram textíllistamaður og hönnuður, hannar teppi fyrir veggi og gólf. Hún byggir list sína á margvíslegri tækni, litameðferð og notar mynstur sem hún vinnur með og blandar á einn eða annan hátt í textílverkum sínum. Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemmningu í hönnun sinni. Þóra Björk handtuftar og flosar öll verkin sín úr íslenskri ull og vinnur hún teppin í samráði við þarfir og óskir viðskiptavina sinna.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Spot Iceland - Húsgögn með GPS punkti

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Sýningar

  Ólafur Þór Erlendsson, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt, og Þóra Björk Schram, myndlistarkona og textílhönnuður, hafa í sameiningu hannað kolla og bekki innblásna af íslenskri náttúru. Hverju verki fylgir gps-punktur eða SPOT sem sýnir hvaðan innblásturinn er fenginn.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Eva Emils vöruhönnuður

  Staðsetning: Park-Inn hótelið, Hafnargötu

  Flokkur: Almennt Börn

  Ég er vöruhönnuður og Eva Emils er vöruheitið mitt. Ég er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar. Ég sauma ýmsar vörur úr gömlum og nýjum efnum. Á Ljósanótt verð ég að selja handsaumuð tölvuumslög fyrir fartölvur og spjaldtölvur. Að auki verð ég með lífleg armbönd og hárteyjur.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Hönnunarveisla á Park Inn by Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Hönnunarveisla á Park Inn by Radisson, Park Inn by Radisson Keflavík býður til hönnunarveislu á Ljósanótt, þar sem margir af fremstu hönnuðum íslands koma fram. Meðal þeirra sem taka þátt: Agnes Design https://www.facebook.com/agnesgeirsdesign/?fref=t Brak https://www.facebook.com/brak.kg/ Cococaravan Ísland https://www.facebook.com/cococaravanisland/ Engilberts-hönnun https://www.facebook.com/search/269578926499932/local_search?surface=tyah Eva Hulda geoSilica Iceland https://www.facebook.com/geoSilica/?fref=ts Gust https://www.facebook.com/gust.reykjavik.design/?fref=ts Halldóra https://www.facebook.com/HALLDORA.ICELAND/?fref=ts Hildur Harðar https://www.facebook.com/hildurlisthonnun/ Jónsdóttir & Co https://www.facebook.com/J%C3%B3nsd%C3%B3ttir-Co-259777670699439/?fref=ts KrÓsk by Kristín Ósk https://www.facebook.com/krosk.by.kristinosk/?fref=ts Koffort - Icelandic Wool Design https://www.facebook.com/koffort/?fref=ts LeiraMeira https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/?fref=ts Mýr Design https://www.facebook.com/myrdesigniceland/?fref=ts Skinboss https://www.facebook.com/skinboss.is/?fref=ts Skyrta https://www.facebook.com/SkyrtaofIceland/?fref=ts Spot Iceland https://www.facebook.com/SPOT-Iceland-1559671547682218/?fref=ts Þóra Björk Design https://www.facebook.com/thorabjorkdesign/?fref=ts Togga https://www.facebook.com/Togga-116662991684833/?fref=ts Happy hour alla daga frá kl: 17-19 Föstudagur og laugardagur Útigrill og Street food Stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri Hamborgarar Lambalokur Hægeldað svínakjöt (Pulled Pork) Fylltar crepes og fl.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Myndlist í Hf sölum

  Staðsetning: Hf salir, gengið inn í portinu við Svarta pakkhús

  Flokkur: Sýningar

  Það er órjúfanlegur hluti Ljósanætur að kíkja við í Hf-sölunum sem eru í hjarta hátíðarsvæðisins og skoða fjölbreytta myndlist. Að öllum líkindum verður þetta þó í síðasta sinn sem þarna verður hægt að halda sýningar. Í ár sýna þar fjórir flottir listamenn. Brynhildur Guðmundsdóttir Ethoríó Gulla Olsen Skúli Thoroddsen
 • Kl. 17:00 - 22:00

  LeiraMeira á Ljósanótt

  Staðsetning: Park Inn, Hafnargata 57

  Flokkur: Sýningar

  Verið velkomin á Park Inn Hönnunarveislu á Ljósanótt! Listamaðurinn LeiraMeira verður með sölusýningu á styttu fígúrum sínum annað árið í röð þessa helgi. Fullt af flottum og sniðugum styttum til sýnis og sölu. Mikið af nýjum og spennandi verkum hafa bæst við frá því á síðasta ári. Skemmtilegar tækifæris gjafir og mikið af áhugaverðum fígúrum handa söfnurum. Ef þú hefur gaman af teiknimyndum, myndasögum, bíómyndum eða bara leirlist yfir höfuð, komdu þá og skoðaðu úrvalið. Kannski leynist styttan handa þér á borðinu hjá LeiraMeira. :)
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Flugdýr taka á flug

  Staðsetning: Park-inn by Radisson, Hafnargata 57

  Flokkur: Sýningar

  Hildur H. List-Hönnun sýnir flugdýr sem eru gerð úr Morgunblaðinu, perlum, tölum, rennilásum, skrúfum, rauðvínstöppum, jólaskrauti, blúndum og öllu mögulegu sem listakonunni dettur í hug. Ekkert dýr er eins og verður aldrei, þau eru einstök hvert á sinn hátt. Endilega komið og takið flugið með dýrunum og ímyndunaraflinu.
 • Kl. 17:00 - 20:00

  Útigrill og Street Food stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Veitingar

  Útigrill og Street Food stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri Föstudag og laugardag Hamborgarar Lambalokur Hægeldað svínakjöt (Pulled Pork) Fylltar crepes og fl. Happy hour alla daga frá kl: 17-19 Sjáumst á Ljósanótt
 • Kl. 17:30 - 00:00

  Sìgull à Studio 16

  Staðsetning: Hafnargötu 21

  Flokkur: Tónlist

  SíGull verður með úti tónleika á föstudeginum og spila fyrir utan hárgreiðslustofuna Hárátta kl:17:30. Hafnargata 54. SíGull var valin hljómsveit fólksins á músiktilraunum 2015 ásamt því fengu þau verðlaun fyrir bassa og trommuleik. Þau spila bland af "Funk progressive pop" og spila bæði cover og frumsamin lög. SíGull verður með úti tónleika á Laugardeginum og spila fyrir utan lounge staðinn Studio16 kl:21:00. Hafnargata 21. SíGull var valin hljómsveit fólksins á músiktilraunum 2015 ásamt því fengu þau verðlaun fyrir bassa og trommuleik. Þau spila bland af "Funk progressive pop" og spila bæði cover og frumsamin lög.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Engilberts hönnun

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Engilberts-hönnun er íslenskt hönnunarfyrirtæki Við notumst við listaverk eftir Jón Engilberts, einn ástsælasta listmálara þjóðarinnar, og prentum þau á fatnað, slæður, púða, skjólur (buff) og fleira. Þjóðararfur sem við viljum koma af listasöfnunum til fólksins. Á Ljósanótt verðum við með slæður, púða, boli, fiberklúta og skjólur (buff) til sölu með áprentuðum verkum Jóns. Gaman væri að sjá sem flesta. Endilega kíkið inn á vefsíðuna okkar http://engilberts-honnun.is
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Orðaborð

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Sýningar

  Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv. Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhúss­arkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT.
 • Kl. 17:00 - 24:00

  Óli prik

  Staðsetning: Markaðstjald

  Flokkur: Almennt Börn

  Óli prik verður í markaðstjaldinu á Ljósanótt með vörur sínar. Nafnamerkt á staðnum.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  AGNES design

  Staðsetning: Park Inn by Radison

  Flokkur: Almennt

  AGNES design býður ykkur velkomin á Park Inn by Radison (áður Flughótel). Mikið úrval af kvenfatnaði. Sjón er sögu ríkari.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Skúli Thór., framlag mitt

  Staðsetning: Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið.

  Flokkur: Sýningar

  Skúli Thoroddsen sýnir íslenskar landslagsmyndir í olíu í HF húsinu Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið. Myndirnar endurspegla litríka íslenska náttúru, með augum Skúla, m.a. eftir ferðir hans um hálendið.
 • Kl. 17:00 - 20:00

  Opinn dagur Skotdeildar Keflavíkur

  Staðsetning: Sunnubraut 31, sudnmiðstöð

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Skotdeild Keflavíkur býður fólki á opinn dag Við verðum með opinn dag á föstudaginn fyrir alla þá sem vilja koma og kynna sér starfsemina og fá að prófa að skjóta í mark á milli klukkan 17:00 til 20:00 í loftaðstöðunni okkar á Sunnubraut. Allar helstu skotgreinar verða kynntar og farið verður yfir unglingastarfsemina sem skotdeildin er með í gangi og hægt verður að skrá þá unglinga sem vilja æfa í haust. En það er vert að geta þess að unglingar greiða hvorki félags- né æfingagjöld og á föstum æfingum í loftgreinum eru unglingar ekki að greiða fyrir skot eða skífur. Vonumst eftir að sjá sem flesta, vana, óvana og áhugasama. Kveðja, Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Mýr 10 ára

  Staðsetning: RADISSON HÓTEL

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Mýr verður opið á Radisson hótelinu í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Mikið húllumhæ verður hjá okkur þar sem við ætlum að fagna 10 ára afmæli Mýr og bjóðum ykkur velkomin.
 • Kl. 17:00 - 22:00

  Lifandi vinnustofa

  Staðsetning: Hafnargata 2a efri hæð

  Flokkur: Sýningar

  Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður með opna vinnustofu í Svarta Pakkhúsinu 2. hæð, Hafnargötu 2a. Þar munu nokkrir félagsmenn og -konur vinna að list sinni og taka á móti gestum. Allir velkomnir og kaffi á könnunni allan tíma viðburðar.
 • Kl. 18:00 - 21:00

  All you need is love... Sigga Dís

  Staðsetning: Grófinni 6, Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Ég verð með myndirnar mínar í Oddfellow húsinu Grófinni 6, Keflavík. (Staðsett rétt fyrir ofan Duus húsin). Opnunartími er hér fyrir ofan en ég opna á föstudeginum. Hlakka mikið til að sjá ykkur. Kveðja Sigga Dís
 • Kl. 18:30 - 21:00

  Boxkvöld Ljósanótt

  Staðsetning: Boxhöllin við Framnesveg (gamla sundhöllin)

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir Sýningar

  Fyrir 15 árum voru hnefaleikar leyfðir á Íslandi og í kjölfar þess var stofnað Hnefaleikafélag Reykjaness hér í Reykjanesbæ. Föstudaginn 2. september verður haldið upp á það með öllum helstu hnefaleikafélögum landsins með boxkeppni. Stórir bardagar án höfuðbúnaðar, í stíl við íþróttina í dag. Fyrir hönd bæjarins keppa þeir Þorsteinn Róbertsson, Helgi Rafn Guðmundsson og Vikar Sigurjónsson.
 • Kl. 18:00 - 21:00

  Opin vinnustofa hjá Sossu

  Staðsetning: Mánagata 1

  Flokkur: Sýningar

  Sossa verður með opna vinnustofu á Mánagötu 1 í Reykjanesbæ á Ljósanótt 2016. Ný málverk. Verið velkomin, Sossa
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Myndlistasýning Böggu

  Staðsetning: Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Verð á sama stað og áður með myndirnar mínar á Hárfaktorý Hafnargötu 20 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir, vonast til að sjá sem flesta.
 • Kl. 18:00 - 22:00

  Myndlistarsýning Stefáns Jónssonar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verða bæði olíu- og vatnslitamyndir.
 • Kl. 18:00 - 21:30

  Smárétta ævintýri VOCAL Restaurant

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Veitingar

  Fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. september. Öllum réttum fylgir súrdeigsbraud og heimalagað pestó. Heima reykt andabringa með sesame dressingu Léttsteiktur túnfiskur oriental Skelfiskspjót með silungahrognum og hrísgrjóna vinaigrette Keiluvefja með engiferdressingu, sólþurrkuðum tómötum og ólífum Rjómalöguð humarsúpa Hægeldað nauta ribeye, villisveppasósa "Aligo" kartöflumousse og truffluolíu Hnetusteik með paprikusósu Kryddlegið grillað tofu, portobello sveppir og basilolía Villisveppasúpa með grizzini Einn réttur kr. 1.100 Tveir réttir kr. 1.900 Þrír réttir kr. 2.700 Fjórir réttir kr. 3.500 Fimm réttir kr. 4.300 Sex réttir kr. 5.100 Þriggja rétta ljósanætur seðill Humar á tvo vegu: Humar í brick deigi , grillaður humar á salat kryddjurtabeði Innbakað lambaprime í hvítlauksbrauði, borið fram með grilluðu fennel og seljurótarmauki Heit súkkulaði Lavakaka með berja compote Verð kr: 8. 600 á mann Eftirréttahlaðborð VOCAL - Hamingjusprengja fyrir bragðlaukana, úrval af unaðslegum eftirréttum m.a. Súkkulaðimousseterta með hindberjacoulis, Creme brulee með lakkrís Cremce brulee með Grand Marnier, Ísbar, Ferskt ávaxtasalat með aprikósulíkjör Flamberaðir ávextir. Verð kr. 1.700 á mann
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Lína Rut

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ.

  Flokkur: Sýningar

  Opin vinnustofa. ATH. ný staðsetning. Vallargata 14.
 • Kl. 19:30 - 21:00

  Bryggjuball

  Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf

  Flokkur: Almennt Tónlist

  Á föstudagskvöldi Ljósanætur verður bryddað upp á léttri söngdagskrá við smábátahöfnina  sem við kjósum að kalla Bryggjuball. Bæjarstjórnarbandið sem sló rækilega í gegn í fyrra endurtekur leikinn og kjötsúpan frá Skólamat verður á svæðinu og yljar og mettir sem endranær.

  Fram koma Bæjarstjórnarbandið, Trúbadorinn Heiður og Mystery Boy.
 • Kl. 19:30 - 21:00

  Garðpartý

  Staðsetning: Norðurvellir 8

  Flokkur: Tónlist

  Drífa Kristjánsdóttir Guðlaugur Ómar og Sigurbjörg Dís bjóða upp á rólegan söng og gítarspil í hljóðkerfi á föstudagskvöldi Ljósanætur að Norðurvöllum 8.
 • Kl. 19:30 - 00:00

  Ljósanæturmótið í pílu

  Staðsetning: Hrannargata6

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Ljósanæturmótið : Pílukastmót verður haldið föstudaginn 2. sept kl 19:30. Keppt verður í 501 einmenning, fyrst riðla og svo úrsláttur. Glæsilegur farandsbikar og eignarbikar. Keppnisgjald er 2000kr. Skráning er í síma 660-8172 eða 865-4903 til kl 19.00 eða á staðnum til kl 19:10
 • Kl. 19:00 - 21:00

  Kjötsúpa í boði Skólamatar

  Staðsetning: Smábátahöfnin í Gróf við Bryggjusönginn

  Flokkur: Veitingar

  Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á hina árlegu og ljúffengu kjötsúpu á föstudagskvöldinu. Allir velkomnir!

 • Kl. 20:00 - 23:30

  Dansleikur á Nesvöllum

  Staðsetning: Nesvellir, Njarðarvöllum 2

  Flokkur: Tónlist

  FEBS stendur fyrir árlegum dansleik á Nesvöllum. Komdu og fáðu þér snúning. Aðgangseyrir 1.000kr
 • Kl. 20:00 - 23:00

  Unglingaball á Ljósanótt

  Staðsetning: Stapi Hljómahöll

  Flokkur: Börn Íþróttir & tómstundir Tónlist

  Föstudaginn 2.september fer fram Ljósanæturball Fjörheima í Stapanum. Fram koma Aron Can, Sylvia, Jón Jónsson og Dj.Óli Geir Miðaverð í forsölu er 1.500 kr, en 2.000 kr við hurð. Forsala hefst 26.ágúst í Fjörheimum. Ballið er fyrir krakka í 8, 9. og 10. bekk. Strætó mun ganga í alla skóla Reykjanesbæjar að balli loknu. Ballið stendur frá kl.20.00-23.00 Gleðilega Ljósanótt Nánari upplýsingar inná www.fjorheimar.is
 • Kl. 20:00 - 21:00

  Garðtónleikar The Soundation Project

  Staðsetning: Hringbraut 69 í bakgarðinum

  Flokkur: Tónlist

  The Soundation Project er dúett sem samanstendur af Birtu Rós Sigurjónsdóttur söngkonu og bassaleikara og Sveinbirni Ólafssyni gítarleikara. Á þessum tónleikum munu þau flytja "feelgood" lög, bæði frumsamin og tökulög. Það er frítt á þessa tónleika þannig að allir geta notið og er þetta glaðningur okkar til ykkar, hlökkum til að sjá ykkur
 • Kl. 21:00 - 23:00

  Heimatónleikar í gamla bænum

  Staðsetning: Gamli bærinn í Keflavík

  Flokkur: Tónlist

  Heima í gamla bænum verður haldið í annað sinn föstudaginn þann 2. september. Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir viðburðinum í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Fimm hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum í gamla bænum í Keflavík. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta gengið á milli og fengið brot af öllu. Þessir frábæru listamenn hafa staðfest komu sína: Berndsen & Hermigervill Elíza Geirsdóttir Newman Jón Jónsson Markús & The Diversion Sessions Ylja
 • Kl. 22:00 - 00:00

  Trilogia á Paddy's á Ljósanótt

  Staðsetning: Paddy's Keflavík

  Flokkur: Tónlist

  Finnbjörn Benónýsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir skipa hljómsveitina Trilogia. Dúettinn ætlar að trylla lýðinn á Paddy's föstudagskvöldið 2. september og er aðgangur ókeypis.
 • Kl. 22:30 - 02:00

  Hljómsveitin Feðgarnir

  Staðsetning: Kaffi Duus

  Flokkur: Tónlist

  Hljómsveitin Feðgarnir, tjaldinu Kaffi Duus, föstudags- og laugardagskvöld.
 • Kl. 22:00 - 04:00

  Ljósanæturball - Valdimar @ Center

  Staðsetning: Center (Hafnargata 29)

  Flokkur: Almennt Sýningar Tónlist Veitingar

  Hljómsveitin Valdimar verður með la la læti á skemmtistaðnum Center í Keflavík föstudagskvöldið 2. september á Ljósanótt 2016. Húsið opnar kl. 22:00 | Tónleikarnir byrja kl. 00:00 Miðaverð: 1.900 kr. | Miðasala í hurð Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og sendi keflvíska gengið frá sér sína þriðju plötu ‘Batnar útsýnið’ í október á síðasta ári og hlaut hún frábærar viðtökur. Árið 2015 var Valdimar Guðmundsson kosinn söngvari ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar. Meðlimir: Þorvaldur Halldórsson - Trommur Kristinn Evertsson - Hammond Örn Eldjárn - Bassi Valdimar Guðmundsson - Söngur og básúna Högni Þorsteinsson - Gítar Ásgeir Aðalsteinsson - Gítar www.facebook.com/valdimarband
 • Kl. 23:00 - 03:00

  Króm á Kaffi Duus

  Staðsetning: Kaffi Duus, Duusgata 10

  Flokkur: Tónlist

  Hljómsveitin Króm verður með dúndur dansleiki á Kaffi Duus föstudags- og laugardagskvöld á Ljósanótt.
 • Kl. 24:00 - 03:00

  JÚDAS

  Staðsetning: Ráin, Hafnargötu

  Flokkur: Tónlist

  Júdasarballið á Ránni á föstudagskvöldinu er orðin hefð og skyldumæting hjá hressu Suðurnesjafólki á öllum aldri.

Dagskrá laugardaginn

 • Kl. 00:00

  Fólkið í bænum-"við erum allskonar"

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við tjarnirnar. Innri Njarðvík.

  Flokkur: Börn Sýningar

  Á sýningunni er verk eftir börnin í leikskólanum Holti, unnin úr skapandi efnivið og eiga þau að endurspegla fjölbreytileika fólksins í bænum.
 • Kl. 00:00 - 04:00

  Stærsta 90's ballið á H30

  Staðsetning: Hafnargötu 30

  Flokkur: Tónlist

  90s ball á H30 miðaverð 1000 kr.
 • Kl. 00:00 - 04:00

  Hobbitarnir og Föruneytið á Paddy's

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist

  Ein sögufrægasta dansleikjahljómsveit Suðurnesja síðustu áratuga heldur uppi ballfjöri föstudags- og laugardagsnótt á Paddy's, Hafnargötu 38 á Ljósanótt.
 • Kl. 00:00 - 04:00

  Ljósanæturpartý - Úlfur Úlfur @ Center

  Staðsetning: Center (Hafnargata 29)

  Flokkur: Almennt Sýningar Tónlist Veitingar

  Úlfur Úlfur ætla að lyfta kjallaranum á Center upp á 3. hæð laugardagskvöldið 3. september á Ljósanótt 2016. Húsið opnar kl. 00:00 | Miðaverð: 1.500 kr. | Miðasala í hurð Úlfur Úlfur er rappdúett sem hefur starfað síðan 2011. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af fjölbreyttum tónlistarstefnum og skilar það sér í einstakri nálgun á rapptónlist. Innblásturinn er lífið sjálft, íslenskur veruleiki, óraunveruleiki og allt þar á milli. Hljómsveitin hefur alla tíð hlotið mikið lof fyrir bæði frumlegar lagasmíðar og einlæga textagerð en í dag, 5 árum frá stofnun, er augljóst að úlfurinn hefur aldrei verið blóðþyrstari. Tvær Plánetur er önnur breiðskífa Úlfur Úlfur, en árið 2011 gaf sveitin út Föstudaginn langa. Platan samanstendur af 14 lögum sem spanna allan skalann og er auðséð að hljómsveitin er ófeimin við að ögra hinum hefðbundna ramma rapptónlistar, blanda saman mismunandi hugmyndafræði og skapa eitthvað einstakt í leiðinni. www.facebook.com/ulfurulfur
 • Kl. 09:00 - 16:00

  Pappírslist og myndir á striga

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning Bjargarinnar, Hæfingarstöðvarinnar og fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá MSS. Skemmtileg, litrík og fjölbreytt sýning sem enginn verður svikinn af. Verkin hafa verið unnin á hverjum stað fyrir sig frá áramótum. Sýningin stendur yfir til 9. september á opnunartíma í Krossmóanum. Sjón er sögu ríkari.
 • Kl. 10:00 - 18:00

  Memento Mori: Náttúrugripasafn – Sara Riel

  Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, 260 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar Tónlist Veitingar

  Þér er boðið á opnun sýningar Söru Riel, Memento Mori: Náttúrugripasafn í Kaffitári fimmtudagskvöldið, 1. september, kl.20-22. Kaffibarþjónar Kaffitárs hrista fram bragðgóða kaffikokteila og Högni Egilsson syngur ljúfa tóna fyrir gesti frá kl. 21. Memento Mori: Náttúrugripasafn Í sýningunni Memento Mori Náttúrugripasafn er tekist á við það fyrirbæri sem náttúrugripasafnið er og hugmyndafræðina á bak við það. Sara vann rannsóknir sínar út frá flokkunarkerfi náttúrufræðinnar en flokkarnir eru dýraríkið, plönturíkið, steinaríkið, svepparíkið, fjölfrumungar og einfrumungar og hafa þær hugmyndir sem vöknuðu í gegnum þetta ferli verið unnar í ýmsa miðla; skúlptúr, teikningar, málverk, veggverk, myndbandsverk, ljósmyndir og prentverk. Þessi verk endurspegla, endursegja og endurraða þáttum úr náttúrunni sem svo blandast sögusögnum og varpa ljósi á ákveðin samfélagsmál. Stíll þeirra á sér uppruna í hvor tveggja klassískri og samtímamyndlist, sem og grafískri hönnun, teiknimyndum, myndskreytingum og strætislist (graffiti). Þetta er tilraun til að finna nýjan vinkil og jafnvægi milli tveggja tíma. Í höndum Söru verða mörkin á milli vísinda og myndlistar óljós. Á sama tíma og hún er að rannsaka náttúruminjar er hún einnig að rannsaka myndlistina og þá miðla sem henni standa til boða. Verk hennar eiga það sameiginlegt með hugmyndafræði náttúrugripasafnsins að hún leitast eftir að taka kunnuglega hluti, endurraða þeim og setja í annað samhengi. Sara gengur út frá fimm meginatriðum við gerð verka sinna; hugmynd, rannsókn, framkvæmd, framleiðsla og framsetning. Þó er myndlistarsköpun hennar ekki rökræn. Eins og „vísindamaður“ rýnir hún í umhverfi sitt í leit að formum og litum, skoðar smáatriðin og reynir að draga þau fram, finnur vísbendingar og þreifar sig áfram án þess að hafa fyrirfram ákveðna niðurstöðu eða tilgang í huga. Hvert verk er endurspeglun á fundnum fyrirbærum sem endurraðast í nýjum. Sýningin í Kaffitár er úrval verka frá einka sýningunni Memento Mori: Nátturgripasafn sem opnaði í Listasafni Íslands Júní 2013. Memento Mori; Natural History Museum The exhibition Memento Mori deals with the phenomenon, natural history museum, and its ideology as Sara Riel´s interest in its aesthetics and sophistication. Riel’s research is based on the kingdoms in the natural sciences; Animalia, Plantae, Mineralia, Fungi, Protista, and Monera and the ideas that arose through this process now being carried out in various media; sculpture, drawings, paintings, street art, video installations, photographs and prints. These works reflect, retell and rearrange elements of nature mixed with fiction and sheds light on certain social concerns. The style is both classical and contemporary, including graphic design, cartoons, illustration and street art (graffiti), as well as an attempt to find a new angle and balance between the two times. Riel blurs the boundaries between science and art. At the same time she is studying natural artefact she is also studying art and it’s media available to her. Her works share a common feature with the philosophy of the natural history museums as it seeks to take familiar things, rearrange them and put in another context. While preparing her works, Sara uses five essential elements; idea, research, implementation, production and presentation. Her works are not logical, like a “scientist” she studies her surroundings searching for forms and colours, viewing the details and trying to bring them forward, discovering clues and moving forward without a predetermined outcome or purpose in mind. Each piece reflects known phenomena, which are re-organized into new ones. The exhibition in Kaffitár is a selection of works from her solo exhibition Memento Mori; Natural History Museum that opened June 2013 in The National Art Gallery. Dagskrá Ljósanætur á Kaffitár: Fimmtudagur opið kl. 9-22, -kl. 20:00 -Opnun sýningar Söru Riel. -kl. 21:00 - tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 -kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 -kl. 12-18 -Kaffibland í poka selt í kílóavís. -kl.13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. -kl.15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíasson. Sunnudagur opið kl. 12-17 -kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 10:00 - 13:00

  Morgunverðarhlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

  Staðsetning: Íþróttahúsið við Sunnubraut

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir Veitingar

  Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða uppá morgunverðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00 í TM-Höllinni (Íþóttahúsinu við Sunnubraut). Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Verð 1.500 kr.
 • Kl. 10:30 - 11:30

  Lína langsokkur skemmtir börnunum

  Staðsetning: 88 húsið, Hafnargötu 88

  Flokkur: Börn

  Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva hefur farið á kostum sem Lína og sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað. Lína mætir í 88 húsið laugardagsmorguninn 3. september kl. 10:30 og syngur og skemmtir sér með börnunum. Á eftir spjallar hún við börnin og býður upp á myndatöku. Algjörlega tilvalið að taka daginn snemma með yngstu kynslóðinni og eiga frábæra stund með Línu i 88 húsinu, þar sem einnig er hægt að hoppa á hoppudýnu, sveifla sér í aparólu og ýmislegt fleira skemmtilegt.
 • Kl. 10:00 - 20:00

  Listsýning Elínar Óskar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Almennt Sýningar Veitingar

  Þema sýningarinnar er svarthvítar landslagsmyndir.
 • Kl. 11:00 - 20:00

  Skartsmiðjan Perlur og skart

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Almennt

  Perlur, skart og föndurvörur.
 • Kl. 11:00 - 17:00

  Álfabækur

  Staðsetning: Bókasafn Reykjanesbæjar

  Flokkur: Sýningar

  Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn GARASON (Guðlaugur Arason) sýnir myndverkin sín Álfabækur í Bókasafni Reykjanesbæjar. Myndverkin krefjast þess að áhorfandinn gefi sér góðan tíma til að skoða verkin en í hverju þeirra leynist lítill verndarálfur. Guðlaugur gaf út sína fyrstu skáldsögu 25 ára gamall og síðan þá hafa komið út skáldsögur, leikrit, ljóð og fleira eftir hann. Verk hans hafa notið vinsælda og verið verðlaunuð. Sýningin höfðar til allra aldurshópa Sýningin opnar fimmtudaginn 1. september klukkan 17.00 og um leið opnar Átthagastofa Bókasafns Reykjanesbæjar og eru gestir boðnir hjartanlega velkomnir af þessu tilefni.
 • Kl. 11:00 - 19:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Gestir fá afhenta spjaldtölvu svo þeir geti kafað enn dýpra í söguna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á ...Lifun með Trúbrot, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 19:00

  Einkasafn poppstjörnu - Páll Óskar

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Fyrsta sérsýning Rokksafn Íslands fjallar um stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar ­ - Einkasafn poppstjornu“. Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri og prófað að hljóðblanda vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum. Gestir geta horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og þannig væri lengi hægt að telja. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir börn 16 ára í yngri sem eru í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 12:00

  Sögur af húsum söguganga

  Staðsetning: Ráðhúströppurnar, Tjarnargötu 12

  Flokkur: Almennt Saga

  Söguganga um gamla bæinn í Keflavík í boði Byggðasafns Reykjanesbæjar í samstarfi við Rannveigu Garðarsdóttur leiðsögumann. Húsin í gamla bænum í Keflavík eiga sér mörg hver áhugaverðar og skemmtilegar sögur, sum húsin hafa hýst sömu ættina frá upphafi á meðan önnur hafa átt fjölbreyttan feril, margar skemmtilegar sögur verða sagðar. Gengið verður um gamla bæinn og nokkrir aðilar munu taka á móti hópnum og segja sögu af sínu húsi. Húsin eiga það öll sameiginlegt að vera byggð fyrir miðja síðustu öld. Byrjað verður á Ráðhúströppum við Tjarnargötu 12, kl 11.00 allir hjartanlega velkomnir.
 • Kl. 11:00 - 14:00

  VOCAL Restaurant - Brunch á Ljósnótt

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Veitingar

  Laugardags - Brunch 3. september Forréttir Engifer orkuskot Stökksteikt bacon Quiche Lorraine með beikoni og blaðlauk Reykt laxaterta og rækjuterta Innbakað sveitapate með cumberlandsósu Blandaðir ostar og pylsur Grafinn lax Reyktur og sesamhjúpaður nautavöðvi Fylltur heill kjúklingur með pistasíum og furuhnetum Skötuselsvefjur, sólþurrkaðir tómatar, ólífur og engifer Crepes, gullostur, reyktur lax, blaðlaukur Kjúklingasalat, epli í sítrónugraslegi, grillaður vorlaukur og poppadums Heitreykt andabringa með sesamdressingu Heilbakaður lax með sítrónupipar Kjúklingasalat með eplaspaghetti, grilluðum lauk og poppadums Aðalréttir Hægelduð drottningaskinka með rauðvínssósu Ofnbakað lambakjöt og bernaise Meðlæti Blandað grænt salat, kartöflugratín, kartöflusalat, rauðrófusalat með perum, grískt salat, agúrku og mangosalat, cherrytómatasalat, grillað fennel, ofnbakað haustgrænmeti, Úrval brauða, pesto, hummus og kryddolía Desertar Döðlugott, Brownies, Ísbar, ávextir, súkkulaðimousseterta, Súkkulaði, karamellu og berjasósa Verð kr. 3.400 á mann
 • Kl. 11:00 - 22:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Ég verð með skartið mitt hjá skvísunum í Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32. Hlakka til að sjá ykkur.
 • Kl. 11.00 - 22.00

  ZOLO ilmolíulampar o.fl.

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Við höfum flutt Zolo ilmolíulampana og bætt við nýjum vörum Allir fallegu lamparnir og uppáhaldsolíurnar þínar verða þessa Ljósanæturhelgina að Hafnargötu 29, á milli skóbúðarinnar og Lemon. Komdu í heimsókn til okkar á Hafnargötu 29 Við tökum vel á móti ykkur
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Blómahaf

  Staðsetning: Bíósalur Duus hús

  Flokkur: Sýningar

  Blómahaf nefnir Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir sýningu sína í Bíósalnum sem verður opnuð 1.september næstkomandi kl. 18 á Ljósanótt. Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar gefur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Myndheimur Elínrósar er draumkenndur en á sama tíma raunsær þar sem myndefnið er málað af mikilli nákvæmni og af raunsæi og virðingu fyrir efninu. Á myndunum lifnar gróðurinn við og hefur áferð hollensku meistaranna en fyrirmyndir eru alltaf raunverulegar plöntur. Form og listræn fegurð myndanna hefur mikið gildi og er hægt að skynja lífrænan kraft þeirra. Elínrós hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis meðal annars í Hofi, í Hafnarborg, Gallerí Horninu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir víðtækt nám í postulínsmálun hóf Elínrós nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún lauk námi úr málaradeild á árinu 1987. Hún hélt áfram að þróa postulínsmálunina og sótti námskeið hjá þekktustu kennurum beggja vegna hafsins. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet. Listamannaspjall verður sunnudag 4. september kl. 15. Sýningin verður opin yfir Ljósanæturhelgina fim kl.18-20, fös – sun kl.12-18. Eftir það alla daga kl. 12 – 17 og stendur til 6. nóvember.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning "SVEITAPILTSINS DRAUMUR"

  Staðsetning: Duus safnahús, anddyri

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir verður með ljósmyndasýningu í anddyri Duus Safnahúsa á Ljósanótt. Þar sýnir hún seríuna „Sveitapiltsins draumur“ og er sú sería í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían ,,SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum. Samkynhneigður einstaklingur á í harðri innri baráttu, hann leitar leiða til vinna úr neikvæðum tilfinningum og eigin fordómum sem byggðir eru á speglun samfélagsins. Hann tekst á við lélegt sjálfsmat og sjálfeyðingarhvöt. Svo er bara spurningin, lifir hann þetta af, nýtur lífsins og leyfir sér að elska, eða heldur hann áfram að grafa sína eigin gröf og lifa lífi sínu sem strengjabrúða? Líf er í húfi, látum af fordómum. Ástin er allra.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Leikfangasafn Helgu Ingólfs

  Staðsetning: Duusgata, við hlið Kaffi Duus (glerblástur)

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður opnað Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttir í Grófinni í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í fyrrum glerblásaraverkstæði við hliðina á Kaffi Duus. Helga hefur ásamt aðstoðarfólki unnið hörðum höndum við að koma safninu upp síðustu mánuði og verður spennandi að sjá afraksturinn en Helga hefur verið ástríðufullur leikfangasafnari í áratugi. Tilbúnar brúður, bílar, boltar, Starwars og spil og þannig mætti lengi telja upp hina ýmsu flokka leikfanga sem Helga hefur safnað en það er ekki nóg, heldur hefur Helga einnig búið til sínar eigin brúður og skapað sína eigin heima sem verða til sýnis á leikfangasafninu.
 • Kl. 12:00 - 19:00

  "Framtíðarminni" í Listasafni Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Í tilefni Ljósanætur opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Framtíðarminni” í Listasalnum í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 1.september kl.18:00. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  "Mín eigin jörð" Íris Söring

  Staðsetning: Duus safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin “Mín eigin jörð” verður opnuð í Gryfjunni í Duus Safnahúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt, nánar tiltekið fimmtudaginn 1.september kl. 18.00. Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30. október n.k.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Ást á íslenskri náttúru

  Staðsetning: Duus safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og nú má sjá skemmtilega sýningu Stofunni í Duus Safnahúsum sem tengist einmitt þessari náttúruást. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma.
 • Kl. 12:00 - 23:00

  GUP design

  Staðsetning: Hafnargötu 25

  Flokkur: Almennt

  GUP design er íslensk hönnun og allur fatnaður framleiddur af Guðrúni Pétursdóttur sem saumar föt fyrir konur á öllum aldri, jakka, kjóla túnikur, leggings og töskur. Ég verð á Hafnargötu 25, Ormsson húsinu á Ljósanótt, endilega kíkið við hjá okkur. Er á facebook www.facebook.com/gupdesign/ Við erum 8 konur í húsnæðinu með mismunandi varning.
 • Kl. 12:00 - 19:00

  Opin vinnustofa hjá Svo margt fallegt

  Staðsetning: Klapparstígur 9

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Stína Sæm tekur vel á móti gestum á opinni vinnustofu "Svo margt fallegt" á Ljósanótt með kynningu og örnámskeiði á Milk paint eða mjólkurmálningu. Þar sem gestir geta kynnst þessari skemmtilegu gamaldags málningu og prufað að mála. Húsgögn máluð með Milk paint verða einnig til sýnis og sölu á vinnustofunni.
 • Kl. 12:00 - 22:00

  Vatnaboltar

  Staðsetning:

  Flokkur: Börn

  Skemmtilegt leiktæki fyrir börn þar sem barnið knýr leiktækið en ekki öfugt,vatnaskemmtun án þess að blotna. Endilega kíkið á okkur á facebook ;)
 • Kl. 12:00 - 19:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Gestastofa Reykjaness jarðvangs

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Á sýningunni er myndrænt sagt frá mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um jarðvanginn og skagann.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september kl. 18:00. Í Listasal opnar sýningin “Framtíðarminni.” Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Í Gryfjunni opnar sýningin "Mín eigin jörð." Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k. Í Bíósal opnar sýning myndlistarkonunnar Elínrósar Blomquist Eyjólfsdóttur sem hún kýs að kalla "Blómahaf." Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar getur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Elínrós býður upp á listamannaspjall sunnudaginn 4. september kl. 15. Í anddyri Duus Safnahúsa sýnir ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndaseríuna „Sveitapiltsins draumur“ sem er í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum.
 • Kl. 12:00 - 22:00

  Píratar

  Staðsetning: Tjarnargata portið á bak við H30 á móti gamla Hljómval.

  Flokkur: Almennt

  Píratar bjóða í kaffi og spjall.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Þyrping verður að þorpi

  Staðsetning: Duushús, Bryggjuhús

  Flokkur: Sýningar

  Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.

 • Kl. 13:00 - 22:00

  Flugdýr taka á flug

  Staðsetning: Park-inn by Radisson, Hafnargata 57

  Flokkur: Sýningar

  Hildur H. List-Hönnun sýnir flugdýr sem eru gerð úr Morgunblaðinu, perlum, tölum, rennilásum, skrúfum, rauðvínstöppum, jólaskrauti, blúndum og öllu mögulegu sem listakonunni dettur í hug. Ekkert dýr er eins og verður aldrei, þau eru einstök hvert á sinn hátt. Endilega komið og takið flugið með dýrunum og ímyndunaraflinu.
 • Kl. 13:00 - 15:00

  HS Orkumótið í skák !

  Staðsetning: Njarðvíkurskóli v/Brekkustíg.

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir

  Mótið verður haldið í Njarðvíkurskóla laugardaginn 3. september kl 13.00. Sterkustu skákmenn landsins mæta. 1.verðlaun 40.000 kr. 2.verðlaun 25.000 kr. 3.verðlaun 15.000 kr. Mótið er ætlað vönum skákmönnum. Skráning og nánari upplýsingar eru á skak.is
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Mýr 10 ára

  Staðsetning: RADISSON HÓTEL

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Mýr verður opið á Radisson hótelinu í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Mikið húllumhæ verður hjá okkur þar sem við ætlum að fagna 10 ára afmæli Mýr og bjóðum ykkur velkomin.
 • Kl. 13:00 - 23:00

  Matarvagninn Munchies

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Veitingar

  Sala á nýjum og léttum veitingum. Sjálfbær matarvagn.
 • Kl. 13:00 - 24:00

  Tækifæris Tattoo

  Staðsetning: Fyrir framan Svarta Pakkhúsið

  Flokkur: Almennt Börn

  Tækifæris Tattoo er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, blásið á með lofti, skemmtilegt, fljótlegt og sárasaklaust. Endist í allt að 14 daga Vatnsþolið, auðvelt að fjarlægja, þornar samstundis, sárasaklaust, fljótlegt. Til að fá sem bestu endingu : Varist olíur og smyrsl Nuddið/skrúbbið ekki Varist þröngan fatnað Þerrið eftir bað
 • Kl. 13:30 - 17:45

  Lífið í bænum 10

  Staðsetning: Sambíó

  Flokkur: Sýningar

  Enn á ný hefur Viðar Oddgeirsson sett saman gamalt fréttaefni frá Heimi Stígssyni o.fl. fyrir okkur til að njóta. Sýningartímar: Laugardagur: 13:30 – 14:15 – 15:00 – 15:45 – 16:30 – 17:15 Sunnudagur, tvær sýningar: 16:30 – 17:15. FRÍTT INN
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Svarta Pakkhús Gallerý

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Svarta Pakkhúsið samanstendur af 20 listamönnum. Hver listamaður hefur sinn efnivið sem hann hannar úr. Verkin eru úr: leðri, roði, silkisatíni, ull, gleri, járni, plexigleri, bómull, perlum og steinum.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Þóra Björk Design

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57, 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Þóra Björk Schram textíllistamaður og hönnuður, hannar teppi fyrir veggi og gólf. Hún byggir list sína á margvíslegri tækni, litameðferð og notar mynstur sem hún vinnur með og blandar á einn eða annan hátt í textílverkum sínum. Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemmningu í hönnun sinni. Þóra Björk handtuftar og flosar öll verkin sín úr íslenskri ull og vinnur hún teppin í samráði við þarfir og óskir viðskiptavina sinna.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Cash Mönneh - Odee

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, neðri hæð. Hafnargötu 2a.

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verður glæný sería listaverka eftir listamanninn Odee frumsýnd. Opnunartími á sýningunni: Fimmtudag: 12:00-22:00 Föstudag: 12:00-22:00 Laugardag: 12:00-22:00 Sunnudag: 12:00-17:00 Staðsetning: Svarta Pakkhúsið neðri hæð, Hafnargötu 2a
 • Kl. 13:30 - 14:00

  Árgangagangan

  Staðsetning: Hafnargatan

  Flokkur: Almennt

  Byrjaðu frábæran laugardag á Ljósanótt með þátttöku í einstakri skrúðgöngu, Árgangagöngunni. Þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd. Málið er einfalt: Sértu fæddur ´55 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 55 o.s.frv. Yngsta kynslóðin hefur gönguna og marserar niður Hafnargötu í gegnum heilt æviskeið. Þeir eldri bíða og horfa á æskuna renna hjá þar til röðin kemur að þeim að bætast við. „Hringnum“ er lokað þegar hópur heldri borgara stígur inn í gönguna og gætir þess, sem fyrr, að enginn heltist úr lestinni. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar o.fl. Við tekur viðburðaríkur dagur í Reykjanesbæ sem endar með stórkostlegri flugeldasýningu og stórtónleikum. Láttu sjá þig!

 • Kl. 13:00 - 22:00

  Engilberts hönnun

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Engilberts-hönnun er íslenskt hönnunarfyrirtæki Við notumst við listaverk eftir Jón Engilberts, einn ástsælasta listmálara þjóðarinnar, og prentum þau á fatnað, slæður, púða, skjólur (buff) og fleira. Þjóðararfur sem við viljum koma af listasöfnunum til fólksins. Á Ljósanótt verðum við með slæður, púða, boli, fiberklúta og skjólur (buff) til sölu með áprentuðum verkum Jóns. Gaman væri að sjá sem flesta. Endilega kíkið inn á vefsíðuna okkar http://engilberts-honnun.is
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Myndlist í Hf sölum

  Staðsetning: Hf salir, gengið inn í portinu við Svarta pakkhús

  Flokkur: Sýningar

  Það er órjúfanlegur hluti Ljósanætur að kíkja við í Hf-sölunum sem eru í hjarta hátíðarsvæðisins og skoða fjölbreytta myndlist. Að öllum líkindum verður þetta þó í síðasta sinn sem þarna verður hægt að halda sýningar. Í ár sýna þar fjórir flottir listamenn. Brynhildur Guðmundsdóttir Ethoríó Gulla Olsen Skúli Thoroddsen
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Spot Iceland - Húsgögn með GPS punkti

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Sýningar

  Ólafur Þór Erlendsson, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt, og Þóra Björk Schram, myndlistarkona og textílhönnuður, hafa í sameiningu hannað kolla og bekki innblásna af íslenskri náttúru. Hverju verki fylgir gps-punktur eða SPOT sem sýnir hvaðan innblásturinn er fenginn.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Hafnir áður fyrr - Sýning á ljósmyndum úr Höfnum og nágrenni í safnaðarheimilinu

  Staðsetning: Safnaðarheimilið Höfnum, Nesvegi 4

  Flokkur: Sýningar

  Hátíð í Höfnum. Hafnir áður fyrr - Sýning á ljósmyndum úr Höfnum og nágrenni í safnaðarheimilinu. Hátíð í Höfnum verður haldin í annað sinn á Ljósanótt í ár. Í fyrra gekk hátíðin vonum framar og komust færri að en vildu í kaffi og sögur í gamla safnaðarheimilinu. Í ár verður boðið upp á ljósmyndasýningu með myndum úr einkasöfnum nokkurra Suðurnesjamanna af lífinu í Höfnum á árum áður. Sýningin verður opin laugardaginn og sunnudaginn 3. og 4. september í Safnaðarheimilinu í Höfnum, Nesvegi 4, frá klukkan 13.00 til 17.00 báða dagana. 
Heitt verður á könnunni og kaffi og kökur verða seldar til styrktar viðhaldi á Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Verið velkomin í Hafnirnar!
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Eva Emils vöruhönnuður

  Staðsetning: Park-Inn hótelið, Hafnargötu

  Flokkur: Almennt Börn

  Ég er vöruhönnuður og Eva Emils er vöruheitið mitt. Ég er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar. Ég sauma ýmsar vörur úr gömlum og nýjum efnum. Á Ljósanótt verð ég að selja handsaumuð tölvuumslög fyrir fartölvur og spjaldtölvur. Að auki verð ég með lífleg armbönd og hárteyjur.
 • Kl. 13:00 - 24:00

  Óli prik

  Staðsetning: Markaðstjald

  Flokkur: Almennt Börn

  Óli prik verður í markaðstjaldinu á Ljósanótt með vörur sínar. Nafnamerkt á staðnum.
 • Kl. 13:00 - 21:00

  Lína Rut

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ.

  Flokkur: Sýningar

  Opin vinnustofa. ATH. ný staðsetning. Vallargata 14.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  AGNES design

  Staðsetning: Park Inn by Radison

  Flokkur: Almennt

  AGNES design býður ykkur velkomin á Park Inn by Radison (áður Flughótel). Mikið úrval af kvenfatnaði. Sjón er sögu ríkari.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagssins, Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Málverkasýning

  Staðsetning: Hafnargata 22

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Sigríður Anna Garðarsdóttir verður með málverkasýningu á Hafnargötu 22. Verið velkomin á opnun sýningarinnar á fimmtudaginn milli 18 og 22.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Slökkviliðsminja safnið

  Staðsetning: Njarðarbraut 3

  Flokkur: Almennt Saga Sýningar

  Safn sem segir sögu slökkviliða og slökkviliðsmanna í gegnum aldana tíð.
 • Kl. 13:00 - 23:00

  Hljóðbylgjan á Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Suðurnesjaútvarpsstöðin Hljóðbylgjan, FM 101,2, ætlar að fylgjast vel með á Ljósanótt og vera umfjallanir og beinar útsendingar frá ýmsum skemmtilegum viðburðum. Á heila tímanum verður farið yfir það sem um er að vera, hvar og hvenær. Hlustendur eru hvattir til að hringja inn í s. 571-3855 með skemmtilegar ábendingar eða fyrirspurnir. Fylgist með á Hljóðbylgjunni FM 101,2.
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Heimsreisa með Aðalheiði

  Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, 260 Njarðvík

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Aðalheiði Héðinsdóttur kaffimeistari leggur heiminn að vörum þér. Lærðu að þekkja brögðin sem leynast í kaffibaununum og finndu þína uppáhalds baun. Kaffismökkunin fer fram á laugardaginn kl. 13:00, kl.14:00 og kl.16:00. Þér er boðið til veislu fyrir öll skynfærin á Kaffitári, helgina, 1.- 4. september 2016. Sérstök Ljósanæturhnallþóra verður á boðstólum og tapasplattar sem tilvalið er að njóta í góðra vina hópi. Dagskrá Kaffitár á Ljósanótt: Fimmtudagur opið kl. 9-22, kl. 20:00 - Opnun sýningar Söru Riel. kl. 21:00 - Tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. kl. 13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. kl. 15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíasson. Sunnudagur opið kl. 12-17 kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Útigrill og Street Food stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Veitingar

  Útigrill og Street Food stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri Föstudag og laugardag Hamborgarar Lambalokur Hægeldað svínakjöt (Pulled Pork) Fylltar crepes og fl. Happy hour alla daga frá kl: 17-19 Sjáumst á Ljósanótt
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Hönnunarveisla á Park Inn by Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Hönnunarveisla á Park Inn by Radisson, Park Inn by Radisson Keflavík býður til hönnunarveislu á Ljósanótt, þar sem margir af fremstu hönnuðum íslands koma fram. Meðal þeirra sem taka þátt: Agnes Design https://www.facebook.com/agnesgeirsdesign/?fref=t Brak https://www.facebook.com/brak.kg/ Cococaravan Ísland https://www.facebook.com/cococaravanisland/ Engilberts-hönnun https://www.facebook.com/search/269578926499932/local_search?surface=tyah Eva Hulda geoSilica Iceland https://www.facebook.com/geoSilica/?fref=ts Gust https://www.facebook.com/gust.reykjavik.design/?fref=ts Halldóra https://www.facebook.com/HALLDORA.ICELAND/?fref=ts Hildur Harðar https://www.facebook.com/hildurlisthonnun/ Jónsdóttir & Co https://www.facebook.com/J%C3%B3nsd%C3%B3ttir-Co-259777670699439/?fref=ts KrÓsk by Kristín Ósk https://www.facebook.com/krosk.by.kristinosk/?fref=ts Koffort - Icelandic Wool Design https://www.facebook.com/koffort/?fref=ts LeiraMeira https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/?fref=ts Mýr Design https://www.facebook.com/myrdesigniceland/?fref=ts Skinboss https://www.facebook.com/skinboss.is/?fref=ts Skyrta https://www.facebook.com/SkyrtaofIceland/?fref=ts Spot Iceland https://www.facebook.com/SPOT-Iceland-1559671547682218/?fref=ts Þóra Björk Design https://www.facebook.com/thorabjorkdesign/?fref=ts Togga https://www.facebook.com/Togga-116662991684833/?fref=ts Happy hour alla daga frá kl: 17-19 Föstudagur og laugardagur Útigrill og Street food Stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri Hamborgarar Lambalokur Hægeldað svínakjöt (Pulled Pork) Fylltar crepes og fl.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Orðaborð

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Sýningar

  Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv. Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhúss­arkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  CocoCaravan á Park inn

  Staðsetning: Park inn

  Flokkur: Almennt

  Kynningarverð á CocoCaravan súkkulaði sem er vegan hrá súkkulaði,lífrænt og með lágan sykurstuðul. Verðum á Park inn hótel
 • Kl. 13:00 - 22:00

  LeiraMeira á Ljósanótt

  Staðsetning: Park Inn, Hafnargata 57

  Flokkur: Sýningar

  Verið velkomin á Park Inn Hönnunarveislu á Ljósanótt! Listamaðurinn LeiraMeira verður með sölusýningu á styttu fígúrum sínum annað árið í röð þessa helgi. Fullt af flottum og sniðugum styttum til sýnis og sölu. Mikið af nýjum og spennandi verkum hafa bæst við frá því á síðasta ári. Skemmtilegar tækifæris gjafir og mikið af áhugaverðum fígúrum handa söfnurum. Ef þú hefur gaman af teiknimyndum, myndasögum, bíómyndum eða bara leirlist yfir höfuð, komdu þá og skoðaðu úrvalið. Kannski leynist styttan handa þér á borðinu hjá LeiraMeira. :)
 • Kl. 13:00 - 19:00

  Leirlistasýning Einu

  Staðsetning: Hjá Fjólu Hafnagötu 34

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistakonan Eina sínir verk sín hjá Fjólu gullsmið.
 • Kl. 13:00 - 22:00

  Skúli Thór., framlag mitt

  Staðsetning: Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið.

  Flokkur: Sýningar

  Skúli Thoroddsen sýnir íslenskar landslagsmyndir í olíu í HF húsinu Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið. Myndirnar endurspegla litríka íslenska náttúru, með augum Skúla, m.a. eftir ferðir hans um hálendið.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Opið hús ALLT FASTEIGNIR - FASTEIGNASALA SUÐURNESJA

  Staðsetning: Hafnargata 91

  Flokkur: Almennt

  ALLT FASTEIGNIR - FASTEIGNASALA SUÐURNESJA verður með formlega opnun á nýrri starfsstöð sinní í Reykjanesbæ. ALLT FASTEIGNIR hafa starfsstöðvar í Hafnarfirði, Grindavík og nú að Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ við hlið Íslandsbanka. Léttar veitingar í boði Starfsfólk ALLT FASTEIGNA býður ykkur velkomin
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Sálarrannsókna félag Suðurnesja tekur á móti gestum

  Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fimmtudagur kl. 20:00: Fyrirlestur um indverska stjörnuspeki sem Anna Björk Erlingsdóttir flytur. Kynning á starfsemi félagsins í vetur. Myndlistarsýning Dagbjartar Magnúsdóttur. Skart og rúnir til sölu frá Gallery skart. Laugardag og sunnudag: Bjóðum upp á heilun, miðlun, spá, tarrotlestur, skart til sölu og myndlist. Allir hjartanlega velkomir, kaffi á könnunni.
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Opið hús Pílufélags Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Hrannargata 6

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Opið hús hjá Pílufélagi Reykjanebæjar verður dagana 3. og 4. september. Allir sem vilja geta komið og prófað skemmtilegt sport eða bara komið og skoðað okkar glæsileu aðstöðu. Það er hægt að fá lánaðar pílur. Heitt á könnunni. Það verða leiðbeinendur á staðnum. Allir velkomnir Pílufélag Reykjanesbæjar Hrannargata 6 2. hæð.
 • Kl. 14:30 - 16:30

  Sterkasti maður Suðurnesja !

  Staðsetning: Túnið norðan við aðalsvið.

  Flokkur: Almennt Börn Íþróttir & tómstundir Sýningar

  Keppnin um sterkasta mann Suðurnesja þar sem okkar öflugustu kraftajötnar reyna með sér í aflraunum er órjúfanlegur partur af Ljósanótt. Þetta verður í fjórtánda skiptið sem mótið fer fram og verður það með hefðbundnu sniði og á sama stað og alltaf þ.e.a.s á túninu norðan við aðalsviðið. Mótið hefst kl 14:30 laugardaginn 3. september og áætlað er að það standi í tvær klukkustundir. Massi lyftinga og líkamsræktardeild U.M.F.N er mótshaldari.
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Ljósanæturmótið í Backhold

  Staðsetning: Túnið hjá Ungó fyrir aftan sölutjald judódeildar

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Ljósanætur mótið í backhold fer fram kl. 14-17 fyrir aftan tjald judódeildar UMFN. Skráning á staðnum. Allir geta tekið þátt. Reglurnar eru einfaldar, sá eða sú sem snertir jörðina með líkamspart staðsettan fyrir ofan hné tapar og einnig ef grip losnar. 3 lotur í hverri viðureign og sá sem vinnur 2 sigrar. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi. Keppt er í öllum þyngdarflokkum ( ef næg þáttaka næst). Það má keppa eins marga þyngdarflokka upp fyrir sig og maður vill Þyngdarflokkar eru -60. -73 -81 -90 -100 og +. 100 í karlaflokki. Í kvennaflokki -54 -57 -63 og 60+. Mótsgjald er 500kr og skiptist það á milli sigurvegara í hverjum flokki
 • Kl. 14:00 - 19:00

  Myndlistasýning Böggu

  Staðsetning: Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Verð á sama stað og áður með myndirnar mínar á Hárfaktorý Hafnargötu 20 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir, vonast til að sjá sem flesta.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Re-Place

  Staðsetning: Fischerhúsið Hafnargötu bakatil

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Re-Place er samsýning hjónanna Gunnhildar Þórðardóttur og Douglas Arthur Place. Gunnhildur er myndlistarmaður og Douglas er verkfræðingur. Saman hafa þau hannað ýmislegt og smíðað og hafa mikinn áhuga á endurvinnslu og grænni þróun. Gunnhildur sýnir ný verk og gömul með og saman sýna þau ýmsa hluti sem þau hafa hannað saman. Sýningin verður opnuð fimmtudag 1. september kl. 19 og verður svo opin bæði á föstudag og laugardag. Allir velkomnir í Fischerhúsið bakatil.
 • Kl. 14:00 - 21:00

  Opin vinnustofa hjá Sossu

  Staðsetning: Mánagata 1

  Flokkur: Sýningar

  Sossa verður með opna vinnustofu á Mánagötu 1 í Reykjanesbæ á Ljósanótt 2016. Ný málverk. Verið velkomin, Sossa
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Myndlistarsýning Stefáns Jónssonar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verða bæði olíu- og vatnslitamyndir.
 • Kl. 14:00 - 16:30

  Fjölskyldudagskrá á útisviðinu

  Staðsetning: Útisvið við Bakkalág

  Flokkur: Börn Útisvið

  Að venju verður blönduð fjölskyldudgaskrá á útisviðinu á laugardegi Ljósanætur. Það er leikhópurinn Lotta sem stýrir dagskránni og skemmtir börnunum á milli atriða auk þess sem þau bjóða upp á leikþátt. Dagskráin hefst strax að lokinni árgangagöngu kl. 14.00 og stendur til kl. 16:30. Athugið að tímasetningar geta breyst lítillega. 14:00 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, býður fólk velkomið. 14:10 Ávarp frá fulltrúm fimmtugra. Árelía Eydís Guðmundsdóttir. 14:20 Hljómsveitin Skrímslin skemmtir börnunum 15:00 Danskompaní 15:15 Taekwondo sýning 15:30 Bryn Ballett Akademían 15:40 Leikhópurinn Lotta með leikþátt 16:10 Dagný Halla, 16 ára tónlistarkona úr Reykjanesbæ
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Vöfflur og tónlist í Kirkjulundi

  Staðsetning: Keflavíkurkirkja, Kirkjuvegi

  Flokkur: Almennt Tónlist Veitingar

  Laugardaginn 3. september milli kl. 14 og 17 býður Kór Keflavíkurkirkju upp á vöfflur, kaffi og djús í Kirkjulundi við Kirkjuveg fyrir aðeins kr. 1000.- með ábót. Innifalið í verðinu er geisladiskurinn Vor kirkja sem kórinn gaf út fyrir nokkrum árum. Á hálftíma fresti munu kórfélagar vera með tónlistaratriði.
 • Kl. 14:30 - 17:30

  POP UP PORTIÐ Dagskrá

  Staðsetning: Portið við Svarta pakkhúsið, Hafnargötu 2

  Flokkur: Almennt

  Í POP UP PORTINU kennir ýmissa grasa. Þar spretta upp ýmsir skemmtilegir viðburðir fyrir gesti og gangandi að njóta. Athugið að dagskrá getur breyst m.a. vegna veðurs, enda er þetta POP UP svo allt getur gerst. 14:30 Dansarar frá Bryn Ballett Akademíunni 15:00 Pop up yoga með Önnu Margréti - allir með! 15:30 Dansarar frá Danskompaní 16:00 Hópdans eldri borgara undir stjórn Eyglóar Alexandersdóttur 16:30 Blómarósirnar. Sara Dögg Gylfadóttir og Birna Rúnarsdóttir leika og syngja falleg lög
 • Kl. 14:00 - 22:00

  Lifandi vinnustofa

  Staðsetning: Hafnargata 2a efri hæð

  Flokkur: Sýningar

  Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður með opna vinnustofu í Svarta Pakkhúsinu 2. hæð, Hafnargötu 2a. Þar munu nokkrir félagsmenn og -konur vinna að list sinni og taka á móti gestum. Allir velkomnir og kaffi á könnunni allan tíma viðburðar.
 • Kl. 14:00 - 19:00

  Fólk og landslag - Samsýning í Gömlu búð

  Staðsetning: Gamla búð, við Duus húsin

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning málverka og ljósmynda: Fríða Rögnvaldsdóttir – steyptar myndir á striga Stefán Ólafsson – ljósmyndir á striga og á skjá
 • Kl. 14:30 - 17:00

  Skessan býður í lummur

  Staðsetning: Skessuhellir Gróf

  Flokkur: Börn Veitingar

  Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir Ljósanótt. Ég býð ykkur öll velkomin í hellinn minn á laugardegi Ljósanætur og þiggja hjá mér gómsætar lummur með sykri. Nammi namm (enda er nú líka nammidagur).

 • Kl. 14:00 - 22:00

  ULFR Clothing Pop Up Store X Aron Can á H30

  Staðsetning: Hafnargata 37 (Hótel Keilir)

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  ULFR Clothing opnar einstaka PopUp Verslun á Hafnargötu 37 (Hótel Keilir) í Keflavík fimmtudaginn 1. september kl 20:00 á Ljósanótt og býður alla velkomna. Við munum kynna og selja nýjar vörur frá ULFR. Einnig munum við bjóða gestum markaðarins uppá léttar veigar og plötusnúðar á staðnum alla helgina. Þá verðum við með RISA Ljósanæturpartý á skemmtistaðnum H30 þann 2. september en þar mun Aron Can spila ásamt Basic-B. Markaðurinn stendur aðeins yfir helgina 1.2.3. september svo ekki láta þig vanta! Opnunartími: Fimmtudaginn 1. september Verslun opnar kl 20:00 - 22:00 Föstudagurinn 2. september Kl 14:00 - 22:00 Ljósanæturpartý á H30 kl 00:00 ARON CAN x BASIC B Laugardagurinn 3.september Kl 14:00 - 22:00
 • Kl. 14:30 - 17:00

  POP UP PORTIÐ

  Staðsetning: Portið við Svarta pakkhúsið, Hafnargötu 2

  Flokkur: Almennt Sýningar Tónlist

  Langar þig að koma fram á Ljósanótt? Syngja lag, dansa, vera með gjörning, flytja ljóð, halda ræðu, búa til listaverk, bjóða smakk á nýjustu sultunni þinni eða hvað sem er. Gerðu það í Pop up portinu við Svarta pakkhúsið á laugardegi Ljósanætur frá kl. 14:30 – 17:00, því Þar er pláss fyrir alls konar. Skráðu þig með því að senda póst á ljosanott@ljosanott.is með helstu upplýsingar og við verðum í bandi. Hvernig væri að slá til?
 • Kl. 14:00 - 22:00

  Víðsýn

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Víðsýn er eftir Bjarnveigu Björnsdóttur og er hún bæði með olíumálverk og grafík. Sýningin verður opnuð 1. sept kl 19 í Fischerhúsinu að Hafnargötu 2, baka til. Allir velkomnir.
 • Kl. 14:00 - 21:00

  All you need is love... Sigga Dís

  Staðsetning: Grófinni 6, Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Ég verð með myndirnar mínar í Oddfellow húsinu Grófinni 6, Keflavík. (Staðsett rétt fyrir ofan Duus húsin). Opnunartími er hér fyrir ofan en ég opna á föstudeginum. Hlakka mikið til að sjá ykkur. Kveðja Sigga Dís
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Flóamarkaður í miðbænum

  Staðsetning: Suðurgata 4

  Flokkur: Almennt Veitingar

  Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur. Heitt á könnunni.
 • Kl. 14:00 - 16:00

  Úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu

  Staðsetning: Nettóvöllurinn

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu leikur til úrslita um sæti í efstu deild og er fyrsti leikur á laugardaginn 3.september kl.14:00. Leikurinn fer fram á Nettóvellinum og verður leikið við lið Tindastóls. Leiknir verða tveir leikir og verður seinni leikurinn á Sauðárkróki miðvikudaginn 7.september. Það lið sem hefur betur úr báðum þessum viðureignum kemst í undaúrslit. Tilvalið að mæta á leikinn og hvetja þetta efnilega kvennalið sem við eigum. Áfram Keflavík
 • Kl. 14:30 - 18:00

  Syngjandi sveifla

  Staðsetning: Duushús

  Flokkur: Tónlist

  Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegur menningarhópar, kórar og söngsveitir. kl. 14:30 Kvennakór Suðurnesja Bíósal kl. 15:00 Félag harmonikuunnenda Bátasal kl. 15:30 Karlakór Keflavíkur Bíósal kl. 16:00 Söngsveitin Víkingar Bátasal kl. 16:30 Norðuróp Bíósal kl. 17:00 Sönghópur Suðurnesja Bátasal kl. 17:30 Rússneskar perlur Bíósal

  Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

 • Kl. 15:00 - 17:00

  Jazz, bræðingur og með því

  Staðsetning: Paddy's, Hafnargötu 38

  Flokkur: Tónlist Veitingar

  Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir ásamt Matthíasi Hemstock leika ljúfa tóna á Paddy's eftir árgangagönguna.
 • Kl. 15:00 - 16:00

  Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíassyni

  Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, 260 Njarðvík

  Flokkur: Almennt Sýningar Veitingar

  Finndu ilminn, heyrðu brakið í kaffibaunum og sjáðu Nökkva Þór Matthíasson laða fram þeirra bestu hliðar á laugardaginn kl.15. Dagskrá Kaffitár á Ljósanótt: Þér er boðið til veislu fyrir öll skynfærin á Kaffitári, helgina, 1.- 4. september 2016. Sérstök Ljósanæturhnallþóra verður á boðstólum og tapasplattar sem tilvalið er að njóta í góðra vina hópi. Fimmtudagur opið kl. 9-22, kl. 20:00 - Opnun sýningar Söru Riel. kl. 21:00 - Tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. kl. 13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. kl. 15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíassyni. Sunnudagur opið kl. 12-17 kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 15:00 - 18:00

  Akstur og sýning fornbíla og bifhjóla

  Staðsetning: Hafnargatan og Keflavíkurtún

  Flokkur: Almennt

  Að venju mun bílalest fornbíla og bifhjóla gleðja gesti og gangandi á ferð sinni niður Hafnargötuna. Bílarnir og hjólin safnast saman á N1 / Dominos planinu kl. 15.00 og aka sem leið liggur niður Hafnargötu.

  Þeir verða svo til sýnis á Keflavíkurtúninu við Duushús fram eftir degi.

 • Kl. 15:40 - 16:10

  Leikhópurinn Lotta skemmtir börnunum

  Staðsetning: Útisvið við Bakkalág

  Flokkur: Börn Útisvið

  Hinn frábæri Leikhópur Lotta verður með leikþátt fyrir börnin á útsiviðinu kl.15:40. Eins og þeir vita sem séð hafa Lottu, þá verður enginn svikinn af þeim. Þessu til viðbótar stýra þau allri dagskrá á sviðinu og sprella smávegis á milli atriða. Athugið að tímasetningar geta riðlast lítillega.
 • Kl. 15:00 - 17:00

  Götumarkaður í gamla bænum

  Staðsetning: Norðfjörðsgata

  Flokkur: Almennt

  Götumarkaður í gamla bænum, þar sem hægt verður að grúska í spennandi hlutum undir dúndrandi tónlist - kannski verður meira að segja kaffi. Það verður í það minnsta gaman.
 • Kl. 16:00 - 18:00

  Heilsufars mælingar

  Staðsetning: Hafnargata 8

  Flokkur: Almennt

  Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja bjóða gestum og gangandi upp á heilsufarsmælingar í tjaldi við Hafnargötu 8 á Ljósanótt. Boðið er upp á mælingar á blóðþrýstingi, púls, súrefnismettun og blóðsykri.
 • Kl. 16:00 - 20:00

  Sýning á topptjöldum

  Staðsetning: Njarðarbraut 1

  Flokkur: Almennt Íþróttir & tómstundir

  Nú ætlum við að gera okkur glaðan dag og vera með sýningu á topptjöldum við húsnæði okkar að Njarðarbraut 1 í Reykjanesbæ á milli kl 16:00 og 20:00 á Ljósanætur laugardaginn. Endilega komið og kíkið á úrvalið og ljósanæturtilboðin.
 • Kl. 17:30 - 18:00

  Rússneskar perlur á Ljósanótt

  Staðsetning: Syngjandi sveifla í Duus Safnahúsum

  Flokkur: Tónlist

  Söngkonurnar Ljubov Molina kontraalt og Alexandra Chernyshova sópran, ásamt píanóleikara flytja þekkt lög á rússnesku á borð við “Næturgalann” eftir Aljabjev, “Kvöld í Moskvu” eftir Vasiliy Solovey-Sedov og margar aðrar rússneskar perlur. Lubov Molina, fædd í Moskvu, er ung en þekkt kontraalt söngkona með fallega og sterka rödd sem farið hefur um mörg lönd eins og Ítalíu, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Tékkland, Pólland og Kína. Á efnisskrá hennar er að finna verk sem spanna frá lágri kontraalt til dramatískrar mezzósöngkonu. Hennar helstu óperuverk er m.a. Lubasha í Rimsky-Korsakov “Tsar’s Bride” og Olga í Tchaikovskys “Eugene Onegin”. Í maí á þessu ári bætti hún við efnisskrá sína með því að taka þátt í einstöku verkefni “Opera Underground” þar sem hún söng hlutverk Lucia í konsert uppfærslu af óperunni “Cavalleria Rusticana” eftir Mascagni í Moskvu Metro. Alexandra er vel þekkt lyric coloratúr sópranó á Íslandi. Hún hefur náð til hjarta Íslendinga með sinni kristalfögru og björtu rödd, einlæga og lifandi tónlistarflutningi. Eftir að Alexandra kom fram í hlutverki Violettu Valery í La Traviata eftir G. Verdi í flutningi Óperu Skagafjarðar sagði tónlistargagnrýnandinn Jón Hlöðver m.a. að „ Ævintýrin gerast enn ”. Alexandra söng með úkraínsku útvarpssinfóníunni, Kiev Academical Musical Theatre of Opera og Ballet for Youth, Alþjóðlegu hátíðinni Musica Sacra í Marktoberdorf í Þýskalandi, Alþjóðlegu óperusöngkeppninni á Rhodes í Grikkland, Alþjóðlegu Óperu Studiói hjá Katja Ricciarelli í Ítaliu, Óperu Skagafjarðar á Íslandi, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, New York Contemporary Opera Festival í Bandaríkjunum o.fl.
 • Kl. 17:00 - 18:00

  Bílskúrstónleikar

  Staðsetning: Sunnubraut 8

  Flokkur: Tónlist

  Í ár halda Hrókarnir upp á 50 ára afmæli sitt. Á tónleikunum munu einnig koma fram hljómsveitinn Gott kvöld og félagarnir Isaac og Sigurður. Athugið að rétt tímasetning er hér á vefnum en röng í Ljósanæturbæklingi.
 • Kl. 17:00 - 19:00

  Opið hús Mjallhvít & Mánagull

  Staðsetning: Tjarnabakka 6, íbúð 103. 260 Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt Börn

  Í tilefni Ljósanætur viljum við bjóða fólki að koma og skoða saumaaðstöðuna okkar og lager. Mjallhvít & Mánagull saumar taubleyjur og taubleyjutengda hluti. Allir eru velkomnir að koma og spjalla hvort sem þið vitið eitthvað um taubleyjuheiminn eða ekki.
 • Kl. 18:00 - 21:30

  VOCAL - Hlaðborðið sem allir hafa beðið eftir!

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Veitingar

  Laugardaginn 3. Sept. Keila í Brickdeigi, tapenade og engifersósu Reykt andabringa á laufsalati, sesam og furuhnetudressing Sesamhjúpaður túnfiskur,grænmeti í sítrónugraslegi Reykt laxaterta með hvítlaukssósu Fylltur heill kjúlingur Humar og silungaeggj í dill og hrisgrjónaedikslegi Marineruð og snöggsteikt hrefna með sítrussoya og wakamesalati Parmaskinka með melónu Blandað grænt salat Karöflusalat Sæt kartöflusalat með kjúkling og hnetum,möndlum í soya Grískt salat með rækju og hörpuskel Kókosrækja með rauðlauk, tómatur, agúrka og parika rauð Kjúklingaspjót Beikon quiche Rauðrófu-, rauðlauks- og perusalat Agúrku-, mango- og ananassalat Súrdeigsbrauð, pesto, tapenade, kryddjurtaolía og hummus Heitir réttir Heilsteikt lambalæri með kryddjurtaolíu og lambagljáa Heilsteikt nautaribey og bernaisesósu Hægelduð kalkúnabringa Meðlæti Gratineraðar kartöflur, grillaður fennekel, ofnbökuð steinseljurót með hunangi og lime ásamt fleiru Desserthlaðborð Súkkulaðimousseterta með hindberjacoulis Creme brulee með lakkrís/Creme brulee með Grand Marnier Ísbar Ferskt ávaxtasalat með aprikósulíkjör Flamberaðir ávextir Verð kr. 6.900 á mann
 • Kl. 20:30 - 23:00

  Stórtónleikar á útisviði

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt Tónlist Útisvið

  Á stórtónleikum Ljósanætur er ávallt boðið upp á það besta. Hér verður að finna eitthvað fyrir alla svo við reiknum með dúndur stemningu þegar hápunkti kvöldsins er náð og HS Orka lýsir upp Ljósanótt. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kemur mannskapnum í rétta gírinn. Jóhanna Ruth sem heillaði þjóðina og sigraði í Ísland Got Talent 2016 lætur ljós sitt skína. Maggi Kjartans og ljóssins englar mæta á svæðið með "show" sem er sérstaklega sett saman fyrir Ljósanótt. Með honum í för eru auðvitað okkar menn og engir aukvisar, Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson ásamt þeim Björgvini Halldórssyni og Stefaníu Svavarsdóttur. Að lokinni flugeldasýningu HS Orku er það poppstjarna Íslands, sjálfur Páll Óskar, sem tryllir lýðinn. Þetta getur ekki klikkað! Tónleikarnir verða sendir beint út á Rás 2.
 • Kl. 21:00 - 23:00

  Sìgull à Studio 16

  Staðsetning: Hafnargötu 21

  Flokkur: Tónlist

  SíGull verður með úti tónleika á föstudeginum og spila fyrir utan hárgreiðslustofuna Hárátta kl:17:30. Hafnargata 54. SíGull var valin hljómsveit fólksins á músiktilraunum 2015 ásamt því fengu þau verðlaun fyrir bassa og trommuleik. Þau spila bland af "Funk progressive pop" og spila bæði cover og frumsamin lög. SíGull verður með úti tónleika á Laugardeginum og spila fyrir utan lounge staðinn Studio16 kl:21:00. Hafnargata 21. SíGull var valin hljómsveit fólksins á músiktilraunum 2015 ásamt því fengu þau verðlaun fyrir bassa og trommuleik. Þau spila bland af "Funk progressive pop" og spila bæði cover og frumsamin lög.
 • Kl. 22:15 - 22:30

  HS Orka lýsir upp Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt Útisvið

  Bjartasta flugeldasýning landsins í boði HS Orku hf. Strax að lokinni flugeldasýningunni verður "Gamli bærinn minn" leikinn og um leið verða ljósin á berginu kveikt. Tónlistardagskrá heldur svo áfram til kl. 23:00. Það er Björgunarsveitin Suðurnes, að vanda, sem sér um framkvæmd sýningarinnar, sem líkja má við einn af listviðburðum hátíðarinnar svo glæsileg er þessi sýning orðin hjá þeim.
 • Kl. 23:59 - 04:00

  Pallaball í Stapa á Ljósanótt 2016

  Staðsetning: Stapi, Hljómahöll

  Flokkur: Tónlist

  Páll Óskar verður með alvöru Pallaball á Ljósanótt 2016! Öllu verður tjaldað til í glamúr og glæsileika þegar Páll Óskar mun stjórna stuðinu í Stapanum pásulaust alla nóttina á Ljósanótt 2016! Bæði mun hann þeyta skífum af sinni alkunnu snilld og taka öll sín bestu lög þegar leikar standa sem hæst ásamt dönsurum sínum, bombum, blöðrum og tilheyrandi skrauti! Miðaverð í forsölu 2.500 kr. Miðaverð við inngang 2.900 kr. Forsala miða fer fram á www.hljomaholl.is. Aldurstakmark 18 ára (aðeins tekið við löggildum skilríkjum s.s. ökuskírteini eða vegabréfi)
 • Kl. 23:00 - 03:00

  Króm á Kaffi Duus

  Staðsetning: Kaffi Duus, Duusgata 10

  Flokkur: Tónlist

  Hljómsveitin Króm verður með dúndur dansleiki á Kaffi Duus föstudags- og laugardagskvöld á Ljósanótt.
 • Kl. 23:00 - 24:00

  Pink Floyd messa í Keflavíkurkirkju

  Staðsetning: Keflavíkurkirkja

  Flokkur: Almennt Tónlist

  Að lokinni flugeldasýningu kl. 23 á laugardagskvöldi Ljósanætur verður Pink Floyd messa í Keflavíkurkirkju. Níu manna hljómsveit frá Vestmannaeyjum sér um flutning á þessari tónlist sem er löngu orðin sígild. Guðsorð, bæn og blessun verða að sjálfssögðu í boði. Öll eruð þið velkomin.

Dagskrá sunnudaginn

 • Kl. 00:00

  Fólkið í bænum-"við erum allskonar"

  Staðsetning: Stígvélagarðurinn við tjarnirnar. Innri Njarðvík.

  Flokkur: Börn Sýningar

  Á sýningunni er verk eftir börnin í leikskólanum Holti, unnin úr skapandi efnivið og eiga þau að endurspegla fjölbreytileika fólksins í bænum.
 • Kl. 08:00 - 17:00

  Ljósanætur golfmót Hótels Keflavíkur !

  Staðsetning: Hólmsvöllur í Leiru.

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Opna Ljósanæturmótið í golfi í boði Hótel Keflavíkur. Verð 4.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar inn á golf.is
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Einkasafn poppstjörnu - Páll Óskar

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Fyrsta sérsýning Rokksafn Íslands fjallar um stórsöngvarann Pál Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar ­ - Einkasafn poppstjornu“. Páll Óskar er mikill safnari og er sýningin sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni er fjöldinn allur af sérhönnuðum búningum og fatnaði frá tónleikum hans­, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull-­ og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta­- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Páll Óskar segir sjálfur frá hverju æviskeiði með hjálp tækninnar. Þá geta gestir skellt sér í söngklefa og sungið Pallalög í þar til gerðu hljóðveri og prófað að hljóðblanda vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum. Gestir geta horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og þannig væri lengi hægt að telja. Óhætt er að segja að gestir komast ekki nær Páli Óskari en á sýningunni "Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu". Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir börn 16 ára í yngri sem eru í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 11:00 - 18:00

  Rokksafn Íslands

  Staðsetning: Rokksafn Íslands, Hljómahöll

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Rokksafn Íslands er glænýtt safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Þar er sagan tónlistar á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins í dag á mjög lifandi máta með aðstoð ljósmynda, skjáa og skjávarpa. Gestir fá afhenta spjaldtölvu svo þeir geti kafað enn dýpra í söguna. Á safninu er hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað sig áfram á rafmagnstrommusett, gítar, bassa og hljómborð. Á meðal þeirra hluta sem hægt er að skoða á safninu er trommusettið hans Gunnars Jökuls sem hann notaði m.a. á ...Lifun með Trúbrot, LED-ljósabúning Páls Óskars, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, flugvélabúningur úr myndbandi Sykurmolanna við lagið Regínu, sex metra háar myndir af Hljómum, Björk, Sigur Rós og Of Monsters and Men og þannig mætti lengi telja. Aðgangseyrir 1.500 kr. Frítt er fyrir 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Vatnaboltar

  Staðsetning:

  Flokkur: Börn

  Skemmtilegt leiktæki fyrir börn þar sem barnið knýr leiktækið en ekki öfugt,vatnaskemmtun án þess að blotna. Endilega kíkið á okkur á facebook ;)
 • Kl. 12:00 - 18:00

  "Framtíðarminni" í Listasafni Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Í tilefni Ljósanætur opnar Listasafn Reykjanesbæjar sýninguna “Framtíðarminni” í Listasalnum í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 1.september kl.18:00. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Blómahaf

  Staðsetning: Bíósalur Duus hús

  Flokkur: Sýningar

  Blómahaf nefnir Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir sýningu sína í Bíósalnum sem verður opnuð 1.september næstkomandi kl. 18 á Ljósanótt. Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar gefur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Myndheimur Elínrósar er draumkenndur en á sama tíma raunsær þar sem myndefnið er málað af mikilli nákvæmni og af raunsæi og virðingu fyrir efninu. Á myndunum lifnar gróðurinn við og hefur áferð hollensku meistaranna en fyrirmyndir eru alltaf raunverulegar plöntur. Form og listræn fegurð myndanna hefur mikið gildi og er hægt að skynja lífrænan kraft þeirra. Elínrós hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis meðal annars í Hofi, í Hafnarborg, Gallerí Horninu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eftir víðtækt nám í postulínsmálun hóf Elínrós nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún lauk námi úr málaradeild á árinu 1987. Hún hélt áfram að þróa postulínsmálunina og sótti námskeið hjá þekktustu kennurum beggja vegna hafsins. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet. Listamannaspjall verður sunnudag 4. september kl. 15. Sýningin verður opin yfir Ljósanæturhelgina fim kl.18-20, fös – sun kl.12-18. Eftir það alla daga kl. 12 – 17 og stendur til 6. nóvember.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

  Staðsetning: Duus Safnahús, Duusgötu 2-8

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.

  Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september kl. 18:00. Í Listasal opnar sýningin “Framtíðarminni.” Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar. Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Í Gryfjunni opnar sýningin "Mín eigin jörð." Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k. Í Bíósal opnar sýning myndlistarkonunnar Elínrósar Blomquist Eyjólfsdóttur sem hún kýs að kalla "Blómahaf." Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar getur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Elínrós býður upp á listamannaspjall sunnudaginn 4. september kl. 15. Í anddyri Duus Safnahúsa sýnir ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndaseríuna „Sveitapiltsins draumur“ sem er í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Bátasafn Gríms Karlssonar

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duus Safnahúsum á lokadaginn 11. maí 2002. Þar má sjá á annað hundrað líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík. Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu 1860 til vorra daga.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Gestastofa Reykjaness jarðvangs

  Staðsetning: Duus safnahús

  Flokkur: Sýningar

  Sýning um myndun og mótun Reykjanesskagans ásamt upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Á sýningunni er myndrænt sagt frá mótun Reykjanesskagans. Gestir geta fræðst um jarðfræði og náttúrufar á skaganum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Markmiðið með gestastofunni er að miðla fróðleik og upplýsingum um jarðvanginn og skagann.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Þyrping verður að þorpi

  Staðsetning: Duushús, Bryggjuhús

  Flokkur: Sýningar

  Áhugaverð sýning um sögu bæjarins í máli og myndum í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.

 • Kl. 12:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning "SVEITAPILTSINS DRAUMUR"

  Staðsetning: Duus safnahús, anddyri

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir verður með ljósmyndasýningu í anddyri Duus Safnahúsa á Ljósanótt. Þar sýnir hún seríuna „Sveitapiltsins draumur“ og er sú sería í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían ,,SVEITAPILTSINS DRAUMUR´´ segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum. Samkynhneigður einstaklingur á í harðri innri baráttu, hann leitar leiða til vinna úr neikvæðum tilfinningum og eigin fordómum sem byggðir eru á speglun samfélagsins. Hann tekst á við lélegt sjálfsmat og sjálfeyðingarhvöt. Svo er bara spurningin, lifir hann þetta af, nýtur lífsins og leyfir sér að elska, eða heldur hann áfram að grafa sína eigin gröf og lifa lífi sínu sem strengjabrúða? Líf er í húfi, látum af fordómum. Ástin er allra.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Leikfangasafn Helgu Ingólfs

  Staðsetning: Duusgata, við hlið Kaffi Duus (glerblástur)

  Flokkur: Sýningar

  Á Ljósanótt verður opnað Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttir í Grófinni í Reykjanesbæ, nánar tiltekið í fyrrum glerblásaraverkstæði við hliðina á Kaffi Duus. Helga hefur ásamt aðstoðarfólki unnið hörðum höndum við að koma safninu upp síðustu mánuði og verður spennandi að sjá afraksturinn en Helga hefur verið ástríðufullur leikfangasafnari í áratugi. Tilbúnar brúður, bílar, boltar, Starwars og spil og þannig mætti lengi telja upp hina ýmsu flokka leikfanga sem Helga hefur safnað en það er ekki nóg, heldur hefur Helga einnig búið til sínar eigin brúður og skapað sína eigin heima sem verða til sýnis á leikfangasafninu.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  "Mín eigin jörð" Íris Söring

  Staðsetning: Duus safnahús, Gryfjan

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin “Mín eigin jörð” verður opnuð í Gryfjunni í Duus Safnahúsum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt, nánar tiltekið fimmtudaginn 1.september kl. 18.00. Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30. október n.k.
 • Kl. 12:00 - 18:00

  Ást á íslenskri náttúru

  Staðsetning: Duus safnahús, Stofan

  Flokkur: Sýningar

  Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og nú má sjá skemmtilega sýningu Stofunni í Duus Safnahúsum sem tengist einmitt þessari náttúruást. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Við fráfall Áka eignaðist Reykjanesbær mikið steinasafn ásamt fjölda listaverka og á sýningunni núna má sjá úrval úr steinasafninu en listaverkin bíða betri tíma.
 • Kl. 12:00 - 17:00

  Memento Mori: Náttúrugripasafn – Sara Riel

  Staðsetning: Kaffitár, Stapabraut 7, 260 Njarðvík

  Flokkur: Sýningar Tónlist Veitingar

  Þér er boðið á opnun sýningar Söru Riel, Memento Mori: Náttúrugripasafn í Kaffitári fimmtudagskvöldið, 1. september, kl.20-22. Kaffibarþjónar Kaffitárs hrista fram bragðgóða kaffikokteila og Högni Egilsson syngur ljúfa tóna fyrir gesti frá kl. 21. Memento Mori: Náttúrugripasafn Í sýningunni Memento Mori Náttúrugripasafn er tekist á við það fyrirbæri sem náttúrugripasafnið er og hugmyndafræðina á bak við það. Sara vann rannsóknir sínar út frá flokkunarkerfi náttúrufræðinnar en flokkarnir eru dýraríkið, plönturíkið, steinaríkið, svepparíkið, fjölfrumungar og einfrumungar og hafa þær hugmyndir sem vöknuðu í gegnum þetta ferli verið unnar í ýmsa miðla; skúlptúr, teikningar, málverk, veggverk, myndbandsverk, ljósmyndir og prentverk. Þessi verk endurspegla, endursegja og endurraða þáttum úr náttúrunni sem svo blandast sögusögnum og varpa ljósi á ákveðin samfélagsmál. Stíll þeirra á sér uppruna í hvor tveggja klassískri og samtímamyndlist, sem og grafískri hönnun, teiknimyndum, myndskreytingum og strætislist (graffiti). Þetta er tilraun til að finna nýjan vinkil og jafnvægi milli tveggja tíma. Í höndum Söru verða mörkin á milli vísinda og myndlistar óljós. Á sama tíma og hún er að rannsaka náttúruminjar er hún einnig að rannsaka myndlistina og þá miðla sem henni standa til boða. Verk hennar eiga það sameiginlegt með hugmyndafræði náttúrugripasafnsins að hún leitast eftir að taka kunnuglega hluti, endurraða þeim og setja í annað samhengi. Sara gengur út frá fimm meginatriðum við gerð verka sinna; hugmynd, rannsókn, framkvæmd, framleiðsla og framsetning. Þó er myndlistarsköpun hennar ekki rökræn. Eins og „vísindamaður“ rýnir hún í umhverfi sitt í leit að formum og litum, skoðar smáatriðin og reynir að draga þau fram, finnur vísbendingar og þreifar sig áfram án þess að hafa fyrirfram ákveðna niðurstöðu eða tilgang í huga. Hvert verk er endurspeglun á fundnum fyrirbærum sem endurraðast í nýjum. Sýningin í Kaffitár er úrval verka frá einka sýningunni Memento Mori: Nátturgripasafn sem opnaði í Listasafni Íslands Júní 2013. Memento Mori; Natural History Museum The exhibition Memento Mori deals with the phenomenon, natural history museum, and its ideology as Sara Riel´s interest in its aesthetics and sophistication. Riel’s research is based on the kingdoms in the natural sciences; Animalia, Plantae, Mineralia, Fungi, Protista, and Monera and the ideas that arose through this process now being carried out in various media; sculpture, drawings, paintings, street art, video installations, photographs and prints. These works reflect, retell and rearrange elements of nature mixed with fiction and sheds light on certain social concerns. The style is both classical and contemporary, including graphic design, cartoons, illustration and street art (graffiti), as well as an attempt to find a new angle and balance between the two times. Riel blurs the boundaries between science and art. At the same time she is studying natural artefact she is also studying art and it’s media available to her. Her works share a common feature with the philosophy of the natural history museums as it seeks to take familiar things, rearrange them and put in another context. While preparing her works, Sara uses five essential elements; idea, research, implementation, production and presentation. Her works are not logical, like a “scientist” she studies her surroundings searching for forms and colours, viewing the details and trying to bring them forward, discovering clues and moving forward without a predetermined outcome or purpose in mind. Each piece reflects known phenomena, which are re-organized into new ones. The exhibition in Kaffitár is a selection of works from her solo exhibition Memento Mori; Natural History Museum that opened June 2013 in The National Art Gallery. Dagskrá Ljósanætur á Kaffitár: Fimmtudagur opið kl. 9-22, -kl. 20:00 -Opnun sýningar Söru Riel. -kl. 21:00 - tónleikar Högna Egilssonar. Föstudagur opið kl. 9-18 -kl. 12-18 - Kaffibland í poka selt í kílóavís. Laugardagur opið kl. 10-18 -kl. 12-18 -Kaffibland í poka selt í kílóavís. -kl.13:00 kl.14:00 kl.16:00 – Heimsreisa með Aðalheiði Héðinsdóttur. -kl.15 - Kaffibrennsla með Nökkva Þór Matthíasson. Sunnudagur opið kl. 12-17 -kl. 12-17 - Kaffibland í poka selt í kílóavís.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Matarvagninn Munchies

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Veitingar

  Sala á nýjum og léttum veitingum. Sjálfbær matarvagn.
 • Kl. 13:00 - 15:00

  Myndlistarsýning Stefáns Jónssonar

  Staðsetning: Hafnargata 21

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verða bæði olíu- og vatnslitamyndir.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Tækifæris Tattoo

  Staðsetning: Fyrir framan Svarta Pakkhúsið

  Flokkur: Almennt Börn

  Tækifæris Tattoo er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, blásið á með lofti, skemmtilegt, fljótlegt og sárasaklaust. Endist í allt að 14 daga Vatnsþolið, auðvelt að fjarlægja, þornar samstundis, sárasaklaust, fljótlegt. Til að fá sem bestu endingu : Varist olíur og smyrsl Nuddið/skrúbbið ekki Varist þröngan fatnað Þerrið eftir bað
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Flugdýr taka á flug

  Staðsetning: Park-inn by Radisson, Hafnargata 57

  Flokkur: Sýningar

  Hildur H. List-Hönnun sýnir flugdýr sem eru gerð úr Morgunblaðinu, perlum, tölum, rennilásum, skrúfum, rauðvínstöppum, jólaskrauti, blúndum og öllu mögulegu sem listakonunni dettur í hug. Ekkert dýr er eins og verður aldrei, þau eru einstök hvert á sinn hátt. Endilega komið og takið flugið með dýrunum og ímyndunaraflinu.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Mýr 10 ára

  Staðsetning: RADISSON HÓTEL

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Mýr verður opið á Radisson hótelinu í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Mikið húllumhæ verður hjá okkur þar sem við ætlum að fagna 10 ára afmæli Mýr og bjóðum ykkur velkomin.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Sýningar opnar

  Staðsetning:

  Flokkur: Sýningar

  Flestar sýningar opnar til kl. 18:00. Síðasti séns til að sjá þær sýningar sem fólk hefur hreinlega ekki komist yfir að sjá.
 • Kl. 13.00 - 17.00

  ZOLO ilmolíulampar o.fl.

  Staðsetning: Hafnargata 29

  Flokkur: Almennt

  Við höfum flutt Zolo ilmolíulampana og bætt við nýjum vörum Allir fallegu lamparnir og uppáhaldsolíurnar þínar verða þessa Ljósanæturhelgina að Hafnargötu 29, á milli skóbúðarinnar og Lemon. Komdu í heimsókn til okkar á Hafnargötu 29 Við tökum vel á móti ykkur
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Sölutjöld opin

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Sölutjöldin eru opin frá fimmtudegi til sunnudags. Síðasti séns til að gera góð kaup hjá farandsölufólkinu.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Cash Mönneh - Odee

  Staðsetning: Svarta Pakkhúsið, neðri hæð. Hafnargötu 2a.

  Flokkur: Sýningar

  Á sýningunni verður glæný sería listaverka eftir listamanninn Odee frumsýnd. Opnunartími á sýningunni: Fimmtudag: 12:00-22:00 Föstudag: 12:00-22:00 Laugardag: 12:00-22:00 Sunnudag: 12:00-17:00 Staðsetning: Svarta Pakkhúsið neðri hæð, Hafnargötu 2a
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Leiktækin í gangi

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Börn

  Góður dagur til að klára miðana í tívolítækin. Á sunnudegi eru raðirnar styttri og meiri rólegheit á svæðinu.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Svarta Pakkhús Gallerý

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Svarta Pakkhúsið samanstendur af 20 listamönnum. Hver listamaður hefur sinn efnivið sem hann hannar úr. Verkin eru úr: leðri, roði, silkisatíni, ull, gleri, járni, plexigleri, bómull, perlum og steinum.
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Fólk og landslag - Samsýning í Gömlu búð

  Staðsetning: Gamla búð, við Duus húsin

  Flokkur: Sýningar

  Samsýning málverka og ljósmynda: Fríða Rögnvaldsdóttir – steyptar myndir á striga Stefán Ólafsson – ljósmyndir á striga og á skjá
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Hafnir áður fyrr - Sýning á ljósmyndum úr Höfnum og nágrenni í safnaðarheimilinu

  Staðsetning: Safnaðarheimilið Höfnum, Nesvegi 4

  Flokkur: Sýningar

  Hátíð í Höfnum. Hafnir áður fyrr - Sýning á ljósmyndum úr Höfnum og nágrenni í safnaðarheimilinu. Hátíð í Höfnum verður haldin í annað sinn á Ljósanótt í ár. Í fyrra gekk hátíðin vonum framar og komust færri að en vildu í kaffi og sögur í gamla safnaðarheimilinu. Í ár verður boðið upp á ljósmyndasýningu með myndum úr einkasöfnum nokkurra Suðurnesjamanna af lífinu í Höfnum á árum áður. Sýningin verður opin laugardaginn og sunnudaginn 3. og 4. september í Safnaðarheimilinu í Höfnum, Nesvegi 4, frá klukkan 13.00 til 17.00 báða dagana. 
Heitt verður á könnunni og kaffi og kökur verða seldar til styrktar viðhaldi á Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Verið velkomin í Hafnirnar!
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Spot Iceland - Húsgögn með GPS punkti

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Sýningar

  Ólafur Þór Erlendsson, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt, og Þóra Björk Schram, myndlistarkona og textílhönnuður, hafa í sameiningu hannað kolla og bekki innblásna af íslenskri náttúru. Hverju verki fylgir gps-punktur eða SPOT sem sýnir hvaðan innblásturinn er fenginn.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Ljósmyndasýning Ljósops

  Staðsetning: Vatnsnesvegi 8

  Flokkur: Sýningar

  Ljósop, félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum heldur sína árlegu samsýningu á verkum félagsmanna í húsnæði félagssins, Vatnsnesvegi 8 (Gamla Byggðasafni Reykjanesbæjar)
 • Kl. 13:00 - 23:00

  Hljóðbylgjan á Ljósanótt

  Staðsetning: Hátíðarsvæði

  Flokkur: Almennt

  Suðurnesjaútvarpsstöðin Hljóðbylgjan, FM 101,2, ætlar að fylgjast vel með á Ljósanótt og vera umfjallanir og beinar útsendingar frá ýmsum skemmtilegum viðburðum. Á heila tímanum verður farið yfir það sem um er að vera, hvar og hvenær. Hlustendur eru hvattir til að hringja inn í s. 571-3855 með skemmtilegar ábendingar eða fyrirspurnir. Fylgist með á Hljóðbylgjunni FM 101,2.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  CocoCaravan á Park inn

  Staðsetning: Park inn

  Flokkur: Almennt

  Kynningarverð á CocoCaravan súkkulaði sem er vegan hrá súkkulaði,lífrænt og með lágan sykurstuðul. Verðum á Park inn hótel
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Skartsmiðjan Perlur og skart

  Staðsetning: Krossmói 4

  Flokkur: Almennt

  Perlur, skart og föndurvörur.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Hönnunarveisla á Park Inn by Radisson

  Staðsetning: Hafnargata 57, 230 Keflavik

  Flokkur: Sýningar Veitingar

  Hönnunarveisla á Park Inn by Radisson, Park Inn by Radisson Keflavík býður til hönnunarveislu á Ljósanótt, þar sem margir af fremstu hönnuðum íslands koma fram. Meðal þeirra sem taka þátt: Agnes Design https://www.facebook.com/agnesgeirsdesign/?fref=t Brak https://www.facebook.com/brak.kg/ Cococaravan Ísland https://www.facebook.com/cococaravanisland/ Engilberts-hönnun https://www.facebook.com/search/269578926499932/local_search?surface=tyah Eva Hulda geoSilica Iceland https://www.facebook.com/geoSilica/?fref=ts Gust https://www.facebook.com/gust.reykjavik.design/?fref=ts Halldóra https://www.facebook.com/HALLDORA.ICELAND/?fref=ts Hildur Harðar https://www.facebook.com/hildurlisthonnun/ Jónsdóttir & Co https://www.facebook.com/J%C3%B3nsd%C3%B3ttir-Co-259777670699439/?fref=ts KrÓsk by Kristín Ósk https://www.facebook.com/krosk.by.kristinosk/?fref=ts Koffort - Icelandic Wool Design https://www.facebook.com/koffort/?fref=ts LeiraMeira https://www.facebook.com/GalleryLeiraMeira/?fref=ts Mýr Design https://www.facebook.com/myrdesigniceland/?fref=ts Skinboss https://www.facebook.com/skinboss.is/?fref=ts Skyrta https://www.facebook.com/SkyrtaofIceland/?fref=ts Spot Iceland https://www.facebook.com/SPOT-Iceland-1559671547682218/?fref=ts Þóra Björk Design https://www.facebook.com/thorabjorkdesign/?fref=ts Togga https://www.facebook.com/Togga-116662991684833/?fref=ts Happy hour alla daga frá kl: 17-19 Föstudagur og laugardagur Útigrill og Street food Stemmning fyrir stuðbolta á öllum aldri Hamborgarar Lambalokur Hægeldað svínakjöt (Pulled Pork) Fylltar crepes og fl.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Þóra Björk Design

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57, 230 Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Þóra Björk Schram textíllistamaður og hönnuður, hannar teppi fyrir veggi og gólf. Hún byggir list sína á margvíslegri tækni, litameðferð og notar mynstur sem hún vinnur með og blandar á einn eða annan hátt í textílverkum sínum. Verk hennar hafa sterka skírskotun í íslenska náttúru sem er henni mjög hugleikin og hún vísar í veðurfar, landslag, birtu og liti til að ná fram stemmningu í hönnun sinni. Þóra Björk handtuftar og flosar öll verkin sín úr íslenskri ull og vinnur hún teppin í samráði við þarfir og óskir viðskiptavina sinna.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Slökkviliðsminja safnið

  Staðsetning: Njarðarbraut 3

  Flokkur: Almennt Saga Sýningar

  Safn sem segir sögu slökkviliða og slökkviliðsmanna í gegnum aldana tíð.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Óli prik

  Staðsetning: Markaðstjald

  Flokkur: Almennt Börn

  Óli prik verður í markaðstjaldinu á Ljósanótt með vörur sínar. Nafnamerkt á staðnum.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Engilberts hönnun

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Almennt

  Engilberts-hönnun er íslenskt hönnunarfyrirtæki Við notumst við listaverk eftir Jón Engilberts, einn ástsælasta listmálara þjóðarinnar, og prentum þau á fatnað, slæður, púða, skjólur (buff) og fleira. Þjóðararfur sem við viljum koma af listasöfnunum til fólksins. Á Ljósanótt verðum við með slæður, púða, boli, fiberklúta og skjólur (buff) til sölu með áprentuðum verkum Jóns. Gaman væri að sjá sem flesta. Endilega kíkið inn á vefsíðuna okkar http://engilberts-honnun.is
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Orðaborð

  Staðsetning: Park Inn Keflavík, Hafnargötu 57

  Flokkur: Sýningar

  Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv. Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhúss­arkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT.
 • Kl. 13:00 - 15:00

  Lína Rut

  Staðsetning: Vallargata 14, 230 Reykjanesbæ.

  Flokkur: Sýningar

  Opin vinnustofa. ATH. ný staðsetning. Vallargata 14.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Skúli Thór., framlag mitt

  Staðsetning: Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið.

  Flokkur: Sýningar

  Skúli Thoroddsen sýnir íslenskar landslagsmyndir í olíu í HF húsinu Hafnargötu 2, við Svarta pakkhús planið. Myndirnar endurspegla litríka íslenska náttúru, með augum Skúla, m.a. eftir ferðir hans um hálendið.
 • Kl. 13:00 - 18:00

  Myndlist í Hf sölum

  Staðsetning: Hf salir, gengið inn í portinu við Svarta pakkhús

  Flokkur: Sýningar

  Það er órjúfanlegur hluti Ljósanætur að kíkja við í Hf-sölunum sem eru í hjarta hátíðarsvæðisins og skoða fjölbreytta myndlist. Að öllum líkindum verður þetta þó í síðasta sinn sem þarna verður hægt að halda sýningar. Í ár sýna þar fjórir flottir listamenn. Brynhildur Guðmundsdóttir Ethoríó Gulla Olsen Skúli Thoroddsen
 • Kl. 13:00 - 17:00

  LeiraMeira á Ljósanótt

  Staðsetning: Park Inn, Hafnargata 57

  Flokkur: Sýningar

  Verið velkomin á Park Inn Hönnunarveislu á Ljósanótt! Listamaðurinn LeiraMeira verður með sölusýningu á styttu fígúrum sínum annað árið í röð þessa helgi. Fullt af flottum og sniðugum styttum til sýnis og sölu. Mikið af nýjum og spennandi verkum hafa bæst við frá því á síðasta ári. Skemmtilegar tækifæris gjafir og mikið af áhugaverðum fígúrum handa söfnurum. Ef þú hefur gaman af teiknimyndum, myndasögum, bíómyndum eða bara leirlist yfir höfuð, komdu þá og skoðaðu úrvalið. Kannski leynist styttan handa þér á borðinu hjá LeiraMeira. :)
 • Kl. 13:00 - 16:00

  Maju Men

  Staðsetning: Gallerí Keflavík Hafnargötu 32

  Flokkur: Almennt

  Ég verð með skartið mitt hjá skvísunum í Gallerí Keflavík, Hafnargötu 32. Hlakka til að sjá ykkur.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Málverkasýning

  Staðsetning: Hafnargata 22

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Sigríður Anna Garðarsdóttir verður með málverkasýningu á Hafnargötu 22. Verið velkomin á opnun sýningarinnar á fimmtudaginn milli 18 og 22.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  AGNES design

  Staðsetning: Park Inn by Radison

  Flokkur: Almennt

  AGNES design býður ykkur velkomin á Park Inn by Radison (áður Flughótel). Mikið úrval af kvenfatnaði. Sjón er sögu ríkari.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Leirlistasýning Einu

  Staðsetning: Hjá Fjólu Hafnagötu 34

  Flokkur: Sýningar

  Leirlistakonan Eina sínir verk sín hjá Fjólu gullsmið.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Víðsýn

  Staðsetning: Hafnargata 2

  Flokkur: Sýningar

  Sýningin Víðsýn er eftir Bjarnveigu Björnsdóttur og er hún bæði með olíumálverk og grafík. Sýningin verður opnuð 1. sept kl 19 í Fischerhúsinu að Hafnargötu 2, baka til. Allir velkomnir.
 • Kl. 13:00 - 15:00

  GUP design

  Staðsetning: Hafnargötu 25

  Flokkur: Almennt

  GUP design er íslensk hönnun og allur fatnaður framleiddur af Guðrúni Pétursdóttur sem saumar föt fyrir konur á öllum aldri, jakka, kjóla túnikur, leggings og töskur. Ég verð á Hafnargötu 25, Ormsson húsinu á Ljósanótt, endilega kíkið við hjá okkur. Er á facebook www.facebook.com/gupdesign/ Við erum 8 konur í húsnæðinu með mismunandi varning.
 • Kl. 13:00 - 17:00

  Eva Emils vöruhönnuður

  Staðsetning: Park-Inn hótelið, Hafnargötu

  Flokkur: Almennt Börn

  Ég er vöruhönnuður og Eva Emils er vöruheitið mitt. Ég er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar. Ég sauma ýmsar vörur úr gömlum og nýjum efnum. Á Ljósanótt verð ég að selja handsaumuð tölvuumslög fyrir fartölvur og spjaldtölvur. Að auki verð ég með lífleg armbönd og hárteyjur.
 • Kl. 14:00 - 21:00

  Opin vinnustofa hjá Sossu

  Staðsetning: Mánagata 1

  Flokkur: Sýningar

  Sossa verður með opna vinnustofu á Mánagötu 1 í Reykjanesbæ á Ljósanótt 2016. Ný málverk. Verið velkomin, Sossa
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Opið hús Pílufélags Reykjanesbæjar

  Staðsetning: Hrannargata 6

  Flokkur: Íþróttir & tómstundir

  Opið hús hjá Pílufélagi Reykjanebæjar verður dagana 3. og 4. september. Allir sem vilja geta komið og prófað skemmtilegt sport eða bara komið og skoðað okkar glæsileu aðstöðu. Það er hægt að fá lánaðar pílur. Heitt á könnunni. Það verða leiðbeinendur á staðnum. Allir velkomnir Pílufélag Reykjanesbæjar Hrannargata 6 2. hæð.
 • Kl. 14:00 - 17:00

  All you need is love... Sigga Dís

  Staðsetning: Grófinni 6, Keflavík

  Flokkur: Sýningar

  Ég verð með myndirnar mínar í Oddfellow húsinu Grófinni 6, Keflavík. (Staðsett rétt fyrir ofan Duus húsin). Opnunartími er hér fyrir ofan en ég opna á föstudeginum. Hlakka mikið til að sjá ykkur. Kveðja Sigga Dís
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Myndlistasýning Böggu

  Staðsetning: Reykjanesbæ

  Flokkur: Sýningar

  Verð á sama stað og áður með myndirnar mínar á Hárfaktorý Hafnargötu 20 Keflavík. Allir hjartanlega velkomnir, vonast til að sjá sem flesta.
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Lifandi vinnustofa

  Staðsetning: Hafnargata 2a efri hæð

  Flokkur: Sýningar

  Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður með opna vinnustofu í Svarta Pakkhúsinu 2. hæð, Hafnargötu 2a. Þar munu nokkrir félagsmenn og -konur vinna að list sinni og taka á móti gestum. Allir velkomnir og kaffi á könnunni allan tíma viðburðar.
 • Kl. 14:00 - 18:00

  Opið hús Mjallhvít & Mánagull

  Staðsetning: Tjarnabakka 6, íbúð 103. 260 Reykjanesbær

  Flokkur: Almennt Börn

  Í tilefni Ljósanætur viljum við bjóða fólki að koma og skoða saumaaðstöðuna okkar og lager. Mjallhvít & Mánagull saumar taubleyjur og taubleyjutengda hluti. Allir eru velkomnir að koma og spjalla hvort sem þið vitið eitthvað um taubleyjuheiminn eða ekki.
 • Kl. 14:00 - 17:00

  SITT LÍTIÐ AF HVERJU

  Staðsetning: Hafnargata 79, Tómasarhagi

  Flokkur: Sýningar

  Ljósmyndasýning verður á Hafnargötu 79, Tómasarhaga á Ljósanótt. Sýnendur eru Christine Gísladóttir og Vigdís Heiðrún Viggósdóttir. Þær stöllur útskrifuðust saman úr Ljósmyndaskólanum 2014 og sýna ljósmyndir í öllum stærðum og gerðum, meðal annars ljósmyndar unnar í textíl. Vigdís sýnir seríu sem nefnist ,,LEYST ÚR LÆÐINGI" hún fjallar um vorið og þá orku sem því fylgir. Vigdís sýnir einnig verkið ,,Sveitapiltsins draum" í Duus Safnahúsum. Kæru verfarendur, verið hjartanlega velkomin. Vinsamlega deilið.
 • Kl. 14:00 - 17:00

  Sálarrannsókna félag Suðurnesja tekur á móti gestum

  Staðsetning: Víkurbraut 13 Keflavík

  Flokkur: Almennt Sýningar

  Fimmtudagur kl. 20:00: Fyrirlestur um indverska stjörnuspeki sem Anna Björk Erlingsdóttir flytur. Kynning á starfsemi félagsins í vetur. Myndlistarsýning Dagbjartar Magnúsdóttur. Skart og rúnir til sölu frá Gallery skart. Laugardag og sunnudag: Bjóðum upp á heilun, miðlun, spá, tarrotlestur, skart til sölu og myndlist. Allir hjartanlega velkomir, kaffi á könnunni.
 • Kl. 15:00 - 16:00

  Blómahaf listamannaspjall

  Staðsetning: Bíósalur Duus hús

  Flokkur: Sýningar

  Sunnudag 4. september kl. 15 mun Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir listmálari taka þátt í listamannaspjalli um sýningu sína, Blómahaf, sem stendur yfir í Bíósal Duushúsa á Ljósanótt. Á sýningunni gefur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi. Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Myndheimur Elínrósar er draumkenndur en á sama tíma raunsær þar sem myndefnið er málað af mikilli nákvæmni og af raunsæi og virðingu fyrir efninu. Á myndunum lifnar gróðurinn við en listræn fegurð myndanna hefur mikið gildi og er hægt að skynja lífrænan kraft þeirra. Elínrós hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis meðal annars í Hofi, í Hafnarborg, Gallerí Hornið, Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þar námi úr málaradeild á árinu 1987. Hún hefur stundað postulínsmálun í mörg ár og sótt mörg námskeið. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet.
 • Kl. 16:00 - 17:30

  Valdimar tónleikar í Kirkjuvogskirkju

  Staðsetning: Kirkjuvogskirkja Hafnir

  Flokkur: Tónlist

  Söngvarann Valdimar Guðmundsson þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjamönnum, þar sem hann hefur á örfáum árum sungið sig inn í hjörtu allra landsmanna! Valdimar mun halda einstaka órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum sunnudaginn 4.september. Á tónleikunum mun rödd Valdimars fá að njóta sín í einstöku umhverfi litlu kirkjunnar í Höfnum, sem einnig er sú elsta á Suðurnesjunum öllum. Elíza Newman mun hita upp fyrir Valdimar og munu tónleikarnir hefjast kl.16. Aðgangseyrir er 1000kr. Allur ágóði tónleikanna rennur til sjóðs til viðhalds Kirkjuvogskirkju og eru þeir partur af Hátíð í Höfnum dagskránni á Ljósanótt 2016. Verið velkomin!
 • Kl. 16:30 - 17:45

  Lífið í bænum 10

  Staðsetning: Sambíó

  Flokkur: Sýningar

  Enn á ný hefur Viðar Oddgeirsson sett saman gamalt fréttaefni frá Heimi Stígssyni o.fl. fyrir okkur til að njóta. Sýningartímar: Laugardagur: 13:30 – 14:15 – 15:00 – 15:45 – 16:30 – 17:15 Sunnudagur, tvær sýningar: 16:30 – 17:15. FRÍTT INN
 • Kl. 16:00 - 22:00

  Með blik í auga 6

  Staðsetning: Andrews leikhúsið, Ásbrú

  Flokkur: Tónlist

  Sveitasöngvar eru viðfangsefni hátíðartónleika Ljósanætur í Reykjanesbæ þetta árið. Tónleikarnir eru betur þekktir sem ,,Með blik í auga" og hafa öðlast fastan sess í dagskrá Ljósanætur. Sveitatónlist verður í forgrunni að þessu sinni undir yfirskriftinni: Hvernig ertu í Kántrýinu elskan? og fara söngvararnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Ljóst er að það verður tekið á því þegar helstu smellir kántrýsins verða fluttir, gamlir og nýir, í bland við góðar sögur og skemmtilegheit. Frumsýning er miðvikudaginn 31. ágúst og tvær sýningar verða sunnudaginn 4. september kl. 16 og 20. Sýningar fara fram í Andrews Theatre á Ásbrú. Miðasala á midi.is
 • Kl. 20:00 - 23:00

  Með blik í auga 6

  Staðsetning: Andrews leikhúsið, Ásbrú

  Flokkur: Sýningar Tónlist

  Sveitasöngvar eru viðfangsefni hátíðartónleika Ljósanætur í Reykjanesbæ þetta árið. Tónleikarnir eru betur þekktir sem ,,Með blik í auga" og hafa öðlast fastan sess í dagskrá Ljósanætur. Sveitatónlist verður í forgrunni að þessu sinni undir yfirskriftinni: Hvernig ertu í Kántrýinu elskan? og fara söngvararnir Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Jóhanna Guðrún og Eyjólfur Kristjánsson fyrir stórhljómsveit undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Ljóst er að það verður tekið á því þegar helstu smellir kántrýsins verða fluttir, gamlir og nýjir, í bland við góðar sögur og skemmtilegheit. Frumsýning er miðvikudaginn 31. ágúst og tvær sýningar verða sunnudaginn 4. september kl. 16 og 20. Sýningar fara fram í Andrews theatre á Ásbrú. Miðasala á Midi.is