Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Prenta alla viðburði

Rússneskar perlur á Ljósanótt

Syngjandi sveifla í Duus Safnahúsum
Tónlist
alexandradreamvoices@icloud.com  
Laugardagur    17:30 - 18:00
event photo
Söngkonurnar Ljubov Molina kontraalt og Alexandra Chernyshova sópran, ásamt píanóleikara flytja þekkt lög á rússnesku á borð við “Næturgalann” eftir Aljabjev, “Kvöld í Moskvu” eftir Vasiliy Solovey-Sedov og margar aðrar rússneskar perlur.

Lubov Molina, fædd í Moskvu, er ung en þekkt kontraalt söngkona með fallega og sterka rödd sem farið hefur um mörg lönd eins og Ítalíu, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Tékkland, Pólland og Kína. Á efnisskrá hennar er að finna verk sem spanna frá lágri kontraalt til dramatískrar mezzósöngkonu.
Hennar helstu óperuverk er m.a. Lubasha í Rimsky-Korsakov “Tsar’s Bride” og Olga í Tchaikovskys “Eugene Onegin”. Í maí á þessu ári bætti hún við efnisskrá sína með því að taka þátt í einstöku verkefni “Opera Underground” þar sem hún söng hlutverk Lucia í konsert uppfærslu af óperunni “Cavalleria Rusticana” eftir Mascagni í Moskvu Metro.

Alexandra er vel þekkt lyric coloratúr sópranó á Íslandi. Hún hefur náð til hjarta Íslendinga með sinni kristalfögru og björtu rödd, einlæga og lifandi tónlistarflutningi. Eftir að Alexandra kom fram í hlutverki Violettu Valery í La Traviata eftir G. Verdi í flutningi Óperu Skagafjarðar sagði tónlistargagnrýnandinn Jón Hlöðver m.a. að „ Ævintýrin gerast enn ”.
Alexandra söng með úkraínsku útvarpssinfóníunni, Kiev Academical Musical Theatre of Opera og Ballet for Youth, Alþjóðlegu hátíðinni Musica Sacra í Marktoberdorf í Þýskalandi, Alþjóðlegu óperusöngkeppninni á Rhodes í Grikkland, Alþjóðlegu Óperu Studiói hjá Katja Ricciarelli í Ítaliu, Óperu Skagafjarðar á Íslandi, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, New York Contemporary Opera Festival í Bandaríkjunum o.fl.

Styrktaraðilar