Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Prenta alla viðburði

Vök á Paddy's

Paddy's, Hafnargötu 38
Tónlist
bjorgvin@geimsteinn.is  
Fimmtudagur    21:00 - 01:00
event photo
Ljósanæturtónleikar Vök á Paddy's slógu vel í gegn og komust færri að en vildu. Því er engin ástæða til annars en að endurtaka leikinn. Daginn eftir tónleikana mun hljómsveitin fljúga beint í hljómleikaferðalag svo það má gera ráð fyrir þeirra besta formi.

Vök vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Músíktilraunir árið 2013. Hljómsveitin spilar draumkennda, elektróníska popptónlist með indie áhrifum. Seiðandi rödd söngkonunnar Margrétar Ránar Magnúsdóttur er fyrirferðarmikil í hljómi Vakar auk þess sem fjarlægur saxófónleikur Andra Más Enokssonar spilar stóran þátt. Auk þeirra eru í hljómsveitinni þeir Ólafur Alexander Ólafsson (Gítar, Bassi) og Einar Hrafn Stefánsson (Trommur, Slagverk). Vök hefur gefið út tvær þröngskífur (EP), Tension (2013) og Circles (2015) sem innihalda þekkt lög eins og Before, Ég bíð þín og Waterfall.

Vök hefur getið sér gott orð fyrir tilfinningaþrungna tónleika sína en þau hafa verið iðin við tónleikahald undanfarin missiri. Í janúar 2015 kom Vök fram á “showcase” tónlistarhátíðinni Eurosonic við frábærar viðtökur og spilaðií kjölfarið á fjölda tónlistarhátíða í Evrópu síðasta sumar. Þar ber helst að nefna Hróarskelduhátíðina í Danmörku.

Það er mikið um að vera hjá Vök þessa dagana en sveitin gaf nýlega út lagið Waiting og fylgdu þau útgáfunni eftir með sinni fyrstu tónleikaferð um Evrópu þar sem þau komu fram á 24 tónleikum í 9 löndum á rúmum mánuði. Sumarið mun Vök nýta í upptökur á sinni fyrstu breiðskífu auk þess að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu.

Hér má sjá tónlistarmyndband við nýjustu smáskífu þeirra, Waiting, þar sem íslensk náttúrua spilar stórt hlutverk:
https://www.youtube.com/watch?v=23GtNKYQj7c

Styrktaraðilar