Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Prenta alla viðburði

Ljósanæturball - Valdimar @ Center

Center (Hafnargata 29)
Almennt
centerkeflavik@gmail.com  
Föstudagur    22:00 - 04:00
event photo
Hljómsveitin Valdimar verður með la la læti á skemmtistaðnum Center í Keflavík föstudagskvöldið 2. september á Ljósanótt 2016.

Húsið opnar kl. 22:00 | Tónleikarnir byrja kl. 00:00
Miðaverð: 1.900 kr. | Miðasala í hurð

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Fyrstu 2 plötur sveitarinnar nutu gríðarlegrar velgengni og sendi keflvíska gengið frá sér sína þriðju plötu ‘Batnar útsýnið’ í október á síðasta ári og hlaut hún frábærar viðtökur. Árið 2015 var Valdimar Guðmundsson kosinn söngvari ársins á íslensku tónlistarverðlaununum.

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.

Meðlimir:
Þorvaldur Halldórsson - Trommur
Kristinn Evertsson - Hammond
Örn Eldjárn - Bassi
Valdimar Guðmundsson - Söngur og básúna
Högni Þorsteinsson - Gítar
Ásgeir Aðalsteinsson - Gítar

www.facebook.com/valdimarband

Styrktaraðilar