Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Print iconPrenta alla viðburði

Um Ljósanótt

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, var haldin í fyrsta sinn 2. september árið 2000 og var tileinkuð lýsingu á sjávarhömrum Bergsins en ljósaverkið sem unnið var eftir hugmynd Steinþórs Jónssonar var framlag Reykjanesbæjar til Reykjavíkur, menningarborgar árið 2000.

Ljósanótt er haldin fyrstu helgina í september ár hvert og lýkur ávallt með lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu.
Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi.

Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Að sjálfsögðu leikur tónlistin stórt hlutverk á Ljósanótt í rokkbænum Reykjanesbæ og úrval tónlistarmanna landsins kemur fram á stórtónleikum á laugardagskvöldi Ljósanætur.

Fjöldi myndlistarmanna sýna verk sín víðsvegar um bæinn auk þess sem gallerý og vinnustofur listamanna verða opnar. Á Listasafni Reykjanesbæjar eru ávallt áhugaverðar sýningar.
Einnig má nefna viðburði eins og árgangagönguna, kjötsúpu handa öllum á föstudagskvöldi, barndagskrá, akstur bifhjóla og fornbíla, heimatónleika, tónleikana Með blik í auga og margt fleira.

Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga.

Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en framkvæmdastjóri hennar er Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi,  valgerdur.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is . Netfang Ljósanætur er ljosanott@ljosanott.is, símanúmer Ljósanætur er 421 6700.