Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Prenta alla viðburði

Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum

Duus Safnahús, Duusgötu 2-8
Almennt
 
Fimmtudagur    18:00 - 20:00
Föstudagur    12:00 - 18:00
Laugardagur    12:00 - 18:00
Sunnudagur    12:00 - 18:00
event photo

Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á glæsilegum sýningum í 8 sýningarsölum Duushúsa á Ljósanótt.


Verið velkomin við formlega opnun fjögurra Ljósanætursýninga Listasafns Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september kl. 18:00.

Í Listasal opnar sýningin “Framtíðarminni.” Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar.
Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík. Á sýningunni verða m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Í Gryfjunni opnar sýningin "Mín eigin jörð." Þar er á ferðinni listakonan Íris Rós Söring með stóra keramik skúlptúra og nokkra minni mixed media gripi. Einnig veður sýnt myndband sem sýnir vinnslu listgripanna. Íris lærði keramik og mixed media í Arhus kunstakademi og einnig lærði hún útlitshönnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis og m.a. tekið þátt í fjölda sýninga á vegum Handverks og hönnunar og setið þar í valnefnd. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar og mun sýningin standa til 30.október n.k.

Í Bíósal opnar sýning myndlistarkonunnar Elínrósar Blomquist Eyjólfsdóttur sem hún kýs að kalla "Blómahaf."
Á sýningunni sem verður að hluta til yfirlitssýning á verkum hennar getur að líta málverk, teikningar og skissur, postulín og skartgripi.
Verkin eru sum hver mjög stór olíumálverk sem áður voru til sýnis í Hofi á Akureyri fyrr á þessu ári en einnig eru minni verk og landslagsverk. Sýningarstjóri er Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður. Elínrós býður upp á listamannaspjall sunnudaginn 4. september kl. 15.

Í anddyri Duus Safnahúsa sýnir ljósmyndarinn Vigdís Heiðrún Viggósdóttir ljósmyndaseríuna „Sveitapiltsins draumur“ sem er í beinum tengslum við ljósmyndaseríuna „Heimasætan“ sem Vigdís sýndi í safninu fyrir ári. "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" er gömul saga og ný, þar sem viðhorf samfélagsins heldur einstaklingnum í viðjum fordóma og kemur í veg fyrir að hann njóti sín og lifi samkvæmt eðli sínu. Serían "SVEITAPILTSINS DRAUMUR" segir sögu piltsins í myndmáli og sex örsögum.

Styrktaraðilar