Menningar- og atvinnuráð lagði fram til bókunar á fundi sínum þann 12. ágúst síðastliðinn að Ljósanótt yrði aflýst í ár í ljósi þess óvissuástands sem ríkir vegna Covid-19.
Ljósanæturstjóður Reykjanesbæjar var stofnaður til þess að efla enn frekar þátttöku bæjarbúa í hátíðardagskrá Ljósanætur. Framlag bæjarbúa hefur ávallt skipað stóran sess við hátíðarhöldin og gert Ljósanótt að einni glæsilegustu bæjarhátíð landsins.
Rodzinno-kulturalny festiwal Ljósanótt odbędzie się między 2 a 6 września w zmienionej formie, ze względu na COVID-19. Program zostanie dostosowany do ograniczeń związanych ze zgromadzeniami tak, aby zapewnić bezpieczeństwo uczestnikom festiwalu.
Í tuttugu ár hefur Ljósanótt vaxið og dafnað og orðin að einni glæsilegustu bæjarhátíð landsins. Því ber meðal annars að þakka framlagi bæjarbúa í dagskrá hátíðarinnar, stuðningi fjölda fyrirtækja á svæðinu, að ógleymdum þúsundum gesta sem láta sig ekki vanta á yfir 150 viðburði.
Afsláttartilboð á fimmtudag fyrir bæjarbúa í tívolítæki
Að venju verður boðið upp á afslátt á miðum í leiktækin á Ljósanótt og eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér afsláttartilboð. Að auki verður hoppukastali og þrautabraut á hátíðarsvæði á laugardeginum sem ekkert mun kosta í.
Meðal þeirra breytinga sem verða á Ljósanæturhátíðinni í ár er að kvölddagskrá föstudagskvölds og kjötsúpa Skólamatar færast frá smábátahöfn í Gróf að gatnamótum Hafnargötu 30 og Tjarnargötu.
Árgangagangan mínus 20. Allir færa sig niður um 20 húsnúmer.
Frá því Ljósanótt var fyrst haldin árið 2000 eru nú liðin 20 ár. Á þeim tíma hafa 20 nýir árgangar bæst í fullorðinna manna tölu auk þess sem elstu íbúar bæjarins frá þeim tíma hafa nú verið kvaddir til annarra verkefna.