Fara í efni

Ljósanæturstrætó - Höldum gleðinni gangandi

Ljósanæturstrætó - Höldum gleðinni gangandi

Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó. 

Strætó mun aka sínar venjulegu leiðir á Ljósanótt með nokkrum undantekningum.

  • Vegna setningar Ljósanætur fimmtudaginn 1. september falla allar ferðir strætó niður á milli kl. 09:30 og 12:00.
  • Frá kl. 16:00 föstudaginn 2. september verður starfræktur sérstakur Ljósanæturstrætó til kl. 23:00 og í stað þess að skiptistöð verði í Krossmóa er ekið beint að söfnunarstað á Vesturbraut þar sem hátíðarsvæðið er í um tveggja mínútna göngufæri.
  • Laugardaginn 3. september gengur Ljósanæturstrætó á milli kl. 12:00 og 16:00 og aftur á milli kl. 19:00 og 24:00 Pöntunarþjónusta verður í boði fyrir íbúa í Höfnum. 

Frítt er í Ljósanæturstrætó, það er föstudaginn 2. september frá kl. 16:00 til laugardagsins 3. september kl. 24:00.

Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það.

Hér má finna allar upplýsingar um Ljósanæturstætó.