Fara í efni

Ljósanótt 2022 - Takk fyrir!

Ljósanótt 2022 - Takk fyrir!

Talið er að yfir 30 þúsund gestir hafi tekið þátt í Ljósanótt sem fór nú loksins fram eftir þriggja ára hlé. Það leyndi sér ekki að fólk naut þess svo sannarlega að geta komið saman á nýjan leik og ekki spillti fyrir að veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur alla hátíðina.

Á annað hundrað viðburði var að finna í fjögurra daga viðburðaveislu Ljósanætur sem stóð frá fimmtudegi til sunnudags og bauð upp á eitthvað fyrir alla. Þá var einstakt að sjá samtakamáttinn hjá öllum þeim einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem stóðu fyrir viðburðum og annarri dagskrá eða studdu við hátíðina með einum eða öðrum hætti. Öllum þeim eru færðar sérstakar þakkir.

Það er engin spurning að hátíðin er gríðarleg lyftistöng fyrir samfélagið okkar á ótal marga vegu. Kærar þakkir fyrir ykkar framlag og komuna á Ljósanótt 2022. Við sjáumst að ári en Ljósanótt fer fram 31. ágúst til 3. september 2023.