Fara í efni

Nýr vefur Ljósanætur lítur dagsins ljós

Mannfjöldi á Ljósanótt
Mannfjöldi á Ljósanótt

Í tilefni af 20 ára afmæli Ljósanætur hefur verið ráðist í gerð nýs upplýsingavefjar fyrir Ljósanótt sem nú hefur litið dagsins ljós. Það er vefhönnunarfyrirtækið Stefna sem hannaði vefinn í samstarfi við Ljósanæturnefnd. Það er von nefndarinnar að vefurinn nýtist vel til að halda utan um dagskrá hátíðarinnar og veita gestum allar nauðsynlegar upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar. 

Líkt og verið hefur skrá viðburðahaldarar viðburði sína sjálfir á vefinn, þar sem þeir eru yfirfarnir og síðan samþykktir til birtingar. Meðal nýjunga er að nú er einnig hægt að skrá inn upplýsingar á ensku og er fólk hvatt til að gera það einnig eftir því sem það hefur tök á. Þá er einnig hægt að sjá staðsetningar viðburða á korti sem hentar þeim vel sem ekki eru kunnugir staðháttum. Viðburðum er hægt að deila bæði á Facebook og Twitter og er um að gera að deila viðburðum sem víðast til að vekja á þeim athygli.

Þar sem vefurinn er alveg nýr af nálinni má reikna með einhverjum byrjunarhnökrum og eru því allar ábendingar um vefinn vel þegnar á netfangið ljosanott@ljosanott.is