Stæði fyrir húsbíla og ferðavagna

Ferðavagnar velkomnir á Ljósanótt
23. ágúst 2022
Verða á tveimur stöðum, annars vegar á malarvellinum við íþróttasvæði Keflavíkur við Hringbraut og hins vegar verður hægt að koma sér fyrir á grasflöt norðan við hátíðarsvæðið í nágrenni við smábótahöfnina í Gróf en þar er aðeins boðið upp á salerni (ekki rennandi vatn og ekki rafmagn). Stæðin á malarvellinum við Hringbraut eru opin frá kl. 16 á fimmtudegi. Þar er boðið upp á rafmagn og kalt rennandi vatn. Gjaldtaka fyrir húsbíla/ferðavagna er á malarvellinum.
Verð:
- kr. 1500 fyrir fullorðinn per nótt.
- Frítt fyrir 14 ára og yngri
- Rafmagn kr. 1000.-
Losun ferðasalerna er í Skólpdælustöðinni við Fitjabraut 1a.
Minnt er á leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar um brunavarnir á tjaldsvæðum sem sjá má hér.