Fara í efni

Þessi verkefni hlutu styrk

Hildur Hlíf Hilmarsdóttir býður upp á barnatónleika á Berginu.
Hildur Hlíf Hilmarsdóttir býður upp á barnatónleika á Berginu.

Menningarráð Reykjanesbæjar samþykkti í vor að veita kr. 500.000 til styrkja til íbúa sem hefðu áhuga á að standa fyrir skemmtilegum viðburðum á Ljósanótt. Styrkirnir voru hugsaðir til að efla grasrótarstarf og hvetja íbúa sjálfa til að brydda upp á einhverju skemmtilegu fyrir hverja aðra. Þróun í þessa átt hefur verið vaxandi og vildi menningarráð með þessum styrkjum ýta undir hana. 

Íbúar brugðust vel við þessu framtaki og eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:

  1. Barnasöngvar á Berginu, Bakkavegi 18, föstudaginn 6.september kl. 17:00-17:40.
  2. Ljósmyndasýning undir beru lofti, Hringbraut 79, fimmtudagur 5. september til sunnudags 8. september.
  3. Raku leirbrennsla, lifandi gjörningur í Fischersporti, laugardagur 7. september, kl 14-16.
  4. Stofutónleikar í Innri Njarðvík, Guðnýjarbraut 21, sunnudagur 8.september kl. 16-17
  5. Kvöldvers, klassík í Keflavíkurkirkju, föstudagur kl. 20.

 Nánari upplýsingar um hvern viðburð er/verður að finna í viðburðadagatali hér á síðunni. Allir viðburðir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.