Fara í efni

Verður þú með viðburð á Ljósanótt?

Frá Heimatónleikum
Frá Heimatónleikum

Allir þeir sem standa fyrir viðburðum á Ljósanótt eru hvattir til að skrá hann í viðburðadagskrá sem birtist hér á síðunni. Þannig birtist hann í heildardagskrá Ljósanætur. Það er einfalt að skrá viðburð. Smellt er á "Skrá viðburð" hér efst í hægra horni síðunnar og allar upplýsingar um viðburðinn skráðar inn. Hægt er að setja inn upplýsingar á ensku einnig og eru allir hvattir til að gera það en það er þó ekki skilyrði. Merkja þarf við um hvers kyns viðburð er að ræða og einnig hvenær hann fer fram. Hægt er að setja inn mismunandi tímasetningar ef viðburðurinn nær yfir fleiri daga en einn. Mikilvægt er að senda inn mynd með öllum viðburðum.

Þegar viðburður hefur verið sendur inn er smellt á hnappinn "Forskoða viðburð" neðst í hægra horni til að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera. Ef svo reynist ekki er hægt að breyta viðburði þar til hann er í lagi. Þegar viðburðurinn er klár til að senda inn er smellt í reitinn "Ég er ekki vélmenni" og því næst á hnappinn "Senda viðburð." Ef allt hefur gengið upp birtast skilaboðin "Viðburður móttekinn" á skjánum.

Þá fer viðburðurinn til yfirlestrar og samþykktar og í framhaldi er hann birtur á vefsíðunni. Þetta getur tekið allt upp í sólarhring svo engin ástæða er til að örvænta þótt viðburður birtist ekki um leið og hann hefur verið innsendur. 

Gangi ykkur vel!