Fara í efni

Viltu koma fram á Götupartýssviði Ljósanætur?

Götupartý Ljósanætur
Götupartý Ljósanætur

Ljósanótt óskar eftir umsóknum að skemmtiatriðum til að koma fram á Götupartýssviði Ljósanætur sem staðsett verður á mótum Tjarnargötu og Hafnargötu.

Dagskrá verður á sviðinu föstudagskvöld, laugardag og laugardagskvöld.

Miðað er við hvert atriði hafi 30 mín til umráða.

Leitast er eftir fjölbreyttum atriðum til dæmis hljómsveitum, trúbadorum, plötusnúðum, dansatriðum og öðrum skemmtikröftum. 

Greidd verður þóknun fyrir atriðin  sem m.a. ræðst af eðli þess og umfangi og sem getur að hámarki orðið 50.000kr.

Verkefnastjórn Ljósanætur áskilur sér rétt til að velja og hafna atriðum að vild og ræðst valið m.a. af gæði umsóknar, fjölbreytileika atriða, reynslu og annars sem getur skipt máli.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst. Tilkynnt verður um niðurstöður í síðasta lagi 19. ágúst.

Smellið hér til að sækja um