Fara í efni

Hópakstur bifhjóla og glæsikerra

Hópakstur 2019
Mikilvægar upplýsingar til ökumanna

Glæsikerrur

Akstur glæsikerra niður Hafnargötu. Bílarnir safnast saman á milli kl. 14.00 – 15.00 við Aðalstöðina. Ekið verður undir eftirliti lögreglu og björgunarsveita. Sjá reglur hér að neðan.

Reglur vegna hópaksturs á Ljósanótt.

Reglurnar eru settar til að tryggja öryggi bæði þátttakenda og áhorfenda vegna hópaksturs. 
Skrá þarf bíl og ökumann hjá ábyrgðarmönnum til að öðlast þátttökurétt í hópakstrinum.
Ábyrgðarmenn eru:
Magnús Magnússon, 869-6326
Sævar Pétursson, 664-0395
Þorgrímur St. Árnason, sími 860-5250

Bifreiðar þurfa að vera skráðar, skoðaðar og uppfylla reglur um gerð og búnað ökutækja. 
Skráningu þátttakenda lýkur á hádegi 5. september n.k. 
Fundur með ábyrgðarmönnum hópaksturs og ökumönnum skal haldinn á safnplani áður en 
hópakstur hefst þar sem farið verður yfir nefndar reglur vegna hópaksturs.
Ökumenn bifreiða skulu fylgja bendingum lögreglu og björgunarsveitarmanna í hvívetna
á meðan á hópakstri stendur.

Ökumenn skulu fylgja almennum umferðarreglum, nema er varðar hámarkshraða.
Hámarkshraði skal ekki fara yfir 15-20 km/klst. á meðan á hópakstri stendur.
Halda skal jöfnum hraða og bili milli bifreiða í hópakstrinum.
Óheimillt er að stöðva bifreiðina nema, eftir bendingu lögreglu/björgunarsveitarmanna 
eða ef skyndileg hætta skapast.

Tilmælum er beint til ökumanna að þeir aki með fullri aðgát og taki tillit til áhorfenda
Brot á reglum þessum getur leitt til útilokunar á akstri á Ljósanæturhátíð í framtíðinni.

Bifhjól

Verið öll velkomin í árlega hópkeyrslu Bifhjólaklúbbsins ARNA á LJÓSANÓTT laugardaginn 7. september.
Hópurinn hittist á planinu hjá OLÍS / ÓB í Njarðvík kl. 13.00 - 14.00 
Olís menn bjóða í pylsur og kók eins og venja hefur verið á undan hópkeyrslunni.

Hjólaður er einn upphitunarhringur, líklega í Garð, Sandgerði og Keflavík. - það fer eftir veðri.
Hópurinn kemur loks aftur á planið hjá Olís og stillir sér upp fyrir hópkeyrsluna niður Hafnargötuna.

Hópkeyrslan leggur af stað kl. 15.00 og endar á planinu í Grófinni, þar sem hjólunum er raðað skipulega niður.
Mótorhjólafólk  þarf að skrá sig á Facebook síðu Arna √ Mæti.

ALLIR VELKOMNIR - endilega deilið þessu.