Fara í efni

Sölupláss á Ljósanótt

Sölupláss á Ljósanótt

Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt 2022 eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is  eða í síma 847 2503 og tilkynna um þátttöku. Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum 1. september til sunnudagsins 4. september.

Handverkstjald

er 144 m2 tjald þar sem leigð eru út 16 misstór pláss til sölu á eigin framleiðslu/handverki og í einstaka tilfellum til kynningar á sérvörum eða góðgerðarmálefnum. Hafið samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is eða í síma 847 2503 fyrir nánari upplýsingar.

Yfirlitsmynd handverkstjalds

 Áætlaður opnunartími handverkstjalds

 • Fimmtudagur  kl.17 - 23 
 • Föstudagur       kl. 17 - 24
 • Laugardagur    kl. 13 - 24
 • Sunnudagur      kl. 13 - 17

ATH. að öll sala á notuðum fötum, kompudóti, mat, bakkelsi og sambærilegu á ekki heima í handverkstjaldi.

ATH. að söluvarningur er ávallt á fullri ábyrgð söluaðila og umjónaraðili söluplássa ber ekki ábyrgð á veðurfari. Engin gæsla er utan opnunartíma þannig að pakka þarf saman eftir hvern söludag.

Greiðslur verða að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 29. ágúst 2022 á reikning þann sem gefinn er upp hér að neðan. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið sala@ljosanott.is og er mjög áríðandi að sett sé í tilvísun: númer sölupláss og nafn leigutaka. Reikningur fyrir sölupláss á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013.

Almennt sölusvæði

er svæði þar sem viðkomandi leigir afmarkaðan reit á opnu sölusvæði/torgsölu sem rúmar skúr/vagn/tjald þar sem heimilt er að selja allan viðurkenndan varning eða veitingar.

Greidd er svokölluð „aðstöðuleiga“ fyrir sölupláss á almennu sölusvæði og gert er ráð fyrir því að salan fari fram á einum stað.  Þeir sem hafa fleiri en einn útsölustað greiða aðstöðuleigu fyrir hvert sölupláss/staðsetningu.

Nánar um almennt sölusvæði

Staðsetning og stærð söluplássa á almennu sölusvæði er samkvæmt yfirlitsmynd

Yfirlitsmynd sölusvæðis

Vegna veitingasölu og almennrar torgsölu á hátíðarsvæði

 • Þeir sem hyggjast selja matvæli þurfa að hafa leyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti (leggja þarf fram gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags). Umsóknareyðublað um nýtt starfsleyfi hér
 • Tjöld/vagnar þurfa að uppfylla brunavarnir skv. leiðbeiningum um Brunavarnir í samkomutjöldum 71.4 Br. 2.
 • Þeim sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði er óheimilt að stunda sölumennsku á hátíðarsvæði Ljósanætur. Rétt er að benda leiguliðum á að  koma með sín eigin slökkvitæki, eldvarnarteppi, sjúkrakassa og handsótthreinsi þar sem sá búnaður er ekki  innifalinn í leigunni.

Kostnaður vegna torgsölu á almennu sölusvæði er eftirfarandi:

 • Aðstöðu-/reitaleiga er 50.000 kr fyrir Ljósanæturhelgina.
 • Umgengnistrygging er 15.000 kr (sjá skýringar neðar).
 • Söluaðili er vinsamlegast beðinn að senda sem fyrst stærð grunnflatar aðstöðu sinnar (sölutjald/bíll/sölubás) á sala@ljosanott.is  og helst mynd af aðstöðunni.
 • Innifalið í leigugjaldi er aðgangur að rafmagni.

Dagskrá og úttektir tjalda

 • Dagskrá á föstudagskvöld verður á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu.
 • Dagskrá á laugardag verður á hátíðarsviði, sjá yfirlitsmynd sölusvæðis.
 • Úttektir tjalda og aðstöðu fara fram á föstudeginum 3. september.

Greiðslur

verða  að berast í síðasta lagi mánudaginn 29ágúst 2022 á reikning Ljósanætur. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið: sala@ljosanott.is og er áríðandi er að sett sé í tilvísun: númer sölupláss og nafna leiguliða. 

Reikningur fyrir sölupláss á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013. 
Leigutökum verður afhent leyfisbréf sem eiga að vera sýnileg á sölustað.

Íþrótta- og félagasamtök í Reykjanesbæ greiða ekki aðstöðugjald/reitarleigu fyrir sölupláss/torgsölu á Ljósanótt. Þau þurfa þó að fara í sama umsóknarferli og aðrir söluaðilar, uppfylla sömu skilyrði til torgsölu og greiða umgegnistryggingu.

Umgengnistrygging

að upphæð 15.000 kr er hugsuð sem trygging fyrir góðri umgengni um tjöldin/svæðið og endurgreiðist hún fyrir 23. september til viðkomandi leiguliða hafi hann skilað tjaldinu/svæðinu óskemmdu, hreinu og öllu rusli hafi verið komið í tilheyrandi ruslagáma.

 Fyrir hönd framkvæmdaráðs Ljósanætur:
Karfan Keflavík & Njarðvík