Fara í efni

Aldamótatónleikar - Ljósanótt

ARG viðburðir í samstarfi við Gull léttöl kynna með rífandi stolti:
✨ALDAMÓTATÓNLEIKAR✨
Fannst þér gaman að fara á ball eða horfa á popptíví? 
Langar þig að hverfa aftur til síðustu aldamóta og upplifa svakalegustu nostalgíu ever? 
Ef svarið er já við þessum spurningum ertu stálheppin/n því landslið íslenskra poppara ætlar að troða upp í Reykjanesbæ föstudagskvöldið 2. september 
Stjörnur kvöldsins verða:
  • Birgitta Haukdal
  • Jónsi
  • Magni
  • Einar Ágúst
  • Gunni Óla
Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.
Sérstakt Ljósanætur-forsölutilboð verður á fyrstu 100 miðunum, þeir verða seldir með 2.000 kr afslætti 
Forsölutilboðið verður AÐEINS hjá Rúnu í Gallerí Keflavík á Hafnargötu 32 og hefst miðvikudaginn 3. ágúst kl 12:00.
Almenn miðasala hefst svo mánudaginn 8. ágúst kl 13:00 og verður inn á tix.is
 Miðaverð 5.990 / 7.990
 
Deila þessum viðburði