Fara í efni

Birch & Wool með opna vinnustofu - Prúður og félagar 10 ára!

Birch & Wool býður gestum á opna vinnustofu á Ljósanótt - Prúður og félagar 10 ára!

Hrútarnir Ljúfur, Kjarkur, Frosti, Kvistur, Flóki, Spakur, Prúður, Ljómi og Hnúskur eiga allir afmæli í ár! Af því tilefni verður opin vinnustofa á Ljósanótt þar sem hægt er að kynnast þeim betur, hvernig þeir urðu til og gera góð kaup. Litla krullótta systir þeirra, Curly Sue er reyndar ekki nema 5 ára, en hún verður líka í afmælisveislunni. Stofnendur Birch & Wool, Ágústa og Jana María taka á móti gestum fimmtudag 1.sept og föstudag 2.sept kl.17-22 að Hafnargötu 50. Allir hjartanlega velkomnir!

 

Deila þessum viðburði