Fara í efni

Delizie Italiane

Tríóið Delizie Italiane (ítalskt góðgæti) var stofnað árið 2000 upp úr miklum áhuga meðlima á öllu ítölsku góðgæti; víni, matargerð og menningu. Tónlistin var eins og punkturinn yfir i-ið eða “come il parmiggiano sulla pasta”. Í tríóinu blandast saman menningarheimur tveggja íslenskra Jóna með þeim ítalska Leone Tinganellis, en allir þrír hafa gjörólíkan bakgrunn í tónlist en allir með þennan mikla áhuga á ítölsku góðgæti.

Það kom ekkert annað til greina en að LiBRARY bistro/bar yrði hús tríósins um Ljósanótt þar sem fólk getur blandað saman öllu góðgæti á sama tíma og soðið saman úr öllum þeim menningum sem okkur þykir henta hverju sinni.

Borðapantanir eru ekki bara skynsamar, þær gætu verið nauðsynlegar vegna mikils áhuga á þessu frábæra tríói.

www.librarybistro.is/boka

Deila þessum viðburði