Fara í efni

Dinner og Jazz með Sævari Helga - Hið fullkomna kombo á Library Bistro/bar

Komdu og njóttu með okkur föstudaginn 6. september. Glæsilegur Ljósanæturseðill og jazz með  Sævari  Helga Jóhannssyni  píanóleikara og tónskáldi. 

Borðapantanir í síma 421 5220.

Sævar Helgi  spilar vel valda jazz standarda auk frumsamins efnis föstudaginn 6. september á Library Bistro/Bar frá kl 18:30 - 21:30 - Sjá matseðil á:  https://www.facebook.com/librarybistro/

Um þessar mundir er Sævar að vinna að útgáfu sinnar næstu plötu, undir listamannsnafninu S.hel (fyrsta plata hans ber heitið „Lucid“ og má heyra á Spotify), auk þess að læra tónsmíðar hjá Listaháskóla Íslands og kenna á píanó. 

Sævar hefur verið í mörgum hljómsveitum gegnum tíðina, þar á meðal Par-Ðar, Avóka, SíGull, og unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og semja tónlist fyrir stuttmyndir og útsetja óperu fyrir rokkhljómsveit. 

Nýlega samdi hann tónlist fyrir leikritið „Mutter Courage“ sem var sýnt í Samkomuhúsi Akureyrar og Þjóðleikhúsinu og hlaut frábæra dóma. 

Á tónleikum sínum þann 6. september, mun Sævar gefa gaum rytmísku rótum sínum og spila nokkra vel valda jazz standarda auk frumsamins efnis. Endilega komið og njótið þægilegra píanótónlistar sem er innblásin af fínleika jazz píanista á borð við Sunnu Gunnlaugs og Bill Evans.

Ljósmynd e. James Cox

Deila þessum viðburði