Fara í efni

Drífa keramik í Fischerhúsinu, Hafnargötu 2

Verið velkomin í Fischershúsið, Hafnargötu 2, þar sem Drífa verður með sölusýningu á keramikmunum yfir Ljósnæturhátíðina. Ykkur gefst færi á því að fræðast um leir, leirkerarennslu og leirmótun og skoða verk á ýmsum stigum. Auk þess er tekið á móti skráningum á haustnámskeið, en skráningar standa nú yfir, sjá nánar á www.drifakeramik.is 

Einnig í Fischershúsi verða Rakuskvísurnar með sölusýningu á fallegum raku–brenndum munum. Á laugardeginum verða leirmunir raku–brenndir með tilheyrandi sjónarspili í portinu milli Fischershússins og Svarta pakkhússins.

Opið:
Fimmtudagur kl. 18 - 22
Föstudagur kl. 13 - 20
Laugardagur kl. 13 - 18
Sunnudagur kl. 13 - 17

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær