Fara í efni

Fuglarnir hennar Brynju Davíðsd.

Brynja Davíðsdóttir er betur þekkt sem „Brynja hamskeri“. Brynja er með meistarapróf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands (2013) og hefur stundað diplómanám í leirlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

„Ég hef verið heilluð af fuglum síðan ég var lítil, og mér finnst það forréttindi að fylgjast með þeim koma heim á vorin og ala upp sína unga áður en fer að dimma aftur í ágúst,“ segir Brynja.

Brynja segir að leirlistin sín sé hennar leið til að ljá náttúrunni rödd sem nær inn á heimili venjulegs fólks, til að minna okkur á hvað vorið og lífið á Íslandi er yndislegt og að við megum ekki gleyma því þó að við dveljum með hugann í mannheimum að stórum hluta.

„Ég hef ótrúlega sterka köllun til að vinna með höndunum og hef verið með hugann við fugla og dýralíf heimskautanna frá því að ég man eftir mér. Ég vildi helst geta unnið eingöngu við það að skapa þessa list mína, og að varðveita og miðla þessari sögu og aðdáun minni á dýralífinu okkar.“

Deila þessum viðburði