Fara í efni

Galdranámskeið Einars Mikaels

Galdranámskeið Einars Mikaels - Eitt námskeið fyrir 7-12 ára

Einar Mikael hefur sérhæft sig í mismunandi töfranámskeiðum fyrir börn síðastliðinn 8 ár. Galdraskólinn er nú að opna aftur eftir 3 ára pásu.
Einar hefur kennt yfir 12.000 krökkum töfrabrögð á Íslandi.
Börn sem voru feimin, óörugg og með lítið sjálfstraust hafa tekið gríðarlegum breytingum eftir töfranámskeið með Einari Mikael.

Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Þau fá innsýn inn í hinn dularfulla heim töframanna. Þau læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar.
Námskeiðið veitir börnunum aukið sjálfstraust, styrkir mannleg samskipti og þau læra að gera ótrúlega hluti.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

https://www.youtube.com/watch?v=qHcLQyxy5kA  

Deila þessum viðburði