Fara í efni

Gerðu þinn eigin húllahring með Húlladúllunni!

Skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring. Smiðjan fer fram sunnudaginn 4. september kl. 14:00 á efri hæð Reykjaneshallar. Efniskostnaður er 2500 krónur. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á www.hulladullan.is

Þátttakendur fá í hendurnar berrassaðan húllahring sem Húlladúllan hefur sett saman sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Hún sýnir hvernig er best að eiga við límböndin og síðan skreytum við hringina okkar saman með flottum og litríkum límböndum. Í lok smiðjunnar húllum við öll saman og Húlladúllan kennir þátttakendum skemmtileg húllatrix.
 
Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað litla fingur svo húllahringurinn verði sem best heppnaður.
Deila þessum viðburði