Fara í efni

Bryggjuball sameinast Götupartý

Að þessu sinni breytum við til og færum hefðbundna kvölddagskrá föstudagskvölds og kjötsúpu að útisviði á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu þar sem fram fer fjölbreytt tónlistardagskrá  föstudag og laugardag undir heitinu Götupartý. Götupartýið stendur frá kl. 18-23 föstudag og kl. 13-23 laugardag.

Hægt er að lesa sig til um hverja hljómsveit hér á vefnum í viðburðadagatalinu. Einnig er hægt að smella á flipann "Sjá alla viðburði" og velja þar Götupartý og þá birtast allir viðburðir Götupartýsins.

Fyrir aðdáendur Bryggjuballsins er vakin sérstök athygli á hljómsveitinni Gullkistunni sem er skipuð fimm reynslumiklum tónlistarmönnum, þeim Ásgeiri Óskarsyni, Gunnari Þórðarsyni, Jóni Ólafssyni, Magnúsi Kjartanssyni og Óttari Felix Haukssyni. Efnisskráin inniheldur lög eftir Gunnar Þórðarson auk erlendra laga eftir þekktustu dægurlagahöfunda tuttugustu aldar.

 

Á Götupartý koma fram:

Föstudagur:

kl. 18:00  Iceland Express
kl. 18:30  Kylja
kl. 19:30  Gullkistan
kl. 20:15  Demó
kl. 21 - 23  Djadamis Adammix og Dj Theodor

Laugardagur:

kl. 13:00  Living out loud
kl. 13:30  Merkúr
kl. 14:30  Nýríki Nonni
kl. 16:00  Danskompaní
kl. 17:00  Licks
kl. 18:00  Silent Disko
kl. 20:00  Allt í einu
kl. 22-23  Hip Hop Festival:
Frid
Fannar Guðni
Valby bræður
Orvar
Haki
Daníel
Andri Már

 

Deila þessum viðburði