Fara í efni

Götur minninganna

Götur minninganna er einstakur viðburður með Mörtu Eiríksdóttur, höfundi bókarinnar Mei mí beibísitt?

Marta Eiríksdóttir, keflvískur rithöfundur og blaðamaður á Víkurfréttum, leiðir áhugasama um söguslóðir bókarinnar Mei mí beibísitt? sem eru æskuminningar hennar úr bítlabænum Keflavík. Gestir eru leiddir um söguslóðir bókarinnar en í bókinni er fjallað um heim barnanna, hennar og annarra, sem alast upp í skugga varnarliðsins á sjöunda áratugnum. Leiðsögnin hefst fyrir utan æskuheimili hennar að Háholti 5 klukkan 11:00 stundvíslega á laugardagsmorgni og gengið verður í rólegheitum um hverfið um leið og höfundur les upp úr bókinni á viðeigandi stöðum. Létt og skemmtileg upplifun fyrir alla aldurshópa. Viðburður fer fram á íslensku. 

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær