Fara í efni

Hátíð í Höfnum á Ljósanótt

Hátíð í Höfnum á Ljósanótt.
 
Blásið verður til Hátíðar í Höfnum á ný á Ljósanótt með fjölbreyttri dagskrá laugardaginn 7. september og sunnudaginn 8. september.
Verður ýmislegt skemmtilegt á boðstólnm í ár eins og kaffisala í gamla skólanum, sögusýning um Jamestown strandið, klassísk tónlist og lágstemmdir stuðtónleikar Jónasar Sig og Elízu Newman í Kirkjuvogskirkju.
 
Gamli skólinn verður opinn laugardag frá kl. 14-17 og sunnudag frá kl. 13-18.
 
Laugardagur 7. september
 
13.00-16.00 Sögusýning um Jamestown strandið
Á hvítasunnudag árið 1881 rak gríðarlega stórt seglskip á land við Hafnir. Skipið var fullt af úrvalsviði og áhrifa þess gætti víða en sennilega hvergi þó meira en í Höfnum. Áhugahópur um Jamestownstrandið hefur sett saman sýningu sem opnuð verður laugardaginn 7. september kl. 13.
 
Við lok sýningarinnar á sunnudeginum mun áhugahópurinn afhenda Byggðasafni Reykjanesbæjar sýninguna til eignar ásamt því sem Tómas Knútsson mun afhenda safninu muni úr strandinu sem komið hafa í ljós við köfun hans á svæðinu.
 
Sunnudagur 8. september
 
13.00 Jamestown sögurölt verður sunnudaginn 8. september. Tómas Knútsson er manna fróðastur um Jamestown strandið og hefur m.a. kafað á strandstað. Hann mun fjalla um Jamestown, strandið og áhrif þess á samfélagið. Stutt og auðveld ganga við allra hæfi. Mæting við kirkjuna.
 
14:00 Kvartettinn Spúttnikk mun leika nokkur lög í gamla skólanum í Höfnum. Kvartettinn leikur á strengjahljóðfæri sem smíðuð voru af Keflvíkingnum Jóni Marinó Jónssyni. Jón Marinó hefur notað timbur úr Jamestown-strandinu í bassabjálka og sálir sem finna má í öllum strengjahljóðfærum.Kvartettinn skipa þær: Gréta Rún Snorradóttir á selló, Vigdís Másdóttir á víólu, Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir á fiðlu.
 
15:00 Tónleikar í Kirkjuvogskirkju með Jónasi Sig og Elízu Newman. Miðasala á midi.is
 
Hátíð í Höfnum er skiðulögð af Menningarfélaginu í Höfnum og fer allur ágóði kaffisölu og tónleikahalds í viðhaldssjóð Kirkjuvogskirkju og Gamla skólans í Höfnum.
 
Verið velkomin í Hafnirnar!
Deila þessum viðburði