Fara í efni

Haugar

Skúlptúrar eftir Rut Ingólfsdóttur listakonu í Höfnum.

Haugarnir hafa fylgt okkur Íslendingum síðan land byggðist.  Sjálfir hafa þeir frá örófi alda litið á sig sem drauga, skiljanlega, þar sem Íslendingar í gengum aldirnar hafa alltaf hræðst þá, og þá sérstaklega ef einir á ferði í þoku og mistri.  Í dag vitum við að þetta var ekkert annað en missýn forfeðra okkar því hólar, haugar og tóftir geta sýnst ógnvænleg í þokunni og í þá daga var ekki óalgengt að fólk tæki til fóta sinna ef slíkt varð á vegi þeirra...þannig lærðu Haugarnir með tímanum að þeir væru líklegast ógnvekjandi.  En ef forfeður okkar hefðu gefið sér tíma og stoppað, í stað þess að hlaupa æpandi burtu, þá hefðu þeir séð að þarna voru bara litlir Haugar, sem höfðu líklegast ekki stærra hjarta en spörfugl.  Haugar af öllum stærðum og gerðum, stórir og litlir, ljúfir og góðir, og þó svo að sumir séu nú ekki neinir partýpésar og aðrir algjörar B-týpur, þá eru þeir algjörlega meinlausir... horfið bara yfir móann næst þegar þið eruð í göngu, þar sjáið þið fullt af Haugum, sumir jafnvel orðnir mosavaxnir af leti...

Opið:
Fimmtudagur 17-22
Föstudagur 17-22
Laugardagur 13-22
Sunnudagur 13-16

Deila þessum viðburði