Fara í efni

Heima er þar sem hjartað slær

Fimmtudaginn 5. ágúst klukkan 17.00 opnar í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar sýningin Heima er þar sem hjartað slær.  Á sýningunni er að finna verk unnin af fjölþjóðlegum hópi kvenna sem reglulega hittast í Bókasafni Reykjanesbæjar og nefnast Heimskonur.

Á sýningunni er að finna verk eftir Heimskonur þar sem hver túlkar á sinn hátt það sem hún upplifir sem heima. Unnið var með silkiprent, ljósmyndir og  hugtakið tíma.

Tíminn er okkur sameiginlegur, með því að vinna með hann er hægt að sjá hvernig  við tengjumst. Heima er þar sem hjartað slær og allar klukkurnar slá í takt.

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær