Fara í efni

Heimatónleikar í gamla bænum

Viðburðurinn "Heima í gamla bænum" verður haldinn í fimmta sinn á Ljósanótt, þar sem íbúar opna heimili sín og bjóða bæjarbúum upp á tónlist í skemmtilegu umhverfi. 

Fjölbreytt dagská verður að  vanda og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 21:00 og seinni kl. 22:00. Hér má sjá mynd af svæðinu

Miðasala hefst kl. 10:00 föstudaginn 16. ágúst á Tix. Hver getur pantað að hámarki 4 miða og verða alls 600 miðar seldir. Miðaverð kr. 3.000.-

Fram koma:

Hjálmar
Úlfur Úlfur
Dimma
Breiðbandið
Klassart
Helgi Björns
Ragnheiður Gröndal
Rass

Armbönd verða afhent í Duus Safnahúsum frá mánudeginum 2. september  til tónleikadagsins 6. september frá kl. 12:00 -17:00. Eftir kl. 17:00 föstudaginn 6. septemer verður hægt að nálgast ósótt armbönd í Geimsteini, Skólavegi 12, Keflavík.

 

Deila þessum viðburði