Fara í efni

Hinir rómuðu Kóngar í Keflavíkurkirkju á Ljósanótt

Fimmtudaginn 1. september kl. 20:00 bjóða Kóngarnir upp á sérdeilis skemmtilega tónleika í Keflavíkurkirkju þar sem vandaður söngur verður í aðalhlutverki, eins og Kónga er siður.

Spaug og spé á milli söngva að hætti þessara gleðigjafa!

Krafist er lítilræðis af væntanlegum gestum, 2000 kr. í staðgreiðslu við inngang. 

Deila þessum viðburði