Fara í efni

Icelandic Chess - Rules of the Game

Icelandic Chess - Rules of the Game á Park Inn.

Kynning á nýstárlegri og breyttri útgáfu á hinni hefðbundnu skák.
Höfundur Icelandic Chess fer yfir hinar nýju reglur á þessari nýju útgáfu af hinni hefðbundnu skák, sem hefur verið tefld eftir óbreyttum reglum um aldir. Icelandic Chess er raunverulega orðinn nýr leikur. Með nýju leikreglunum þurfa menn að endurvinna allar byrjanir sem þekkjast í hinni hefðbundnu skák.

Þeir sem kunna mannganginn verða fljótir að tileinka sér þessar nýju leikreglur.

Fólki verður gefinn kostur á því að setjast niður við skákborð og tefla Icelandic Chess.
Það verða 4 til 6 taflborð á staðnum í boði Skákfélags Reykjanesbæjar.

Hægt verður að kaupa eintak af reglunum sem er einstaklega smekklega unnið á góðan og þykkan pappír á fjórum síðum, undirritaðar af höfundi á staðnum. Hann verður viðstaddur viðburðinn allan tímann. Eintakið kostar kr.1500. Ekki er víst að það verði posi á staðnum.

Deila þessum viðburði