Fara í efni

Jón Arnór og Baldur á Götupartýssviði

Jón Arnór Pétursson (16 ára) og Baldur Björn Arnarsson (15 ára) eru vinir sem semja tónlist, syngja og spila á hljóðfæri.
Þeir hafa komið fram á allskyns tónleikum, í sjónvarpi, í leikhúsi og veislum.
Báðir hafa mikla reynslu úr leikhúsinu bæði í leik og söng. Léku m.a. í Matthildi, Kardimommubænum og 9 líf.

Þeir hafa skemmt á fjölda úti/bæjarhátíðum um landið. Má þar nefna Td. Mærudagar, Þjóðhátíð, Landsmót UMFÍ, Húnavöku og margt fleira.

Þeir eru með Spotify, Youtube rás, Instagram, Tik Tók og Facebook síður undir nafninu Jón Arnór og Baldur. 

Jón Arnór og Baldur koma fram á Götupartýssviði á Tjarnargötu 

 
Deila þessum viðburði