Fara í efni

Jónas Sig og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju Höfnum

Jónas Sig sló í gegn með Sólstrandargæjunum á síðustu öld áður en hann hvarf til annarra verkefna. Árið 2007 gaf hann út sína fyrstu sólóplötu og vakti umsvifalaust athygli fyrir beinskeytta texta og kraftmikla tónlist sína.
Nú er Jónas á leið á Hátíð í Höfnum á Ljósanótt og verður með tónleika í Kirkjuvogskirkju sunnudaginn 8. september þar sem hann mun flytja lög af sínum farsæla ferli í órafmögnuðum stíl í yndislegu umhverfi Krikjuvogskirkju.

Tónlistarkonan Elíza Newman hitar upp fyrir Jónas á tónleikunum og spilar nýtt efni af komandi breiðskífu.

Tónleikarnir hefjast kl.15 og er miðaverð 2000kr. Miðasala fer fram á miði.is

Tónleikarnir eru partur af Hátíð í Höfnum á Ljósanótt.

Deila þessum viðburði