Fara í efni

KK & Mugison

ARG viðburðir kynna með stolti - KK & MUGISON í Reykjanesbæ.
 
Nú þegar hinar heftandi hömlur samkomubannsins eru loksins orðnar slakari, er hægt að halda litla viðburði og því kjörið að skella sér á tónleika með þeim KK og Mugison 
 Það er ekki á hverjum degi sem þeir félagar snúið bökum saman og spilað með hvorum öðrum, einir og óstuddir...
Hér er um að ræða algjörlega einstakt tækifæri til að sjá þessa tvo tónlistarmenn saman á litlum og persónulegum tónleikum.
Ekki þarf að fjölyrða um sigra KK & Mugison enda hafa þeir báðir átt stórglæsilega sólóferla ásamt því að hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með söngperlum sem hvert einasta mannsbarn þekkir.
 Sérstakt forsölutilboð verður á fyrstu 100 miðunum, þeir verða seldir með 1.000 kr afslætti.
Forsölutilboðið verður AÐEINS í Gallerí Keflavík á Hafnargötu 32 og hefst mið 4. ágúst kl 12:00.
Almenn miðasala hefst svo mánudaginn 9. ágúst og verður inn á www.tix.is 
4.990 kr í forsölu
5.990 kr almennt miðaverð
Aðeins 450 miðar í boði
Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

fimmtudagur 2. september
Hljómahöll, Hjallavegur 2
föstudagur 3. september
kl. 23:00
Andrews Theater