Fara í efni

KK, Pálmi & Maggi Eiríks - Ljósanótt

Tónleikarnir Lög, ljóð og lygasögur með KK, Pálma Gunnars og Magga Eiríks í Reykjanesbæ 1. sept.
Dægurlagadrengina KK, Pálma Gunnars og Magga Eiríks þarf ekki að kynna fyrir mörgum enda búnir að vera í framvarðasveit íslenskrar tónlistarsögu í marga áratugi.
Það sem þarf hins vegar að kynna og koma á framfæri er óvænt samstarf þessa þriggja aðila innan tónleikasenunnar.
Fimmtudagskvöldið 1. sept ætla þeir að snúa bökum saman og spila sín bestu og vinsælustu lög í Andrews Theater 
Af nægu er heldur betur að taka og má búast við gríðarlega skemmtilegum tónleikum smekkfullum af bestu tónlistarperlum Íslands.
Þeim til halds og trausts verður Mezzoforte-maðurinn Eyþór Gunnarsson .
 
Sérstakt Ljósanætur-forsölutilboð verður á fyrstu 100 miðunum, þeir verða seldir með 2.000 kr afslætti 
Forsölutilboðið verður AÐEINS hjá Rúnu í Gallerí Keflavík á Hafnargötu 32 og hefst miðvikudaginn 3. ágúst kl 11:00.
Miðaverð 5.990 / 7.990
Almenn miðasala hefst svo mánudaginn 8. ágúst kl 13:00 og verður inn á tix.is
Húsið opnar kl 18:00. Um að gera að mæta snemma til að ná góðum sætum 
 

 

Deila þessum viðburði