Fara í efni

Lambalærissneiðar á Ljósanótt að hætti Keflavíkur!

Knattspyrnudeild Keflavíkur býður upp á kótilettuhlaðborð á fimmtudaginn kl: 17:30-20:00 á efri hæð Blue hallarinnar (íþróttahúsið við Sunnubraut)

Ljósanæturkótiletturnar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og eru nú loksins aftur á boðstólnum eftir smá covid hlé. Við hvetjum alla stuðningsmenn til að láta sjá sig og taka fjölskyldu sína með!

Allt meðlæti á staðnum! Grænar, rauðkál, kartöflur og feiti 

Fyrirtæki geta einnig pantað og fengið sent á sinn vinnustað.

Verð er 3.500 á mann og 1.000 fyrir börn

Allar pantanir fara í gegnum kef-fc@keflavik.is

Láttu sjá þig og áfram Keflavík! 

Deila þessum viðburði