Fara í efni

Lay Low og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju Höfnum

Sunnudaginn 4. september kl. 16:30  verða tónlistarkonunar Lay Low og Elíza Newman með tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum á Reykjanesi. Miðaverð 3000 kr. 

Þjóðinn þekkir Lay Low vel og hennar verk. Hún hefur samið tónlist aðallega í stíl blús, þjóðlagatónlistar og kátrí og flutt mörg ástsæl lög. Lovísa hóf ferilinn í hljómsveitinni Benny Crespo´s Gang þar sem hún spilaði á hljómborð og gítar en árið 2006 hóf hún sóló feril sinn með plötunni Please dont hate me og þá var ekki aftur snúið. Nú síðast samdi Lovísa lagið Með hækkandi sól með systrunum Siggu, Betu og Elínu sem voru fulltrúar Íslands fyrir Eurovision 2022.

Suðurnesjakonan Elíza Newman hefur verið í tónlist frá unglingsaldri þegar hljómsveit hennar Kolrassa Krókríðandi steig fram á sviðið. Hún hefur samið og gefið út fjölda platna og starfaði lengi í London bæði í hljómsveitinni Bellatrix og sem sóló listamaður. 

Verið velkomin í litlu kirkjuna í Höfnum.

Miðasala:  https://tix.is/is/event/13878/lay-low-og-eliza-newman-i-kirkjuvogskirkju-a-ljosanott/?fbclid=IwAR1e1X7KVDXF7j2DEGsVOdMO3-MR0i_sLc72ymRsVDD6YPWv628lotyDSto

 

Deila þessum viðburði