Fara í efni

Leirbakaríið á faraldsfæti - með keramikið beint úr ofninum

Þær Kolla og Maja Stína, leirbakarar með meiru, eiga og reka Leirbakaríið á Akranesi. Þar reka þær gallerí og eigin vinnustofur þar sem leirinn á hug þeirra allan. Nú ætla þær að færa út kvíarnar og koma á Ljósanótt með töskur fullar af fallegu keramiki. Suðurnesjabúum og öðrum gestum gefst því kostur á að kaupa fallegt keramik sem svo sannarlega gleður augað. 

Fésbókarsíðan þeirra; Leirbakaríið, er afar lifandi og skemmtileg og gefur góða sýn á það starf sem þar fer fram.

Deila þessum viðburði