Fara í efni

Ljósmál

Málverkasýning – Steinar Svan Birgisson 

Steinar Svan Birgisson hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Lært myndlist í Myndlistaskólanum í Kópavogi, Myndlistaskólanum í Reykjavík, sótt námskeið í þeim skólum meðal annars hjá  Ásdísi Sigurþórsdóttur og Þorra Hringssyni.  Auk þess lagði undirritaður stund á myndlistarnám í tveimur myndlistarskólum í Danmörku, þeim Testrup Hojskole og Krogerup Hojskole, kennararnir mínir í þeim skólum voru Sten og Morten.  „Myndlistarnámið hefur gefið mér mikið og hjálpað mér að þróa stílinn minn áfram en einnig sem haldgóð hvatning til áframhaldandi sköpunar. Fyrr á þessu ári opnaði undirritaður sýninguna Hinsegin veröld í húsakynnum Samtakanna 78. Sýningin vakti mikla athygli og áhugavert að vinna með þennan heim sem listform sem mörgum er svo framandi en þó er nærri okkur en mörg okkar gerum okkur grein fyrir í raun og veru. Fyrir nokkrum árum tók undirritaður einnig þátt í samsýningu á Mokka kaffihúsi, á vegum listar án landamæra. Þar sýndi ég málverk ásamt Sigrúnu Huld sem bar á borð gerólík verk, sú sýning mín fékk góðar viðtökur.  Á sýningunni Ljósmál vinnur listamaðurinn með ljósið í víðu samhengi og má þar finna ný og eldri verk.“  Sýningin er í Fischershúsi, staðsettu í hringiðu hátíðarsvæðis Ljósanætur og verður sýningin opin Ljósanæturhelgina.

Gestir og gangandi hjartanlega velkomnir á opnun sýningarinnar sem verður þann 5. sept.

Opið:
Fimmtudagur kl. 18 - 22
Föstudagur kl. 13 - 20
Laugardagur kl. 13 - 18
Sunnudagur kl. 13 - 17

Deila þessum viðburði