Fara í efni

Ljósanæturmót í pílukasti

Föstudagur

Ljósanæturmót Pílufélags Reykjanesbæjar verður haldið föstudaginn 6. september klukkan 19:30 í aðstöðu Pílufélagsins að Keilisbraut 755 á Ásbrú.

Allur ágóði af mótinu rennur til krabbameinsfélags suðurnesja í minningu um Bjarna Magnús Jóhannesson

Skráningu lýkur klukkan 19:00 þann 6.september.
Þátttökugjald er 1.500 kr.

Laugardagur

 Stigamót 5 og 6 verða haldin laugardaginn 7. september 2019 í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar.

Stigamót 5 byrjar kl. 11:00 og byrjar Stigamót 6 um kl. 15:00.

Allir velkomnir að fyljast með.

 Sunnadagur

Fyrsta undankeppnin fyrir Íslandsmótið 2020 verður haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar sunnudaginn 8. september.

Þetta er fyrsta undankeppnin af fjórum. 4 efstu karlar í hverri undankeppni komast beint inn í 32 manna útslátt Íslandsmóts 501 árið 2020 og sleppa við riðlakeppni. Eins komast 2 efstu konur í hverri undankeppni beint inn í 16 manna útslátt.

Spilafyrirkomulag í undankeppninni er beinn útsláttur, best af 9 alla leið hjá konum og körlum. Raðað er í undankeppnina eftir stigalista ÍPS.

Þeir aðilar sem tryggja sér þátttökurétt hafa ekki rétt á að taka þátt í fleiri undankeppnum enda hafa þeir þegar tryggt sér þátttökurétt.

Eftir þessar fjórar undankeppnir verða 16 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki sem sleppa við riðlakeppni og er þeim raðað eftir stigalista ÍPS inn í útsláttinn.

Allir velkomnir að fylgjast með

Allir velkomnir - Pílufélag Reykjanesbæjar

 

 

 

Deila þessum viðburði