Fara í efni

Louis Cole í Hljómahöll

Hljómahöll kynnir: Louis Cole snýr aftur til Íslands!

Bandaríski tónlistarmaðurinn Louis Cole heldur tónleika í Hljómahöll þann 2. september næstkomandi en hann kom síðast til landsins í febrúar 2019 og hélt tónleika í Hljómahöll við góðan orðstýr.

Á tónleikunum kemur Louis Cole fram ásamt tónlistarmönnunum Chris Fishman og Nate Wood auk þess sem tónlistarkonan Genevieve Artadi kemur einnig fram.

Tónleikarnir fara fram fimmtudagskvöldið 2. september og hefjast kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:00.

Boðið er upp á rútuferðir á tónleikana frá Reykjavík. Rútan fer frá N1 við Hringbraut (Hringbraut 12, 101 Reykjavík) til Hljómahallar kl. 18:30 og fer aftur til Reykjavíkur um leið og tónleikunum lýkur. Miðaverð fyrir báðar ferðir er 3.000 kr. á mann. Rúturnar eru merktar BUS4U.

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

laugardagur 4. september
Hafnargata