Fara í efni

Mannakornstónleikar

Það eru fáir listamenn sem hafa sett svip sinn jafn sterkt á íslenska tónlistarsögu og Mannakorn. Í 40 ár hefur bandið gefið út hvern hittarann á fætur öðrum sem hvert einasta mannsbarn þekkir.

Hver man ekki eftir lögum eins og Reyndu aftur, Einhversstaðar einhvern tímann aftur, Elska þig, Braggablús, Gamli góði vinur, Ég elska þig enn, Óralangt í burtu, Á rauðu ljósi, Sölvi Helgason, Samferða, Garún og Ó þú?

Pálma Gunnars, Magga Eiríks og Ellen Kristjáns til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.

Hljómsveitin Mannakorn kemur mjög sjaldan fram á tónleikum núorðið og því er hér um algjörlega einstakan viðburð að ræða.

Forsala miða er í fullum gangi hjá Rúnu í Gallerí Keflavík og inn á tix.is/mannakorn

ATH - Aðeins 490 miðar í boði.

Verð kr. 7.990.-

Deila þessum viðburði