Fara í efni

Marína Ósk ásamt Kjartani Valdemarssyni - Jazztónleikar

Keflvíska söngkonan og lagahöfundurinn Marína Ósk heldur jazztónleika í Listasal Duushúsa laugardaginn 3.september kl.16:00.
Leikin verða lög af nýútkominni jazzplötu hennar, "One Evening in July" og má búast við skemmtilegri, hugljúfri og léttri  jazz- og dægurlegastemmingu í anda gömlu sveiflutónlistarinnar úr Amerísku Söngbókinni. Tónlist Marínu Óskar er hlýleg og falleg og algjört konfekt í eyru hlustenda og hefur platan hlotið frábærar viðtökur.  

Ásamt Marínu Ósk kemur fram píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, en hann er einn fremsti jazzpíanóleikari landsins og hefur komið fram með öllum okkar þekktustu tónlistarnöfnum. 

Tónleikarnir fara fram í Listasal Duushúsa kl.16:00 og standa yfir í um 30 mínútur.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. 

HÉR má hlýða á tónlist Marínu Óskar á streymisveitum! 


Deila þessum viðburði