Fara í efni

Morgunverðarhlaðborð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun bjóða upp á morgunverðarhlaðborð á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00 í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Á boðstólum verður meðal annars egg, bacon, pylsur, rauðar baunir, vöfflur, brauð og álegg ásamt glæsilegu ávaxtaborði. Tilvalið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Verð 2.000 kr.

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær