Fara í efni

Opin söngstund í Ráðhúsi Reykjanesbæjar

Starfsfólk Ráðhússins býður til söngstundar í Ráðhúsinu fimmtudaginn 1. september kl. 12:15 til 12:45.

Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu en hann sendir út boð til allra aflögufærra hljóðfæraleikara um að mæta á staðinn og „djamma“ með. Við hin sem ekki getum spilað syngjum með eins og enginn sé morgundagurinn.

Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Deila þessum viðburði