Fara í efni

Rakubrennsla í portinu milli Fischershússins og Svarta pakkhússins - ath breytt tímasetning

ATH. Vegna óhagstæðrar veðurspár á laugardag mun brennslan fara fram föstudag um 3 leytið.

Rakuskvísurnar  taka þátt í Ljósanótt 2019 og verða með herbergi í Fischershúsi frá fimmtudegi til sunnudags. Á laugardaeginum7. september ætla þær að rakubrenna í sundinu milli Fischershússins og Svarta pakkhússins. Raku er heillandi, hröð og ævaforn brennsluaðferð glerungs á keramiki. Hlutirnir eru brenndir í sérstökum rakuofni við 800 - 1000°C eða þangað til glerungurinn er orðinn seigfljótandi. Hlutirnir eru síðan teknir með töngum úr ofninum og settir í tunnur með sagi. Heitur hluturinn kveikir í saginu og myndast þá mikill reykur. Lok er sett á tunnurnar til að kæfa eldinn. Þegar hlutirnir hafa verið stutta stund í saginu eru þeir teknir út og kældir niður í bala fullum af vatni. Rakuskvísurnar Auður Gunnur, Drífa, Halldóra og Ólöf bíða spenntar eftir að hitta gesti Ljósanætur.

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 6. september
Reykjanesbær