Fara í efni

Rokkveislan mikla

Hátíðarsýning Ljósanætur Rokkveislan mikla er hluti af Með blik í auga tónleikaröðinni sem hefur boðið íbúum Reykjanesbæjar og gestum Ljósanæturhátíðar upp á glæsilega tónleika undanfarin níu ár. Nú verður efnt til góðrar rokkveislu þar sem rokksveit Arnórs mun flytja tónlist frá sveitum eins og Rolling Stones, Deep Purple, AC/DC, U2 og Procol Harum svo ekki sé minnst á slagara frá Led Zeppelin.

Söngvarar sýningarinnar eru ekki af verri endanum en það eru þau Stefanía Svavars, Dagur Sigurðsson, Matti Matt og Stebbi Jak.

Boðið verður upp á þrenna tónleika. Frumsýnt verður á miðvikudeginum 2. september og svo verða tvennir tónleikar sunnudaginn 6. september klukkan 16:00 og 20:00.

Miðapantanir á tix.is

Miðaverð kr. 6.900.-

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

fimmtudagur 3. september
kl. 20:00-22:00
Andrews leikhúsið
föstudagur 4. september
kl. 20:00-22:00
Andrews leikhúsið
laugardagur 5. september
Norðurvöllum 8
sunnudagur 6. september
Stapi, Hljómahöll