Fara í efni

Rúnir og goð

Sýning á vörum byggðum á íslenskum menningararfi.

Íslensk hönnun og framleiðsla eftir grafíska hönnuðinn Áslaugu Baldursdóttur sem rekur hönnunarstofuna A Studio.

Vörurnar eru, bókin Bandrún sem fæst bæði á íslensku og ensku, spilið Rúnir og goð sem einnig fæst á íslensku og ensku og veggspjöld með íslenska rúnastafrófinu og einstaka stafir úr stafrófinu. Vörurnar eru einstaklega fallegar og vel unnar og henta vel sem gjafir og til eigin nota.

Spil og bók ásamt veggspjöldum sem alfarið byggir á íslenskum/norrænum menningararfi - rúnum og goðafræði.

Markmiðið er að auka þekkinguna á íslenskum menningarverðmætum á meðal landsmanna og einnig að flytja þekkinguna til erlendra ferðamanna og gesta. Þetta er gert með því að gera menningarverðmætin bæði aðgengileg og sýnileg á gagnvirkan og skemmtilegan hátt með fallegri og hagnýtri hönnun. 

 

 

 

 

 

 

Deila þessum viðburði

Svipaðir viðburðir

2.- 5. september
Hafnargata 37
fimmtudagur 2. september
kl. 18:00
Duus Safnahús, Duusgötu 2-8
föstudagur 3. september
kl. 20:00
Andrews Theater