Fara í efni

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hljómahöll

Ókeypis er á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hljómahöll þann 3. september svo lengi sem húsrúm leyfir. Þeir sem vilja tryggja sér aðgang að tónleikunum geta nálgast útprentaða miða í móttöku Hljómahallar, að Hjallavegi 2 í Njarðvík, frá kl. 13:00 frá og með 27. ágúst. Athugið: hámark 4 miðar á mann.

Kl. 19.00 
Bjöllukór Tónlistaskóla Reykjanesbæjar leikur í anddyri á undan tónleikum.

Kl 19.30           
Sinfóníuhljómsveit Íslands

Efnisskrá

Edvard Grieg Pétur Gautur, valdir þættir
W.A. Mozart Hornkonsert nr. 3
Sigfús Einarsson Draumalandið
Sigvaldi Kaldalóns Ave María
Antonín Dvořák Söngur mánans úr Rusalka
Giacomo Puccini Vissi d'arte úr Tosca
Jean Sibelius Sinfónía nr. 5

Hljómsveitarstjóri

Daníel Bjarnason

Einleikari

Stefán Jón Bernharðsson

Einsöngvari

Bylgja Dís Gunnarsdóttir

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika fyrir opnu húsi í Hljómahöll Reykjanesbæjar þriðjudaginn 3. september. Tónleikarnir eru jafnframt upptaktur að Ljósanótt sem haldin er hátíðlega í Reykjanesbæ dagana þar á eftir. Á tónleikunum flytur sópransöngkonan Bylgja Dís Gunnarsdóttir nokkur vinsæl sönglög og aríur með hljómsveitinni en hún hefur sungið víða, meðal annars aðalhlutverkið í Toscu í rómaðri sýningu í Keflavíkurkirkju árið 2011, og hún kennir við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Á tónleikunum hljóma einnig valdir kaflar úr vinsælli leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut, meðal annars Morgunstemning og Í höll Dofrakonungs. Stefán Jón Bernharðsson, sem leiðir horndeild Sinfóníuhljómsveitarinnar, leikur einleik í hornkonserti sem Mozart samdi á hátindi ferils síns, um svipað leyti og hann samdi óperuna Brúðkaup Fígarós. Tónleikunum lýkur með hinni stórfenglegu fimmtu sinfóníu Sibeliusar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar.

Bjöllukór Tónlistaskóla Reykjanesbæjar leikur í anddyri Hljómahallarinnar frá kl. 19:00 og fram að tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. 


Þennan sama dag leikur strengjakvartett úr Sinfóníuhljómsveitinni á eftirtöldum stöðum:

kl. 15.00          Nesvellir
kl. 15.45          Hlévangur 
kl. 16.30          Rauði krossinn, Smiðjuvöllum 3 (allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir)

Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari fer fyrir hljóðfæraleikurum.


 

 

 

Deila þessum viðburði